1En Júdas Makkabeus og hans menn fóru leynilega um þorpin og eggjuðu sína landsmenn og tóku þá með sér sem ei voru gengnir af gyðingatrúnni og söfnuðu hér um bil 6 þúsundum.2Og þeir ákölluðu Drottinn að líta til síns fólks, sem af öllum var fóttroðið, og líka að miskunna sig yfir musterið sem vanhelgað var af guðlausum mönnum,3líka að taka að sér þá niðurrifnu borg, sem hótað væri algjörðri eyðileggingu, og að bænheyra það blóð sem til hans kallaði,4að muna líka til ranglátlegs morðs enna saklausu barna, og refsa fyrir lastyrðin gegn hans eigin nafni.5Þegar Makkabeus hafði nú að sér dregið flokk manna, gátu heiðnir ekki staðist fyrir honum, því Drottins reiði snerist til miskunnar.6Borgir og þorp réðist hann á þegar minnst varði og brenndi þau, og í því hann var að ná undir sig haganlegustu stöðunum, sigraði hann ei fáa óvini og hrakti þá á flótta.7Oftast gjörði hann þessi áhlaup á nóttu og mikið orð fór allsstaðar af hans hreysti.
8En er Filippus sá að maðurinn hafði mikinn framgang á stuttum tíma, og heppnaðist allt betur og betur, skrifaði hann Tólomeus, höfuðsmanni í Neðra-Sýrlandi og Fönikiu, að hann skyldi koma til liðs konungsins málefnum.9Þessi valdi strax Nikanor Patrokls son, einhvörn sinn besta vin, og fékk honum ekki minna enn 20 þúsundir manns af alls lags þjóðum, og sendi hann af stað til að afmá alla Gyðingaþjóðina. Hann fékk honum og hershöfðingjann Gorgias, sem kunni vel til stríðs.10En Nikanor lofaði að saman heimta fyrir hertekna Gyðinga þann skatt, er kóngur skyldi greiða Rómverjum sem var 2 þúsund vættir (silfurs).11Svo sendi hann strax til þeirra borga sem liggja við sjóinn, og bauð til kaups Gyðinga í þrældóm, og lofaði að láta 90 fyrir vætt, en ei kom honum í hug sú hegning hins almáttuga, er skyldi ná honum.
12En Júdasi komu tíðindi um Nikanors herför; og sem hann sagði þeim sem með honum voru, frá komu þessa hers,13flýðu þeir huglausu og þeir sem ekkert traust höfðu á Guðs réttlæti og fóru burt;14en aðrir seldu allt sem þeir áttu, og báðu Drottin að bjarga sér, sem fyrir orrustuna væru seldir af þeim guðlausa Nikanor;15og ef ei sakir þeirra, svo þó sakir sáttmálans við feður þeirra, og hans eigin dýrðlega og mikla nafns, eftir hvörju þeir væru nefndir.16Nú kallaði Makkabeus saman þá sem með honum voru, 6 þúsund að tölu, og áminnti þá að hræðast ekki óvinina, né fælast fyrir þeim fjölda sem svo ranglátlega að þeim færi, heldur berjast drengilega,17og hafa sér fyrir augum þann ofmetnað og plágur, sem þeir svo ranglátlega hefðu haft í frammi við þann heilaga stað, og hvörsu feðranna siðir hefðu verið afteknir.
18„Því þessir, mælti hann, reiða sig á vopn sín og dirfsku, en vér reiðum oss á almáttugan Guð, sem orkar því að tortína, ei aðeins öllum sem móti oss koma, heldur og öllum heiminum með einni bendingu.“19Hann minnti þá líka á þá hjálp sem feður þeirra hefðu fengið, og (meðal annars) móti Sankerib, hvörsu 185 þúsundir hefðu farist,20og á bardagann í Babýlon móti Galötum, hvörsu þeir, 8ta þúsund manns, gengu í orrustu með fjórum þúsundum makedoniskra, og þegar makedoniskir voru orðnir hræddir, unnu þær 8ta þúsundir, hundrað og 20 þúsundir, fyrir þá aðstoð sem þeim veittist frá himni, og hvörsu þeir tóku þar mikið herfang.
