1En vér, sem styrkvir erum, eigum að umbera breyskleika þeirra óstyrku og ekki að þóknast sjálfum oss;2fyrir því þóknist sérhvör af oss náunganum í því, sem gott er til uppbyggingar;3því að einnin Kristur þóknaðist ekki sjálfum sér, heldur svo sem skrifað er: lastyrði þeirra, sem lastmæla þér, koma niður á mér.4Því að, hvað helst, sem áður er skrifað, það er áður skrifað oss til lærdóms, svo að vér fyrir þolinmæðina og huggun Ritninganna hefðum vonina.5En Guð þolinmæðinnar og huggunarinnar gefi yður samlyndum að vera innbyrðis eftir Kristó Jesú,6svo að þér samhuga með einum munni dýrkið Guð og Föður Drottins vors Jesú Krists.7Þar fyrir takið hvör annan að sér, svo sem Kristur hefir tekið oss að sér til dýrðar Guði.8En eg segi Jesúm Krist hafa verið þjónustumann umskurnarinnar, fyrir Guðs sannleika sakir, til að staðfesta fyrirheitin til feðranna;9en að heiðingjar skyldu dýrka Guð fyrir miskunnina, svo sem skrifað er: fyrir það skal eg vegsama þig meðal heiðingjanna og þínu nafni lofsyngja.10Og aftur segir Ritningin: fagnið þér heiðingjar með hans fólki! og aftur:11lofið Drottin allir heiðingjar og prísið hann allir lýðir!12og enn aftur segir Esajas: vera mun rótarkvistur Jessaí, sá sem upprís til að stjórna heiðingjunum, á hann munu heiðingjar vona.
13En Guð vonarinnar fylli yður öllum fagnaði og friði í því að trúa, að þér hafið gnóglega von fyrir kraft heilags Anda.
14En a) fullviss er eg, bræður mínir! og svo sjálfur um yður, að þér eruð sjálfir fullir góðgirni, uppfylltir af allri þekkingu og megnugir b) að áminna hvör annan.15En samt hefi eg djarflega skrifað yður, bræður mínir! sums staðar svo sem þar að auki minnandi yður á eftir þeirri náð, sem mér er af Guði gefin,16að eg væri þjón Jesú Krists til heiðingjanna, c) svo sem handtérandi Guðs náðarboðskap, til þess að offur d) heiðingjanna yrði þóknanlegt og helgað af heilögum anda;17þar fyrir hefi eg hrósun í Kristó Jesú í því, sem Guðs er;18því að ekki mundi eg dirfast að tala um nokkuð það, er e) Kristur hafi ei verkað fyrir mig, f) að koma heiðingjum til hlýðni g)19með orði og verki fyrir kraft tákna og stórmerkja, fyrir kraft Guðs Anda, svo að eg frá Jerúsalem og allt um kring inn til Illyrikum hefi kunngjört Krists náðarboðskap,20en svoleiðis að eg matti það minn heiður, að boða náðarboðskapinn þar, hvar Kristur ekki var (áður) nefndur, svo að ekki byggði eg ofan á annarlegum grundvöll;21heldur svo sem skrifað er: þeir, hvörjum ekkert var um hann sagt, skulu sjá, og þeir, eð ekki hafa heyrt, skulu skilja.
22Þar fyrir hefi eg og oftlega hindrast frá, að koma til yðar;23en nú, af því eg hefi eigi lengur rúm í þessum löndum, en hefi haft löngun að koma til yðar í mörg ár,24þá, þegar eg ferðast til Spánar, vona eg, á ferð minni að sjá yður og verða af yður á veg leiddur þangað eftir það, eg fyrst að nokkru leyti hefi fullsvalað mér hjá yður;25en nú fer eg til Jerúsalem þeim heilögu til þénustu;26því að Masedoníu og Akkaju hefir þóknast að leggja saman nokkra gjöf til handa fátækum af þeim heilögu í Jerúsalem.27Þeim hefir það þóknast, líka voru þeir hinna skuldunautar, því fyrst heiðingjarnir eru orðnir hluttakandi andlegra (gæða) frá þeim, þá eru þeir og skyldugir að þjóna þeim í líkamlegum (efnum).28En þegar eg hefi það fullgjört og innsiglað þeim þenna ávöxt, mun eg fara um hjá yður til Spánar.29En eg veit að þegar eg kem til yðar, mun eg koma með fullri blessun Krists náðarboðskapar.
30En eg h) beiði yður, bræður! fyrir Drottin vorn Jesúm Krist og i) fyrir kærleika andans, að þér viljið k) með mér stríða í bænum til Guðs fyrir mér,31að eg frelsaður verði frá þeim vantrúuðu í Júdeu og mitt erindi til Jerúsalem verði af þeim heilögu vel upptekið,32svo að eg l) með fögnuði mætti, m) að vilja Guðs, til yðar koma og endurnæra mig ásamt með yður.33En Guð friðarins verið með öllum yður. Amen!
Rómverjabréfið 15. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:46+00:00
Rómverjabréfið 15. kafli
Sérhvör á að lifa sínum náunga til þóknunar að Krists dæmi; Páll, sem heiðinna postuli, leyfir sér að áminna Rómverja; segist vilja heimsækja þá þeim til uppbyggingar; á meðan skuli þeir biðja fyrir honum.
V. 1. Kap. 14,1. 1. Tes. 5,14. V. 2. 1 Kor. 9,19. 10,24.33. 13,5. Kap. 14,19. V. 3. Sálm. 69,10. V. 4. Kap. 4,23.24. 2 Tím. 3,16. V. 5. Kap. 12,16. V. 6. Post. g. b. 1,14. 4,24. Ef. 1,3. V. 8. Matt. 15,24. umskurnarinnar þ. e. umskorinna nl. Gyðinga. V. 9. Kap. 11,30. 2 Sam. 22,50. V. 10. 5 Mós. 32,43. Sálm. 67,5. V. 11. Sálm. 117,1. V. 12. Esa. 11,10. V. 13. Kap. 14,17. V. 14. a. 2 Pét. 1,12. 1 Jóh. 2,21. b. 1 Tess. 4,9. 5,11. V. 15. Kap. 1,5. 12,3. V. 16. c. Kap. 11,13. 2 Tím. 1,11. d. Kap. 12,1. V. 17. 1 Kor. 1,31. V. 18. e. Matt. 10,19.20. f. Kap. 16,26. g. þ. e. til að taka trú. V. 19. Mark. 16,17. V. 20. 2 Kor. 10,15.16. V. 21. Es. 52,15. V. 22. Kap. 1,13. V. 23. 1 Tess. 3,10. V. 24. 1 Kor. 16,6. V. 25. Post. g. b. 19,21. V. 26. 1 Kor. 16,1. 2 Kor. 8,1. Gal. 2,10. V. 27. Kap. 11,17. 1 Kor. 9,11. Gal. 6,6. V. 28. þ. e. er trúlega búinn að afhenda þeim gjöfina. V. 29. Kap. 1,11. V. 30. h. 2 Tess. 3,1.2. i. Fil. 2,1. k. Fil. 1,27. Kól. 4,12. Ef. 6,18.19. V. 31. 2 Tess. 3,2. V. 32. Kap. 1,10. 1 Kor. 4,19. m. Jak. 4,15. V. 33. Kap. 16,20. 1 Kor. 14,33. 2 Kor. 13,1.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.