XLIII.

Og hann leiddi mig aftur að portinu mót austrinu og sjá þú, að dýrðin Guðs Ísraels kom úr austrinu og var að heyra líka sem einn niður mikils vatsfalls. Og það lýsti mjög á jörðunni af hans dýrð. Og þar var líka svo sem sú sýnin sem eg hafða séð hjá vatninu Kebar, í þann tíma eð eg þar kom, að staðurinn skyldi í eyði leggjast. Þá féll eg fram á mína ásjónu og dýrðin Drottins kom inn í húsið, inn um portið á móti austrinu. Þá lyfti einn vindur mér upp og flutti mig inn í það innsta fordyrið og sjá þú, að dýrðin Drottins uppfyllti húsið.

Og eg heyrða talað til mín út af húsinu og einn maður stóð hjá mér og sagði til mín: Þú mannsins son, þetta er mitt tignarsæti og þau fótsporin minna fóta í hverjum að eg vil búa eilíflegana á meðal Ísraelsbarna. Og Ísraels hús skal ekki meir saurga mitt hið heilaga nafn, hverki þeir né þeirra konungar, meður sínum hórunarlifnaði og meður þeim dauðum líkömunum sinna konunga í þeirra hæðum, þeir sem settu sína þröskulda hjá mínum þröskeldi og sínar stoðir hjá mínum stoðum og þar var ekki utan einn veggur á millum mín og þeirra. Og þeir hafa so saurgað mitt hið heilaga nafn meður sínum svívirðingunum sem þeir gjörðu. Þar fyrir hefi eg og einnin foreytt þeim í minni reiði. En nú skulu þeir í burt kasta sínum hórunarlifnaði og þeim líkömunum sinna kónga langt í burt frá mér og eg vil búa á meðal þeirra eilíflegana.

Og þú mannsins son, sýn þú Ísraels húsi þetta musteri að þeir skammist sín fyrir sinna misgjörða sakir og láttu þá taka eina skæra fyrirmynd þar af. Og nær eð þeir skammast sín nú vegna allra sinna misverka þá sýn þeim þennan form og fyrirmynd á húsinu og þess útgang og inngang og alla þess skipan og allar þess siðvenjur og alla þess setninga og allt þess lögmál og skrifa það fyrir þeim so að þeir skulu halda allar þess skipanir og allar þess siðvenjur og gjöra þar eftir.

Og þetta skal vera hússins lögmál: A hæðum fjallsins, so vítt sem þess takmark er, þá skal það vera hið allra heilagasta. Þetta er hússin lögmál.

En þetta er mælingin altarisins eftir þeirri alin sem er einni þverhönd lengri en ein almennileg alin. Fótstallurinn á því er ein alin að hæð og einnrar álnar breið og altarið nemur upp að spönginni hver að er spannarbreið allt um kring og það er hennar hæð.

Og í frá þeim fótstallinum af jörðunni til hins neðsta þrepsins er tveggja álna hátt og álnar breitt. En frá því sama litla þrepinu til hins mikla sætitins er fjögra álna hátt og álnar breitt og [ harel fjögra álna hátt og frá Aríel ofanverðum fjögur horn. Og Aríel var tólf álna langt og tólf álna breitt, ferkantað. Og sú hin efsta trappan var fjórtán álna löng og fjórtán álna breið, ferköntuð, og þar gekk ein spöng alla vegana utan um kring, sem var hálfrar álnar breið. Fótstallurinn þar á var alin að hæð og tröppurnar þær horfðu við austrinu.

Og hann sagði til mín: Þú mannsins son, so segir Drottinn Drottinn: Þetta skal vera siðvenjan altarisins á þeim degi nær eð það er gjört að þeir skulu leggja brennioffrið þar upp á og dreifa þar á blóðinu. Og þú skalt gefa prestunum af Leví og Jadóks sæði sem fyrir mér ganga til að þjóna mér einn ungan uxa til syndaoffurs, segir Drottinn Drottinn. Og þú skalt taka af því sama blóði og stökkva því á þau fjögur hornin hjá þeim efsta pallinum og allt um kring á spöngina. Þar með skaltu hreinsa það og friðþægja. Og þú skalt taka uxann syndaoffursins og brenna hann upp í þeim stað sem þar er tileinkaður í húsinu, úti fyrir helgidóminum.

En þann annan daginn skaltu offra einum kjarnhafur sem er lastalaus til eins syndaoffurs og hreinsa altarið þar með, líka sem það var hreinsað með uxanum. Og nær eð hreinsunin er nú útenduð þá skaltu offra einum ungum uxa sem er lastalaus og einum hrút af hjörðunni lastalausum og þú skalt offra þeim báðum fyrir Drottni. Og prestarnir skulu dreifa þar salti á og fórnfæra þá so Drottni til eins brennioffurs.

Og so skaltu sjö daga í samt hvern eftir annan daglegana offra einum kjarnhafri til syndaoffurs og þeir skulu offra einum ungum uxa og einum hrút af hjörðinni, báðum lastalausum, og skulu so í sjö daga forlíka og hreinsa altarið og uppfylla þess hendur. Og eftir þá sömu daga skulu prestarnir á þeim áttunda deginum ætíð og alla tíma eftir það offra yðru brennioffri og yðru þakklætisoffri upp á altarinu. So vil eg vera yður náðarsamlegur, segir Drottinn Drottinn.