1Þér börn! verið foreldrum yðrum hlýðin, Drottins vegna, því að það er rétt.2Heiðra föður þinn og móður, það er hið fyrsta boðorð með fyrirheiti,3að þér vegni vel og þú verðir langlífur í landinu.4En þér feður! reitið ekki börn yðar til reiði, heldur uppalið þau með aga og umvöndun eftir Drottins boðum.5Þér þjónar! verið undirgefnir yðar jarðnesku drottnum með lotningu og hræðslu af einlægu geði, svo sem Kristi;6ekki með augnaþjónustu, svo sem þeir, er mönnum vilja þóknast, heldur svo sem þjónar Krists, er gjöra Guðs vilja af hjarta,7þjóna með góðu geði, eins og þeir gjöri það fyrir Drottin, en ekki fyrir menn,8vitandi, að hvað hvör einn gjörir gott, það mun verða honum endurgoldið af Drottni, hvört heldur hann er þræll eður frjáls.9En þér drottnar! breytið eins við þá; látið af hótunum, svo sem þeir, er vita, að þér eigið og svo yðar Drottin á himni, og að hann gjörir sér engan mannamun.
10Enn framar, bræður mínir! styrkist í Drottni og krafti hans máttar.11Íklæðist Guðs alvepni, svo þér staðist getið djöfulsins vélabrögð;12því vér eigum ekki í stríði við hold og blóð, heldur við höfðingja og maktarvöld, við heimsdrottna þessa myrkurs, við vonskunnar anda í loftinu.13Takið því Guðs alvepni, svo þér getið veitt mótstöðu, á enum vonda degi, og getið, að öllu yfirunnu, staðist.14Standið reiðubúnir, og hafið yðar lendar umgirtar með sannleika. Verið íklæddir brynju réttlætisins,15og útbúið yðar fætur, að þeir séu reiðubúnir að flytja fagnaðarboðskap friðarins.16En umfram allt, grípið skjöld trúarinnar, með hvörjum þér munuð útslökkt fá öll eldleg skeyti þess vonda;17og takið hjálm hjálpræðisins og sverð andans, sem er Guðs orð.18Biðjið á sérhvörri tíð í anda með alls konar bænum og beiðni, og verið árvakrir og sífelldlega stöðugir í fyrirbeiðslu fyrir öllum heilögum,19og svo fyrir mér, að þá eg opna minn munn, skorti mig ekki orð til þess að kunngjöra djarflega náðarlærdómsins leyndardóm,20hvörs sendiboði eg er í fjötrum, og að eg megi kenna lærdóminn með djörfung, eins og vera ber.
21En upp á það, að þér einnig fáið að vita, hvörnig mér líður og hvað eg gjöri, þá mun Tykikus, minn elskulegi bróðir og trúr þjón Drottins, kunngjöra yður allt þar um.22Eg sendi hann þess vegna til yðar, að þér fáið að vita, hvörnig mér líður, og til þess hann huggi yðar hjörtu.
Friður veri með bræðrunum og elska, ásamt trú af Guði Föður og Drottni Jesú Kristi.
24. Náð sé með öllum þeim eilíflega, sem elska Drottin vorn Jesúm Krist, Amen!
Efesusbréfið 6. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:57+00:00
Efesusbréfið 6. kafli
Skyldur barna og foreldra, þjóna og drottna. Upphvatning til að hertygjast í gegn kristinndómsins mótstöðumönnum; og til að biðja fyrir samkristnum og Páli sjálfum. Páll sendir Tykíkus til að láta Efesusmenn vita, hvörnig honum líður; óskar þeim Guðs náðar.
V. 1. Kól. 3,20. V. 2. 2 Mós. b. 20,12. Matt. 15,4. V. 3. Orðskv. b. 3,2. V. 4. Kól. 3,21. V. 5. Kól. 3,22. 1 Pét. 2,18. V. 7. Kól. 3,23. V. 8. Róm. 2,6. 1 Kor. 3,8. V. 9. Kól. 4,1. 5 Mós. b. 10,17. Job. 34,19. 1 Pét 1,17. V. 12. 2 Kor. 10,4.5. V. 13. 2 Kor. 6,7. 10,4. V. 14. 2 Kor. 6,7. 1 Tess. 5,8. Es. 59,17. V. 15. Kap. 2,14. V. 16. 1 Pét. 5,9. V. 17. Hebr. 4,12. Opinb. b. 1,16. V. 18. Lúk. 18,1. Kól. 4,2. Matt. 24,42. 25,13. V. 19. Róm. 15,30. Kól. 4,3. 2 Tess. 3,1. Post. gb. 4,29. V. 20. 2 Kor. 5,20. Post. gb. 28,20. V. 21. Post. gb. 20,4. Kól. 4,7.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.