VIII.
En Júdas Macchabeus og hans lagsmenn gengu heimuglega hingað og þangað um borgir og kölluðu sína ættmenn til samans og aðra þá sem stöðugir voru í Gyðinganna trú so að hann fékk nær sex þúsund manna. [ Og þeir báðu til Guðs að hann vildi álíta það auma fólk sem plágað var af hverjum manni og miskunna sér yfir musterið hvert eð þeir óguðlegu menn höfðu saurgað og yfir þá fordjörfuðu borg sem með öllu var í eyði og að hann vildi þó heyra það saklausa blóð sem til hans hrópaði og minnast á þau saklausu smábörn sem í mót öllum rétti voru myrt og hefna háðungar síns nafns.
Og Macchabeus og hans flokkur urðu þungir þeim heiðnu því að Drottinn lét af sinni reiði og varð þeim líknsamur að nýju. Hann yfirféll óvarlega staði og kauptún og setti eld þar í og gjörði stóran skaða óvinunum. En oftast gjörði hann þetta um nætur so að menn vissu alls staðar af hans manndómsverkum að segja.
En sem Philippus sá að hann varð sterkari og sterkari með því að honum lukkaðist þetta þá skrifaði hann til Ptolomeum höfuðsmanns í Neðra-Sýrlandi og Phenice og bað hann um liðsafla því að kónginum lægi þar magt á. [ Þá sendi Ptolomeus út sinn besta vin, sá hét Nicanor Patroclison, og með honum tuttugu þúsundir manna að afmá Gyðingalýð með öllu og fékk honum einn höfuðsmann til sín. [ Sá hét Gorgias, einn reyndur bardagamaður. [ En Nicanor hugsaði sér að útvega þá peninga af þeim herteknu Gyðingum sem kóngurinn var og þeim Rómverjum árlega skyldugur að gefa, sem var tvö þúsund centener. Þar fyrir lét hann jafnsnart útberast hingað og þangað um borgirnar við sjóinn að hann vildi selja níutígir Gyðinga fyrir eina centener því að hann hugsaði ekki að Guðs hefndarstraff væri honum so nálægt.
Þá Júdas spurði nú þessi hernaðartíðindi um Nicanor þá tjáði hann það fyrir sínum bræðrum sem hjá honum voru að þar kæmi einn her. Og þeir sem voru blauðhjartaðir og höfðu ekki traust á Guði að hann mundi straffa þeir hlupu og flýðu í burt. En hinir aðrir seldu allt það þeir áttu og báðu til Drottins að hann vildi frelsa þá hverja Nicanor hafði selt áður en það hann hafði þá hertekið. Og ef vildi hann ekki gjöra þetta þeirra vegna, þá vildi hann það gjöra vegna þess sáttmála sem hann gjört hafði við feður þeirra og fyrir sakir síns dýrðarsamlega mikla nafns eftir hverju þeir eru nefndir.
Þá Macchabeus hafði nú samansafnað sínum mönnum sem voru nær sex þúsundir þá áminnti hann þá í fyrstu að þeir skyldu ei vera hræddir fyrir óvinunum og óttast ei þann mikla fjölda heiðingjanna sem þá pláguðu óréttilega heldur verji sig drengilega og hugsi um þá smán sem þeir hefðu gjört þeim heilaga stað og hversu þeir hefðu hætt og plágað staðinn og aftekið lögmálið. [ „Þeir treysta“ sagði hann „á sínar brynjur og eru fullir ofstopa en vér treystum upp á þann almáttuga Guð hver eð á einu augabragði kann niður að slá, ekki aðeins þá sem nú ráðast í móti oss heldur jafnvel allan heiminn.“
Hann framtaldi og fyrir þeim allar historiur, hversu Guð oftlega miskunnsamlega hjálpað hafði þeirra feðrum. Hversu að Sennakeríb með hundrað fimm og áttatígir þúsundir manns var á einni nótt sleginn. [ Hversu það gekk til í Babýlon í orrostunni móti þeim Galatis, í hvílíka neyð þeir komu allir, átta þúsund af Gyðingum og fjögur þúsund af þeim Macedoniis. Hversu að þeir Macedonii stóðu kyrrir af hræðslu en átta þúsund Gyðinga, alleina með hjálp Guðs, felldu hundrað og tuttugu þúsundir manna og fengu offjár þar með.
Þá hann hafði nú með svoddan orðum upphert þeirra hugi so að þeir voru reiðubúnir að deyja vegna lögmálsins og síns fósturlands þá gjörði hann fjórar fylkingar og skipaði sína bræður fremst í hverri fylkingu að þeir skyldu fylkja liðinu, sem voru þeir Símon, Jósef, Jonathas, og gaf hverjum þeirra fimmtán hundruð manns. Því næst lét hann Eleasarum lesa þá heilögu bók og gaf þeim eitt teikn að Guð mundi hjálpa þeim og fór so undan öðrum fremst í fylkingu og réðst til bardaga við Nicanor. En almáttugur Guð stóð hjá þeim so að þeir ráku á flótta allan þann her og særðu marga og felldu nær níu þúsundir manna og fóru eftir hinum öðrum sem komnir voru til að kaupa Gyðingana og tóku féð af þeim. [ Þó urðu þeir að snúa aftur samt það þetta var þvottdagsaftan. Það var sökin fyrir hvar fyrir þeir létu af að reka flóttann.
Því nærst ræntu þeir valinn og tóku vopn og brynjur og héldu þvottdaginn, lofandi og vegsamandi Guð sá sem þá hafði varðveitt á þeim degi og til var tekinn að sýna þeim sína náð. Að umliðnum þvottdeginum skiptu þeir herfanginu út á meðal fátækra, ekkna og föðurlausra en það auk var það höfðu þeir fyrir sig og sín börn. Og þeir héldu eina almennilega bæn að sá miskunnsami Guð vildi burt snúa sinni reiði frá þeim.
Eftir þetta áttu þeir margar orrostur við Timotheum og Bacchidem og í hel slógu meir en tuttugu þúsundir manna og unnu kastalana og fluttu mikið herfang til Jerúsalem og drápu einn höfuðsmann af Timotheo, einn óguðlegan mann sá eð harðlega plágað hafði Gyðingana. [