21Með þessu gjörði hann þá örugga og reiðubúna að deyja fyrir lögmálið og föðurlandið, og skipti sínum her í fjóra flokka.22Hann setti og bræður sína fyrirliða, sinn yfir hvörn flokkinn, Símon og Jósep og Jónatan, og fékk hvörjum þeirra 15 hundruð manns;23sömuleiðis og Eleasar. Eftir að hann hafði lesið þá heilögu bók og gefið þeim auðkennis orðið: Guðs hjálp: réðist hann á Nikanor, því hann var sjálfur fyrir þeim fyrsta flokki.24Og af því sá almáttugi veitti honum hjálp, drápu þeir af óvinunum meir en 9 þúsundir, særðu og limlestu mestan partinn af Nikanors her, og ráku alla á flótta.25Þeir tóku peninga þeirra sem komnir voru til að kaupa þá (Gyðingana) og eltu óvinina langa leið, eftir það sneru þeir frá, því tíminn var naumur,26þar eð þessi dagur var sá næsti fyrir hvíldardaginn, hvörs vegna þeir héldu ei áfram að elta þá.27Eftir að þeir höfðu borið saman vopn óvinanna, og tekið þeirra herfang, héldu þeir hvíldardaginn og lofuðu þá og vegsömuðu Drottin rækilega, sem hafði bjargað þeim þennan dag, og byrjað á þeim að miskunna.28En eftir hvíldardaginn miðluðu þeir nauðstöddum, ekkjum og munaðarlausum (nokkru) af herfanginu, en hinu skiptu þeir milli sín og sinna barna.29Þegar þeir höfðu lokið þessu, og sameiginlega haldið bænagjörð, beiddu þeir þann miskunnsama Drottin, að sættast algjörlega við sína þjóna.
30Og af þeim sem stríddu með Tímóteus og Bakkídes, drápu þeir meir en 20 þúsundir, og unnu sterka kastala, og skiptu miklu herfangi, og létu nauðstadda og munaðarlausa og ekkjur og líka aldraða fá jafnan hlut við sig.31Eftir að þeir höfðu samanborið vopn óvinanna, lögðu þeir hvað eina á hentuga staði, en hið annað herfang fluttu þeir til Jerúsalem.32Þeir drápu líka Filarkes, einn af vinum Tímóteus, næsta guðlausan mann, sem hafði mjög angrað Gyðinga. *)33Og sem þeir héldu sigurhátíð í sinna feðra borg, brenndu þeir Kallistenes og nokkra aðra, sem kveikt höfðu í hliðum þeirra heilögu borgar, þá þeir voru flúnir í húskorn; og þessir fengu þá makleg laun fyrir sitt guðleysi.34En sá illræmdi Nikanor, sem hafði haft með sér þúsund kaupmenn, til að kaupa Gyðingana,35auðmýktur af þeim, er hann mat lítils, fyrir Herrans hjálp, lagði niður sinn skrúða og flúði aleinn eins og strokumaður um miðlendið og kom til Antíokíu, og undi því illa að herinn hafði fyrirfarist.36Og sá sem hafði skuldbundið sig að ná skattinum til Rómverja, af föngunum í Jerúsalem, kunngjörði, að Gyðingar hefðu Guð, sem berðist fyrir þá og því væru ósæranlegir, vegna þess þeir fylgdu þeim lögum sem hann hefði sett.
Önnur Makkabeabók 8. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:57+00:00
Önnur Makkabeabók 8. kafli
Júdas Makkabeus vinnur mikinn sigur.
V. *) 33. Fylgjandi vers þessa kapít. vantar í þá íslensku útl.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.