XV.

En vér sem styrkvir erum skulum umlíða vanmátt þeirra sem [ breysklegir eru og hafa eigi geðþekkni á sjálfum oss. Og hver sem einn vorra hegði sér so það hann þóknist sínum náunga í góðu til betrunar. Því að Kristur hafði ekki geðþekkni á sjálfum sér heldur eftir því sem skrifað er: „Þeirra smánir sem þig lýttu féllu yfir mig.“

En hvað sem skrifað er þá er það skrifað oss til lærdóms so að vér fyrir þolinmæði og huggun Ritninganna hefðum vonina. En Guð þolinmæðinnar og hugganarainnar gefi yður það að þér séuð samlyndir yðar á milli eftir Jesú Christo svo að þér mættuð með einu samheldi og einum munni dýrka Guð og föður vors Drottins Jesú Christi. Þar fyrir annist hver annan innbyrðis líka sem Kristur annaðist yður Guði til heiðurs.

En eg segi Christum verið hafa þjónustumann umskurnarinnar fyrir Guðs sannleika sakir til staðfestu fyrirheitanna sem til feðranna eru skeð. [ En það að heiðinn lýður heiðrar Guð er fyrir miskunnsemdina orðið eftir því sem skrifað er: [ „Fyrir það vil eg, Drottinn, vegsama þig meðal heiðinna þjóða og þínu nafni syngja lof.“ Og í annað sinn segir hann: [ „Fagni þér heiðingjar meður hans fólki.“ Og enn aftur: [ „Lofi þér Drottin, allar þjóðir, og mikli hann allur lýður.“ Og enn aftur segir Esaias: [ „Það mun ske að rót Jesse og hann sem upp rís til að stjórna heiðnum þjóðum það á hann munu heiðnir menn vona.“ En Guð vonarinnar fylli yður með öllum fagnaði og friði í trúnni so að þér hafið gnægð í voninni fyrir kraft heilags anda.

En eg em fullvís í því, bræður mínir, það þér sjálfir eruð fullir góðgirni, uppfylldir allrar visku so að þér getið leiðrétt hver fyrir öðrum. Og fyrir þá sök skrifaði eg, bræður mínir, þess djarlegar til yðar so sem yður áminnandi af álfu þeirrar náðar sem mér er af Guði gefin það eg skuli vera Krists þénari meðal heiðinna þjóða fórnfærandi Guðs evangelium so að heiðinn lýður yrði Guði þægilegt offur helgað fyrir hans heilagan anda.

Þaðan hefi eg það hvar af eg má hrósa mér í Christo Jesú að eg er Guðs þénari. Því að eg dirfðist eigi nokkuð að tala af þessu ef Kristur efldi ekki það sama fyrir mig að koma heiðinni þjóð til hlýðninnar fyrir orð og gjörðir, fyrir kraft táknanna og stórmerkjanna og fyrir mátt Guðs anda, so að eg hefi í frá Jerúsalem og þar um kring liggjandi lönd allt til Illiricum uppfyllt með Krists guðsspjalli og sérdeilis lagt kapp á að prédika Guðs evangelium þar hvar nafn Krists var eigi kunnigt, so að eg byggði eigi upp á annarlegan grundvöll, heldur eftir því sem skrifað er: [ „Þeim sem ekkert var af honum boðað þeir skulu það sjá og hinir er það hafa ekki heyrt þeir skulu það skilja.“

Þar er tilefnið hvert mér hefur oftsinnis talsmát til yðar að koma. Og fyrst eg hefi nú eigi rúm meir í þessum löndum en eg hefi þó haft lysting á um mörg ár að koma til yðar en þá eg reisi í Spaniam mun eg koma til yðar. Því að eg vænti að eg muni þar hjá yður um fara og sjá yður og af yður út þaðan á veg leiddur verða þó so að eg taki áður hvíld hjá yður um stundarsakir.

En nú reisi eg til Jerúsalem þeim heilögu til þjónustu er þar eru. Því þeir af Macedonia og Achaia hafa viljanlega samanlagt nokkurn almennilegan peningastyrk þeim voluðum heilögum til bjargar sem eru í Jerúsalem. Það hafa þeir viljanlega gjört. Þeir eru og þeirra skuldamenn. Því fyrst hinir heiðnu eru hluttakarar vornir þeirra andlegra auðæfa þá er skaffilegt að þeir sýndi þeim björg í líkamlegum auðæfum. En nær eg hefi þetta fullkomnað og innsiglað þeim þann ávöxt mun eg ferðast fyrir yður í Spaniam. En eg veit nær eg kem til yðar það eg mun koma með fullri blessan Krists evangelii.

En eg beiði yður, bræður mínir, fyrir vorn Drottin Jesúm Krist og fyrir andarins kærleika að þér hjálpið til í yðrum bænum fyrir mér til Guðs svo að eg frelsist frá þeim vantrúuðum sem á Gyðingalandi eru og það mín þjónusta sem eg gjöri til Jerúsalem verði þeim heilögum þakknæm svo að eg mætti fyrir Guðs vilja til yðar koma í fagnaði að eg endurnærða mig með yður. En Guð friðarins sé með öllum yður. Amen.