1Framar, bræður mínir! gleðjist í Drottni. Mér skal ekki þykja mikið fyrir því, að skrifa sama og sama, en yður er það gagnlegt.2Varið yður á a) hundunum, varið yður á þeim vondu verkamönnum, varið yður á afskurninni;3því vér erum þeir réttilega umskornu, vér, sem dýrkum Guð andlega og hrósum oss af Jesú Kristi, en höfum ekki traust á því holdlega;4jafnvel þó eg og svo í tilliti til þess holdlega hafi það, hvörju eg geti treyst; því ef öðrum þykir, að hann geti því holdlega treyst, þá get eg það miklu fremur;5eg er umskorinn á áttunda degi, er af kyni Ísraels og Benjamíns ættkvísl, hebreskur í báðar ættir, og að siðavendni farísei.6Af vandlæti fyrir trú feðra minna ofsótti eg söfnuðinn, og í ráðvendni eftir lögmálinu var eg óstraffanlegur.7En það, sem (áður) var mér ávinningur, met eg nú tjón sakir Krists;8já, eg álít allt fyrir tjón, hjá því ágæti, að fá þekkingu á Jesú Kristi, mínum Drottni, fyrir hvörs sakir eg hefi misst allt, og met það ekki meir en sorp, svo eg ávinni Krist,9og sé í sameiningu við hann, og leiti ekki réttlætingar af hlýðninni við lögmálið, heldur þeirrar réttlætingar, sem Guð veitir fyrir trúna á Jesúm Krist;10að eg öðlist þekkingu á honum og á krafti hans upprisu, og hluttekningu í hans píslum, og verði líkur honum í dauðanum,11ef mér auðnast að ná (lifa til) upprisu enna dauðu, (1 Tess. 4,17).12Ekki svo sem eg hafi þegar náð hnossinu, eður sé búinn að enda skeiðið; heldur keppist eg eftir að höndla það, þar Kristur hefir höndlað mig.13Bræður mínir, ekki álít eg mig enn hnossinu hafa náð;14það eitt segi eg: eg gleymi því, sem bak við mig er, en seilist eftir því, sem fyrir framan er, og skunda til takmarksins, til þess himneska a) hnossins, sem Guð frambýður mér fyrir Jesúm Krist.15Þannig skulum vér þenkja, sem fullkomnir erum. En ef þér eruð nokkuð annarrar meiningar, þá mun Guð opinbera yður þetta;16einungis að vér göngum eftir b) sömu (reglu), að svo miklu, sem vér höfum föng á.17Bræður! breytið eftir mér og lítið til þeirra, sem breyta eins og vér, sem erum yðar fyrirmynd;18því margir breyta sem óvinir Kristí kross, um hvörja eg hefi oftlega talað til yðar og enn þá tala grátandi,19hvörra endalok er tortýning, hvörjir eð hafa magann fyrir sinn Guð, og þykir sómi að skömmunum, og hugsa einungis um það, sem jarðneskt er.20En vort föðurland er á himni, hvaðan vér væntum lausnarans, Drottins Jesú Krists,21hvör með sama krafti, hvar með hann megnar að leggja allt undir sig, mun ummynda líkama vorrar lægingar, að hann líkur verði hans dýrðarlíkama.
Filippíbréfið 3. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:57+00:00
Filippíbréfið 3. kafli
Páll tekur vara fyrir falskennendum; segist einungis hrósa sér af Jesú Kristi, og keppast eftir hnossi eilífrar sælu; lastar þá holdlega sinnuðu.
V. 1. Kap. 2,18. Jak. 1,2. 1 Pét. 4,13. V. 2. 2 Kor. 11,13. a. blygðunarlausum kennurum. V. 3. Róm. 2,29. Kól. 2,11. Jóh. 4,24. Þ. e. umskurninni, sem skeði á holdinu, og öðrum útvortis yfirburðum, sjá v. 5, 1 Kor. 1,31. V. 4. Post. gb. 23,6. 2 Kor. 11,18. V. 5. 1 Mós. b. 17,12. 2 Kor. 11,22. Post. g. b. 23,6. V. 6. Post. g. b. 8,3. Gal. 1,13. fl. V. 8. Jóh. 17,3. V. 9. Róm. 3,21.22. Róm. 1,17. 10,3. V. 10. Róm. 6,1. fl. 8,17. 1 Pét. 4,13. V. 12. 1 Tím. 4,8. V. 14. a. Lúk. 9,62. 1 Kor. 9,24. 1 Tím. 6,12. 2 Tím. 4,7. 1 Pét. 5,10. Hebr. 3,1. Þ. e. eg gleymi þeim gæðum, sem eg sleppti, þá eg gjörðist kristinn, sjá v. 4.5, en keppist eftir að öðlast þau gæði, sem Krists trú frambýður, nefnilega eilífa sælu. V. 15. 1 Kor. 2,6. 14,20. Kól. 2,10. 1 Kor. 14,30. V. 16. b. Gal. 6,16. V. 17. 1 Kor. 4,16. 11,1. 2 Tess. 3,9. 1 Pét. 5,3. V. 18. Róm. 16,17.18. Gal. 6,12. Gal. 5,21. V. 19. Kap. 1,28. Róm. 16,18. Róm. 8,5.6. Kól. 3,2. V. 20. Efes. 2,6. Hebr. 13,14. 1 Tess. 1,10. 4,16. V. 21. 1 Kor. 15,22.43.44. 1 Jóh. 3,2. Matt. 17,2.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.