1Þá varð eg angurvær og grét og bað sáran og mælti:2réttlátur ertu, Drottinn! og öll þín verk og allir þínir vegir eru miskunn og sannleiki, og sannan og réttan dóm dæmir þú eilíflega!3Minnstu mín og lít til mín! refsa mér ekki sakir minna synda og minna misgjörða, og sakir minna feðra (synda) sem þeir drýgðu móti þér!4Því óhlýðnir voru þeir þínum boðorðum, og svo ofurseldir þú oss til ráns og fangelsis og til dauða, og til háðungarinnar orðtaks öllum heiðingjum, meðal hvörra vér erum tvístraðir.5Og nú eru þínir refsidómar margir og sannir, til þess af mér að krefja (sektar) vegna minna eigin og minna feðra synda, því vér höfum ekki haldið þín boðorð, og ekki gengið í sannleika fyrir þér.6Og gjör nú við mig eftir þinni velþóknan! bjóð þú að upptaka minn anda, svo eg leysist héðan, og verði að jörðu, því það er betra fyrir mig að deyja en lifa; því ómakleg brígslyrði hefi eg heyrt og eg er í miklum raunum; bjóð að eg leysist úr neyðinni (og komist) til þess eilífa staðar! Snú ekki þínu augliti frá mér.
7Á sama degi varð Sara, dóttir Ragúels í Ekbatana í Medíen, fyrir því, að hún var sömuleiðis svívirt af þernum föður síns,8af því hún hafði verið gefin 7 mönnum og Asmodens, sá vondi andi, hafði deytt þá, áður en þeir höfðu við hana fengist sem við konur. Og þær sögðu við hana: þú ert ekki með vitinu að kyrkja menn þína! Sjö hefir þú þegar fengið og ert eftir engum þeirra nefnd!9Því slær þú oss? séu þeir dauðir, þá far þú með þeim! betur vér sæjum aldrei son né dóttur af þér (fædda)!
10Þegar hún heyrði þetta varð hún mjög hrygg, svo að hún ætlaði að hengja sig. En hún hugsaði: eg er einasta dóttir föður míns; ef eg gjörði slíkt, mundi það vera honum skömm, og eg mundi leiða hans gráu hár með kvöl niður til helju.11Og hún bað við gluggann og mælti: lofaður sért þú Drottinn minn Guð, og vegsamað þitt heilaga og dýrðlega nafn, að eilífu! öll þín verk vegsami þig eilíflega!12og nú hefi eg, Drottinn! snúið mínum augum og andliti til þín.13Bjóð þú, að leysa mig frá jörðinni, svo eg heyri ei framar brígslyrði!14Þú veist, Drottinn! að eg em hrein af hvörri sem helst synd með manni,15og hefi ekki flekkað mitt nafn og ekki nafn föður míns í minni útlegð (í mínu fangelsislandi). Eg er einasta dóttir föður míns, og hann á ekkert annað barn, sem erfi hann og ekkert nákomið skyldmenni; ekki er heldur til nokkur þeirra sonur, hvörjum eg gæti geymt mig fyrir konu. Sjö hefi eg þegar misst; til hvörs er mér lífið? En ef þér þóknast ekki að deyða mig, þá bjóð, að mér sé liðsinnt og mér sé miskunnað, að eg þurfi ekki framar að heyra brígslyrði.
16Og beggja bænir heyrðust frammi fyrir dýrð þess mikla (Guðs).17Og Rafael var sendur að lækna bæði tvö; að taka burt þá hvítu flekki af Tobías, og að gefa Söru, dóttur Ragúels, fyrir konu, Tobías Tobíasyni, og að fjötra Asmodeus, þann vonda anda, þar eð Tobías átti að erfa hana. Um sama tíma gekk Tobías aftur í sitt hús, og Sara dóttir Ragúels gekk niður úr sínum loftsal.
Tóbítsbók 3. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:18+00:00
Tóbítsbók 3. kafli
Sama efni. Og um Söru.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.