Esekíel er sendur af Guði til hinna fráföllnu og þverbrotnu Gyðinga, til að boða þeim orð Drottins, 1–7. Sama er framsett undir rós, 8–10.

1Röddin sagði til mín: þú mannsins son, statt á fætur, eg vil tala við þig.2Í því hann (Drottinn) talaði til mín, kom í mig andi a), sem reisti mig á fætur; og heyrði eg hann mæla til mín.3Hann sagði við mig: þú mannsins son, eg sendi þig til Ísraelsbarna, þessa uppreistarsama lýðs, sem risið hefir upp á móti mér; þeir og forfeður þeirra hafa verið mér mótsnúnir allt til þessa dags.4Harðsvíruð og harðhjörtuð eru þessi börn, sem eg sendi þig til; þú skalt segja til þeirra: svo segir Drottinn alvaldur;5hvört sem þeir vilja heyra þig eða ekki (því þverúðug kynslóð er það), þá skulu þeir þó vita, að spámaður er á meðal þeirra.6En þú, mannsins son, skalt ekki hræðast þá, og ekki óttast orð þeirra, þó að þeir séu þér andvígir og sem hvassir þyrnar, og þó þú búir eins og á meðal sporðdreka; þú skalt samt ei óttast orð þeirra, og eigi skelfast fyrir augliti þeirra, hvörsu þverúðug kynslóð sem þeir eru;7heldur tala mín orð til þeirra, hvört sem þeir vilja heyra eða ekki; því þverúðarfullir eru þeir.
8Þú mannsins son, heyr hvað eg segi þér! vert ekki þverúðugur, eins og sú þverlynda kynslóð; lúk upp munni þínum, og et það sem eg fæ þér!9Eg leit þá til, og sá, að hönd var útrétt móti mér; í henni var samanvafið bókfell;10höndin rakti það sundur fyrir mér, og var það skrifað bæði utan og innan, voru þar á ritaðir harmasöngvar, andvörp og kveinstafir.

V. 2. a. Kraftur frá Guði.