1Því lögmálið, sem einungis hefir skugga tilkomandi gæða, en ekki þeirra skíra mynd, megnar enganveginn með þeim sömu fórnum, er árlega verða frambornar án afláts, fullkomlega að hreinsa fórnfærendurnar.2Því hefði ekki annars verið hætt við að frambera þær, þar fórnfærendurnir hefðu ekki framar haft nokkra samviskustingi, eftir það þeir eitt sinn voru orðnir hreinsaðir.3Slíkar fórnfæringar þéna miklu framar til þess að endurnýja árlega syndanna endurminningu.4Því það er ómögulegt að uxa- og hafrablóð geti afmáð syndir.5Þar fyrir, þá Messías er afmálaður, svo sem komandi í heiminn, er hann látinn kveða svo að orði: offur og fórnir geðjast þér ekki, en a) líkama tilbjóstú mér.6Á brennifórnum og syndaoffri hefir þú enga velþóknun.7Þá sagði eg, eins og um mig stendur skrifað í bókinni: sjá! eg kem, Guð! þinn vilja að gjöra.8Þá hann fyrst hefir sagt, að þú hvörki viljir, né hefir þóknun á offrum, fórnfæringum, brennifórnum né syndaoffrum, sem þó eiga að framberast eftir Mósis lögum.9Þá segir hann: sjá! eg kem að gjöra þinn vilja; hann burttekur það fyrra til að staðfesta það síðara.10Fyrir þennan Guðs vilja erum vér helgaðir með fórnfæringu líkama Jesú Krists, sem einu sinni er sken.11Sérhvör prestur kemur fram til þess daglega að fremja guðsþjónustu og frambera oftlega hinar sömu fórnir, er þó enganveginn geta afrekað synda kvittun.12En þá hann hafði fært eina einustu synda fórn, situr hann að eilífu til Guðs hægri handar13og bíður framvegis þangað til óvinir hans verða gjörðir að hans fótaskör.14Því með einni fórn, hefir hann að eilífu fullkomna gjört þá, er helgaðir verða.15Um þetta fullvissar oss og svo heilagur Andi;16því eftir þessi orð: þetta er sáttmáli sá, er eg eftirleiðis vil semja við þá, segir Drottinn, mitt lögmál vil eg innræta í hjörtu þeirra og skrifa það í þeirra hugskot;17og eg vil ekki framar minnast synda þeirra, né misbrota.18Hvar þetta er fyrirgefið, þar er ekki framar þörf fórnfæringar vegna syndanna.
19Þar vér bræður! fyrir Jesú blóð höfum djörfung til að innganga í það allra helgasta,20hvört hann hefur opnað oss nýjan og sáluhjálplegan veg gegnum fortjaldið, það er: hans eigin líkama;21og þar vér höfum einn mikinn prest yfir Drottins húsi;22þá látum oss það nálgast með einlægum hjörtum og öruggu trúar trausti, að hreinsuðum vorum hjörtum frá vondri samvisku.23Og látum oss, að lauguðum vorum líkama í hreinu vatni, halda fast við játningu vorrar vonar, því trúr er sá, sem fyrirheitið hefir gefið;24og gefum gætur hvörjir að öðrum, til þess að uppörva oss til kærleika og góðra verka;25og yfirgefum ekki vorn söfnuð, sem sumra er siður, heldur uppörvum hann og það því framar, sem þér sjáið að dagurinn nálgast meir.26Því ef vér syndgum af ásettu ráði eftir það vér höfum öðlast þekkingu sannleikans, þá gefst engin fórn framar fyrir syndirnar,27heldur óttaleg eftirbið dómsins og brennandi vandlæting, sem tortýna mun hinum þverbrotnu.28Hljóti sá, sem yfirtreður Mósis lög, án allrar vægðar að missa lífið, eftir tveggja eða þriggja votta vitnisburði:29hve miklu þyngra straffi haldið þér ekki sá sæta muni, er Son Guðs fótum treður og álítur sáttmálans blóð, með hvörju hann er helgaður, ekki heilagra en hvört annað og smánar anda náðarinnar.30Því vér vitum hvör sagt hefir: það er mitt að hefna, eg vil endurgjalda, segir Drottinn, og enn aftur: Drottinn mun dæma sitt fólk.31Skelfilegt er að falla í hendur lifanda Guðs.32Endurminnist hinna fyrri daganna, á hvörjum þér máttuð þola svo margar þrengingar, eftir það þér voruð orðnir upplýstir,33þá þér ýmist í allra augsýn máttuð sæta smán og pínslum, en annað veifið taka þátt í þeirra kjörum, er þannig voru meðhöndlaðir.34Því þér höfðuð sampíningu með þeim föngnu og tókuð með gleði móti missir fjármuna yðvarra, af því þér vissuð, að þér áttuð betri og varanlegri fjársjóð á himnum.35Kastið því ekki burt yðar örugga móði, hvört mikil laun mun öðlast.36Því á þolgæði hafið þér þörf, svo að þér úr býtum berið þau fyrirheitnu gæði, fyrir það þér hafið gjört Guðs vilja.37Því innan harla skamms tíma mun sá koma, sem væntanlegur er og ekki tefja.
38En sá réttláti af trú sinni mun hólpinn verða, en dragi nokkur sig í hlé, mun sála mín enga geðþekkni á þeim hafa,39en vér erum ekki af þeim, er sig í hlé draga sjálfum þeim til fortöpunar, heldur af þeim, sem trúa sér til sáluhjálpar.
Hebreabréfið 10. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:07+00:00
Hebreabréfið 10. kafli
Sama efni. Uppörvan til stöðuglyndis í trúnni.
V. 1. Þ. e. sú mósaíska guðsþjónusta. Kól. 2,16.17. Hebr. 7,19. V. 4. 3 Mós. b. 16,14.18. 4 Mós. b. 19,4. V. 5. Sálm. 40,7. 50,9. Esa. 1,11. Amos. 5,21. a. Þ. e. þann líkama, sem eg gæti þér fórnfært. V. 9. Sálm. 40,8.9. V. 10. v. 14. V. 11. v. 1. V. 12. Kap. 1,3.13. 8,1. V. 13. Kap. 2,8. Efes. 1,20. V. 14. Kap. 9,12.25. V. 16. Jer. 31,33. fl. Róm. 11,27. Jóh. 6,45. V. 19. Jóh. 10,9. Efes. 2,13.18. V. 20. Jóh. 14,6. Hebr. 9,8. V. 21. Efes. 3,12. Hebr. 4,16. Kap. 13,18. V. 23. Kap. 4,14. 1 Kor. 1,9. 1 Tess. 5,24. V. 25. Kól. 3.16. 1 Kor. 10,11. Þ. e. Messíasar koma. V. 26. 1 Mós. b. 15,30. Matt. 12,31. fl. V. 27. Esekk. 36,5. Seff. 1,18. 3,8. V. 28. 4 Mós. 35,30. 5 Mós. b. 11,6. fl. V. 29. Kap. 2,3. 12,25. 1 Kor. 11,25. V. 30. 5 Mós. b. 32,35. v. 36. Sálm. 50,4. V. 32. Gal. 3,4. Fil. 1,29.30. V. 34. Post. g. b. 5,41. Jak. 1,2. Matt. 5,12. Kap. 6,20. fl. V. 35. Matt. 10,32. V. 36. Lúk. 21,19. Hebr. 6,12. V. 38. Róm. 1,17.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.