1Öldungurinn (óskar allra heilla) hinni útvöldu a) Kyrju og börnum hennar, hvör eg elska í sannleika, og ekki einungis eg, heldur einnig allir þeir, sem komnir eru til þekkingar á sannleikanum,2sakir sannleikans b), sem vér höldum fast við, og munum gjöra til eilífðar.3Náð, miskunn, friður verið með yður frá Guði Föður og Drottni Jesú Kristi, Syni Föðursins í sannleika og elsku.
4Næsta glaður varð eg, þegar eg fann nokkur barna þinna er hlýðnast þeim sannleika, sem samkvæmur er því boðorði, er vér meðtekið höfum af Föðurnum.5Og nú bið eg þig, Kyrja! ekki svo sem eg skrifi þér nýtt boðorð, heldur það, er vér heyrt höfum frá upphafi: að vér skulum elska hvör annan.6Og þar sýnir sig elskan, að vér breytum eftir hans boðorðum. Þetta er boðorðið, er þér hafið heyrt frá upphafi, til þess að þér skuluð eftir því breyta.7Því margir villumenn eru farnir út um heiminn, sem ekki viðurkenna að Jesús Kristur sé kominn í holdinu. Þvílíkur er villumaður og fjandmaður Krists.8Gætið að yður, að vér ekki töpum því, sem vér höfum unnið, heldur að vér megum meðtaka full laun.9Sérhvör yfirtroðslumaður, og sá sem ekki stendur stöðugur í Krists lærdómi, heldur ekki Guði c), en sá, sem stendur stöðugur í Krists lærdómi, heldur bæði Föðurnum og Syninum.10Ef einhvör kemur til yðar og kemur ekki með þenna lærdóm, þá hýsið hann ekki og heilsið honum ekki.11Því hvör, sem segir hann velkominn, verður hluttakandi í hans vondu verkum.
12Margt hefi eg að skrifa yður, ekki vil eg eyða þar til pappír og bleki, því eg vona að koma til yðar og tala munnlega við yður, svo að vor gleði verði fullkomin.13Þér heilsa börn systur þinnar, hinnar útvöldu.
Annað Jóhannesarbréf 1. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:13+00:00
Annað Jóhannesarbréf 1. kafli
Góðar óskir. Vottar gleði sína af því að börn þeirrar konu, til hvörrar bréfið er, halda fast við sannleikann; varar við röngum lærdómi; lofar komu sinni; ber kveðjur.
V. 1. a. þ. e. réttkristna konu. V. 2. b. þ. e. vegna þeirrar elsku sem vér höfum á Krists sanna lærdómi. V. 5. Jóh. 13,34. 15,12. 1 Jóh. 2,7. 3,11.23. V. 6. 1 Jóh. 5,3. Jóh. 15,10. 1 Jóh. 2,24. V. 7. Matt. 24,5.24. 2 Pét. 2,1. 1 Jóh. 2,18.22. V. 8. Gal. 3,3.4. 1 Tess. 3,5. V. 9. c. þ. e. heldur ekki hans vinfengi. V. 10. sbr. Róm. 16,17. 1 Kor. 5,11. Tít. 3,10. V. 11. 1 Tím. 5,22.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.