1Alræmt er að lauslæti sé hjá yður drottnandi og þvílíkt lauslæti, að ekki eru dæmi til slíks meðal heiðinna, að nokkur skal halda við föður síns eiginkonu.2Og þó eruð þér upphrokaðir og látið yður ekki miklu heldur vera annt um það, að sá, sem þetta verk hefir drýgt, rekist burt frá yður.3Eg fyrir mitt leyti, þótt eg sé fráverandi að líkamanum til, samt nálægur í huga,4hefi í nafni Drottins vors Jesú Krists og eftir þeim myndugleika, sem hann hefir mér gefið, svo sem nálægur úrskurðað (að ykkur samankölluðum ásamt mínum anda)5að gefa þann, er þvílíkt hefir drýgt, í Satans vald til deyðingar holdinu, svo sálin mætti hólpin verða á degi Drottins vors Jesú Krists.6Ekki er yðar stærilæti fallegt! vitið þér ekki að lítið súrdeig getur sýrt allt deigið?7takið burt hið gamla súrdeigið, eins og þér nú eruð ósýrðir; því vort páskalamb er og vor vegna slátrað, nefnilega: Kristur.8Höldum því hátíð, ekki með hinu gamla súrdeiginu, eður með súrdeigi vonskunnar og prettvísinnar, heldur með ósýrðu brauði hreinskilninnar og sannleikans.9Eg skrifa yður í bréfi mínu að þér skylduð ekki hafa afskipti af frillulífismönnum;10en eg meinti öldungis ekki til frillulífismanna út um heiminn, eður til ásælinna, ránsmanna, eður skurðgoðadýrkara þar, því þá yrðuð þér að fara út úr heiminum.11En nú skrifa eg yður, að þér skulið ekki samlaga yður þeim bróður, sem er frillulífismaður, eður ásælinn, eður skurðgoðadýrkari, eður orðhákur, eður drykkjumaður eður ránsmaður; með þvílíkum skuluð þér ekki hafa mötuneyti.12Því hvað kemur það mér við að dæma um þá, sem fyrir utan söfnuðinn eru? því dæmið þér ekki þá, sem í söfnuðinum eru? En hina, sem fyrir utan hann eru, mun Guð dæma. Rekið þann vonda burt frá yður.
Fyrra Korintubréf 5. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:46+00:00
Fyrra Korintubréf 5. kafli
Postulinn varar við lauslæti og frillulifnaði.
V. 1. Kap. 5,5.9. V. 5. Þ. e. útiloka úr söfnuðinum, 1 Tím. 1,20. Róm. 6,6. V. 7. 2 Mós. b. 12,15–20.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.