1Ísraelsmenn höfðu unnið eið í Mispa, og sagt: enginn af oss skal gefa þeim Benjaminítum sína dóttur til eiginkvinnu.2Og fólkið gekk til Betel (Guðs húss) og það var þar fyrir augliti Guðs allt til kvölds, og upphóf sínar raddir og grét beisklega, segjandi:3Ó Drottinn! þú Ísraels Guð! því eru þvílík (fádæmi) sken meðal Ísraels, að á þessum degi er einni ættkvísl færra orðið í Ísrael?4En deginum eftir stóð fólkið árla upp, og byggði þar eitt altari, og offraði brennifórnum og þakkarfórnum.5Þá sögðu Ísraelsbörn: mun nokkur sá, sem ekki hafi hingað uppkomið, þegar allar Ísraels ættkvíslir söfnuðust hér saman framfyrir Drottin? því þá var unninn stór eiður móti þeim, sem ekki kæmi upp til Drottins í Mispa, og sagt: að sá skyldi vissulega deyja.
6Og Ísraelsbörn vóru angurbitin vegna síns bróður Benjamíns, segjandi: í dag er ein Ísraels kynkvísl upphöggvin.7Hvörnig skulum vér bera oss að við þá sem eftir eru orðnir til að útvega þeim kvonfang? þar eð vér höfum svarið við Drottin, að vér ekki skulum gefa þeim ektakvinnur af vorum dætrum.8Og þeir sögðu: eru nokkrir þeir til af Ísraels ættkvíslum, sem ekki hafi komið framfyrir Drottin í Mispa? og sjá! þar hafði enginn komið frá Jabes í Gíleað, til hersins til samkomunnar.9Því fólkið var talið, og sjá! þar var þá enginn af innbyggjurum í Jabes í Gíleað.10Þá sendu þeir þangað af fólkinu tólf þúsundir stríðsmanna, skipuðu þeim, og sögðu: farið og sláið (í hel) innbyggendurna í Jabes í Gíleað með sverðseggjum, ásamt með þeirra ektakvinnum og ungbörnum.11En svoleiðis skuluð þér til verks ganga, allt karlkyns, og allar þær konur, sem með karlmönnum hafa lagst, skuluð þér afmá.12En þeir fundu hjá innbyggjurunum í Jabes í Gíleað, fjögur hundruð stúlkur, sem meyjar vóru, og ei höfðu lagst með karlmönnum, og þeir fluttu þær til herbúðanna í Síló, sem er í landinu Kanaan.
13Þá sendi allt fólkið af stað, og lét tala við þá Benjamínsniðja, sem vóru á Rimmonsbjargi, og létu bjóða þeim frið.14Svo komu þá Benjaminítar til baka á sama tíma, og þeir gáfu þeim fyrir eiginkonur, þær sem þeir höfðu látið lifa eftir af kvenfólkinu í Jabes í Gíleað, en fengu þó ekki (nógu margar) handa þeim.15Þá gjörðist fólkið angurbitið sakir Benjaminíta vegna þess Drottinn hafði höggvið skarð í Ísraels ættkvíslir.16Og öldungar fólksins sögðu: hvað skulum vér gjöra við þá sem (enn nú) eru eftir til þess þeir geti fengið ektakvinnur, þar allt kvenfólk af Benjaminítum er afmáð.17Þá sögðu þeir: þeir sem eftir eru af Benjaminítum, skulu halda eignum sínum, svo að ein af Ísraels ættkvíslum verði ekki afmáð að öllu leyti.18En vér megum ekki gefa þeim vorar dætur fyrir konur, því Ísraelsbörn hafa svarið og sagt: bölvaður veri sá sem gefur Benjaminítum eiginkvinnu!19Og þeir sögðu: sjá! árlega er Drottins hátíð haldin í Síló norður frá Betel móti austri, á þjóðvegi þeim, sem liggur upp frá Betel til Síkem, fyrir sunnan Lebóna.20Síðan skipuðu þeir Benjamínsniðjum og sögðu: farið og liggið á laun í víngörðunum.21Og þegar þér sjáið að dætur frá Síló ganga út til dansleika, þá skuluð þér fara út af víngörðunum, og grípi þá hvör einn yðar sér ektakvinnu af dætrum Sílós og fari síðan (með þær) í Benjamínsland.22En þegar nú feður þeirra eða bræður koma að klaga þetta fyrir oss, þá skulum vér segja þeim: verið þeim náðugir vor vegna, þar vér tókum ekki eiginkonu (handa) sérhvörjum (þeirra) í stríðinu, og þér hafið ekki (heldur) gefið þeim (dætur yðar viljugir) því ella munduð þér á þessum tíma (vegna eiðsins) sekir verða.
23Benjamínsniðjar gjörðu nú svoleiðis, og tóku (sér) ektakvinnur eftir sínu manntali, af þeim sem dönsuðu, hvörjum þeir ræntu; og svo fóru þeir burt og komu aftur til síns erfðahluta (í landinu), uppbyggðu borgir og bjuggu í þeim.24Eftir þetta fóru Ísraelsbörn þaðan á sama tíma, hvör til sinnar kynkvíslar og ættar, og þeir ferðuðust svo burt, hvör til síns erfðahluta.25Í þær sömu mundir var enginn kóngur í Ísrael, og hvör einn aðhafðist það, sem rétt var fyrir hans (eigin) augum.
Dómarabókin 21. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:14+00:00
Dómarabókin 21. kafli
Sæst við Benjamíns ættkvísl.
V. 1. Dóm. 20,1. V. 2. Jós. 18,1. Dóm. 20,26. V. 5. Dóm. 20,1. V. 8. 1 Sam. 11,1. 31,11. V. 11. 4 Mós. 31,17. V. 12. Jós. 18,1. V. 13. Dóm. 20,47. V. 20. 1 Makk. 9,38. V. 25. Dóm. 17,6. 18,1. 19,1.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.