V.
Almennilegt rykti er það þar sé hóranir yðar á milli og þó slík hóran sem ei er getið á meðal heiðinna þjóða það að nokkur skal hafa síns föðurs eiginkonu. Og þó eru þér upphrokaðir og hafið ekki miklu framar önn um alið so að sá sem það verk hefur drýgt yrði í miðið burt tekinn frá yður. Að sönnu eg fráverandi líkama, þó nálægur í anda, hefi so sem þar nærverandi dæmt yfir honum sem slíkt hefur gjört í nafni Drottins vors Jesú Christi að yður samankomnum meður mínum anda og með krafti vors Drottins Jesú Christi hann ofur að selja andskotanum til holdsins fordjörfunar so að andinn sé hjálplegur á degi Drottins vors Jesú. [
Yðvar hrósun er ekki góð. Viti þér ekki að lítið súrdeig sýrir allt brauðið? Fyrir því hreinsið burt hið gamla súrdeigið so að þér séuð nýtt deig so sem þér séuð ósýrðir. Því að vort páskalamb er Kristur fyrir oss offraður. Fyrir því höldum vora páska, eigi í gömlu súrdeigi og eigi í súrdeigi illskunnar og prettvísinnar heldur í sætu deigi skírleiksins og sannleikans.
Eg skrifaði yður í bréfinu að þér skylduð ekki samblandast hóranarmönnum. Öngvanegin meina eg þessa heims hórunarmenn eða ágirndarmenn, ræningja né blótmenn skúrgoða, annars hlyti þér veröldina að rýma. En nú skrifa eg yður það þér skuluð eigi samblandast einkum ef sá er nokkur sem sig lætur bróður kalla og er frillulífismaður eða ágirndarmaður, blótmaður skúrgoða eða brígslunarmaður, ofdrykkjumaður eður ræningi. Með þess konar mönnum skulu þér ekki matar neyta. Því hvað koma þeir við mig sem þar fyrir utan eru það eg skyldi þá dæma? Er eigi so að þér dæmið þá sem hér fyrir innan eru? En Guð mun dæma þá sem fyrir utan eru. Látið þann burt frá yður sem vondur er.