1Þessu næst leiddi hann mig að portinu, því porti, sem vissi til austurs.2Og sjá! dýrð Ísraels Guðs kom frá austri; hans raust var sem niður margra vatnsfalla, og jörðin var uppljómuð af hans dýrð.3Sú sjón, sem eg sá, var eins og sú sjón, er eg sá, þá eg kom til að boða eyðileggingu borgarinnar, og eins og sú sjón, sem eg sá við ána Kabor. Eg féll þá niður á mína ásjónu.4Dýrðin Drottins fór nú inn í musterið, inn um það portið, sem vissi til austurs.5Þá hóf andinn mig upp, og flutti mig inn í innra forgarðinn; og sjá! musterið var fullt af dýrð Drottins.
6Þá heyrða eg einhvörn tala til mín úr musterinu, og maður nokkur stóð hjá mér,7og sagði til mín: þú mannsins son! þetta er staður míns hásætis, þetta er skör minna fóta; hér vil eg búa meðal Ísraelsmanna að eilífu. Ísraelsmenn skulu ekki framar saurga mitt heilaga nafn, hvörki þeir né konungar þeirra, með sínum saurlifnaði og með líkum sinna konunga, sem hér hafa heygðir verið;8með því þeir settu sína þröskuldu hjá mínum þreskildi, og sína dyrustafi hjá mínum dyrustaf, svo ekki var nema veggur milli mín og þeirra, og flekkuðu mitt heilaga nafn með sínum svívirðingum, sem þeir frömdu; hvörs vegna eg fyrirkom þeim í minni reiði.9En nú skulu þeir burtkasta sínum saurlifnaði og líkum sinna konunga langt í frá mér, og þá vil eg búa meðal þeirra að eilífu.10Þú mannsins son! sýn Ísraelsmönnum þetta musteri, svo þeir skammist sín fyrir sínar misgjörðir, og taki rétt mál af byggingarlaginu.11Og ef þeir skammast sín fyrir allt það, sem þeir hafa drýgt, þá skaltu sýna þeim musterisins lögun og skipulag, útgangana þaðan og innganga til þess, hvörsu öllu er fyrir komið, allt tilskipað og niðursett og fyrirmyndað, og afmála þetta fyrir augum þeirra, svo þeir athugi alla hússins setning og tilskipan, og hagi sér þar eftir.12Þetta er lögmálið musterisins: efst á fjallstindinum og í öllu þess takmarki allt umhverfis er það allrahelgasta; þetta er lögmál musterisins.
13Þetta er mæling altarisins að álnatali, eftir þeirri alin, sem er alin og ein þverhönd: altarisþróin er álnar há og álnar breið, og röndin á þróarbarminum spannarbreið; þetta er stétt altarisins.14Frá þrónni á jörðunni upp að neðra stallinum skal vera tveggja álna hátt og álnarbreitt, og frá minna stallinum til meira stallsins, fjögra álna hátt og álnarbreitt;15eldstæðið fjögra álna hátt, og upp af eldstæðinu fjögur horn;16eldstæðið 12 álna langt og 12 álna breitt, ferhyrningur á alla fjóra vegu;17efri stallurinn, 14 álna langur og 14 álna breiður, á fjóra vegu, og röndin umhverfis hann, hálfrar álnar breið; stéttin þar til, álnarhá allt um kring; pallarnir upp að altarinu snúa mót austri.18Því næst sagði hann til mín: þú mannsins son! Svo segir Drottinn alvaldur: Þetta eru þær tilskipanir, sem altarinu viðvíkja: þann dag er það er albúið, svo þar á verði fórnað brennifórn, og stökkt fórna blóði,19skaltu fá ungan uxa til syndafórnar þeim kennimönnum af Levíkynkvísl, ættmönnum Sadoks, sem nálægja sig mér, segir Drottinn alvaldur, til að þjóna mér.20Þú skalt taka nokkuð af blóði uxans, og ríða því á fjögur horn altarisins og á fjórar hyrningar efra stallsins og röndina þar í kring, og þannig hreinsa það af synd og friðþægja fyrir það,21síðan skaltu taka syndafórnar uxann, og brenna hann á tilskipuðum stað í musterinu, úti fyrir helgidóminum.22Annars dags skaltu færa gallalausan kjarnhafur í syndafórn, svo altarið þar með verði hreinsað af synd, eins og það var hreinsað með uxanum.23Þegar þú hefir aflokið hreinsaninni, skaltu leiða fram ungan uxa gallalausan, og hrút af hjörðinni gallalausan;24þú skalt leiða þá fram fyrir Drottin, og skulu kennimennirnir dreifa salti á þá, og fórnfæra þá Drottni í brennifórn.25Sjö daga framfleytt skaltu daglega fórnfæra einum kjarnhafri í syndafórn, og þar að auki skal fórnfæra ungum uxa og hrút af hjörðinni, báðum gallalausum.26Sjö daga skulu menn þiggja altarið í frið og hreinsa það, og koma fram með fullar hendur fórna.27Að liðnum þessum dögum, þá skulu kennimennirnir á áttunda deginum og þaðan í frá fórnfæra yðar brennifórnum og þakkarfórnum á altarinu, og þá vil eg hafa velþóknun á yður, segir Drottinn alvaldur.
Esekíel 43. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:03:30+00:00
Esekíel 43. kafli
Drottinn velur sér bústað í því nýja musteri, 1–5; helgi musterisins, 6–12; um brennifórnaraltarið, 13–27.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.