1Er eg ekki frjáls maður? er eg ekki postuli? hefi eg ekki séð Jesúm Krist Drottin vorn? eruð þér ekki ávöxtur míns erfiðis í Drottins þjónustu?2þó eg sé ekki annarra, þá er eg samt vissulega yðar postuli; því að þér eruð innsigli míns postulaembættis í Drottins þjónustu;3þetta er mitt forsvar gegn þeim, sem hniðra mér.4Höfum vér ekki rétt til að eta og drekka?5er oss ekki leyfilegt að hafa með oss kristna konu, eins og hinum postulunum, bræðrum Drottins og Kefasi?6Skyldum við Barnabas einir ekki hafa leyfi til að vera fríir frá vinnu?7Hvör fer nokkru sinni í stríð upp á eigin kostnað? hvör plantar víngarð og neytir ekki af hans ávexti? eður hvör vaktar hjörð og neytir ekki af mjólk hjarðarinnar?8Tek eg hér dæmi af háttum manna? segir ekki lögmálið hið sama?9því í Mósis lögmáli stendur skrifað: mýldu ekki nautið, sem þreskir. Mun Guð bera umhyggju fyrir nautunum?10vissulega segir hann það vor vegna. Því vor vegna er það ritað, að sá sem plægir, á að plægja í voninni, og sá sem þreskir, verða hluttakandi þess sem hann vonar.11Ef vér höfum sáð niður hjá yður því andlega, er það þá of mikið þó vér uppskerum hjá yður það líkamlega?12Ef aðrir hafa þetta vald yfir yður, hvörsu framar þá ekki vér? en vér höfum ekki hagnýtt oss það, heldur umberum vér allt, svo að vér gjörum lærdómi Krists enga hindrun.13Vitið þér ekki að þeir, sem að fórnfæringunum þjóna, eta af fórninni, og þeir, sem altarinu þjóna, taka hlut með því?14Eins hefir og Drottinn tilskipað, að þeir sem náðarlærdóminn boða, skuli lifa af því.15En eg hefi ekki nýtt mér neitt af þessu. Eg skrifa þetta ekki heldur til þess, að svo skuli vera gjört við mig; því mér er betra að deyja en að nokkur ónýti þetta hrós.16Þó að eg boði náðarlærdóminn, er það ekkert hrós fyrir mig, því eg á að gjöra það. Vei mér! ef eg ekki gjöri það.17Ef eg gjöri það fúslega, fæ eg laun; en gjöri eg það með nauðung er mér þó þetta embætti á hendur falið.18Hvör eru þá mín laun? að eg skuli flytja það leyfi, sem boðan náðarlærdómsins gefur mér.19Því þó að eg sé engum manni undirgefinn, hefi eg samt gjört mig sjálfan að hvörs manns þjóni svo eg ávinni þess fleiri.20Á meðal Gyðinga hefi eg verið Gyðingur, svo eg ávinni Gyðinga, hjá þeim, sem undir lögmálinu eru, hefi eg verið eins og undir lögmálinu, þó eg sé ekki undir því, til þess eg ávinni þá, sem undir lögmálinu eru.21Hjá þeim lögmálslausu a), sem lögmálslaus, (ekki samt lögmálslaus fyrir Guði, heldur lögbundinn Kristi b), svo eg ávinni þá lögmálslausu.22Meðal hinna óstyrku hegðaði eg mér sem óstyrkur, svo eg ávinni þá. Eg hefi verið öllum allt, að eg með öllu móti gæti frelsað nokkra.23Þetta gjöri eg vegna náðarboðskapsins, svo hluttakandi verði í hans gjörðum.
24Þér vitið að þeir, sem á skeiðvellinum hlaupa, hlaupa að sönnu allir, en ekki fær samt nema einn hnossið. Hlaupið þannig að þér öðlist það.25En hvör, sem fer í kappleik, leggur hart á sig; þeir til að vinna forgengilega kórónu, en vér óforgengilega.26Þess vegna hleyp eg ekki svo sem upp á óvissu, berst ekki sem sá, er í vindinn slær;27heldur tem eg minn líkama og þjái hann, svo að eg, sem kenni öðrum, ekki verður sjálfur rækur.
Fyrra Korintubréf 9. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:46+00:00
Fyrra Korintubréf 9. kafli
Postulinn sýnir, að hann hafi rétt til að lifa upp á kostnað safnaðanna, en eins í þessu, sem fleiru, takmarki hann frelsi sitt, til þess að geta áunnið sem flesta. Hvetur til að menn, að hans dæmi, skuli með stríði og bindindi gjöra sig verðuga þeirra launa, er sannkristnum þar fyrir eru heitin.
V. 1. Post. g. b. 9,3–5.17. 22,6. ff. 26,14. V. 2. 2 Kor. 3,2.3. V. 4. lifa í nægtum v. 6 og 7 samanb. við Matt. 11,19. 1 Kor. 15,32. V. 5. Matt. 12,46. 13,55. Jóh. 1,43. Matt. 8,14. V. 6. Post. g. b. 20,34. 1 Tess. 2,9. 2 Tess. 3,8. sbr. Post. g. b. 18,3. V. 9. 5 Mós. b. 25,4. V. 10. 2 Tím. 2,6. V. 11. Gal. 6,6. V. 12. Post. g. b. 20,33.34. 2 Kor. 11,11.12. V. 13. 4 Mós. b. 18,8. ff. 5 Mós. b. 18,1–5.8. V. 14. Lúk. 10,7. Matt. 10,10. V. 15. Sjá v. 6. V. 16. Post. g. b. 9,5.6.15.16. V. 20. Post. g. b. 16,3. Post. g. b. 21,23–26. V. 21. a. nl. heiðnu er eigi stóðu undir Mósis lögum, b. Kap. 7,22. V. 22. Kap. 8,7.10.11. Róm. 14,2. Post. V. 23. sjá. 25. V. 25. 1 Pét. 5,4. Jak. 1,12. 2 Tím. 4,7.8. V. 26. 2 Tím. 2,5. V. 27. Róm. 8,13. sbr. við Matt. 5,29.30.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.