1Og svo komu þeir konungurinn og Aman til að drekka hjá Ester drottningu,2og konungurinn sagði einnig á þessum öðrum degi við Ester, við víndrykkjuna: hvörs beiðist þú Ester drottning? það skal þér veitt verða; og um hvað biður þú? þó það væri helmingur míns ríkis, skal það ske.3Ester drottning svaraði og sagði: hafi eg fundið náð hjá þér konungur! og ef konunginum er það ljúft, þá gefist mér mitt líf vegna minnar bænar, og fólki mínu vegna minnar beiðni.4Því vér erum seldir, bæði eg og fólk mitt til eyðileggingar, dráps og dauða, og ef að vér værum seldir aðeins til að verða þrælar og ambáttir, svo munda eg þegja; en óvinurinn getur ei bætt skaðann kónginum.5Þá mælti Assverus kóngur og sagði við Ester drottningu: hvör er sá? eða hvar er sá sem vogar að gjöra slíkt?6Ester svaraði: sá óvinur og mótstöðumaður er þessi vondi Aman; en Aman varð hræddur við kóng og drottningu.7Og kóngurinn stóð upp frá víndrykkjunni (gestaboðinu og víninu) í reiði, og gekk í aldingarðinn hjá höllinni; og Aman stóð eftir til að biðja Ester drottningu um líf sitt, því hann sá sér nú ólukku búna af kónginum.8Og þá kóngurinn kom aftur, úr aldingarðinum sem var hjá höllinni, inn í borðsalinn, þá lá Aman á bekk þeim sem Ester sat á; þá sagði kóngurinn: mun hann einnig vilja beita ofbeldi við drottninguna hér í húsinu hjá mér? Þegar kóngurinn hafði þetta talað, þá huldu þeir ásjónu Amans.9Þá sagði Harbona einn af herbergissveinum kóngsins: sjáið! tré eitt stendur í garðinum, sem Aman lét gjöra, handa Mardokeus, hvör eð gott talaði fyrir kónginum, það stendur hjá Amans húsi, fimmtíu álna hátt; þá sagði kóngurinn: hengið hann á það.10Og þeir hengdu Aman á það tré, sem hann hafði látið reisa handa Mardokeus og þá rann konunginum reiðin.
Esterarbók 7. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:01:11+00:00
Esterarbók 7. kafli
Aman er hengdur.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.