1Hvað skulum vér þá segja, að vor faðir Abraham hafi fundið eftir holdinu?2Því að ef Abraham er réttlættur vegna verka, þá hefir hann lofstír, en ekki hjá Guði;3því að hvað segir Ritningin? En Abraham trúði Guði, og það varð honum reiknað til réttlætis.4En þeim sem verk vinnur, verða launin ekki af náð tilreiknuð, heldur eftir skyldu,5en þeim er ekki verk vinnur, en trúir á þann, sem réttlætir óguðrækinn, verður trú sín reiknuð til réttlætis;6svo sem og Davíð prísar sælu þess manns, hvörjum Guð tilreiknar réttlætið án verka.7Sælir eru þeir, hvörra afbrot eru fyrirgefin, og hvörra syndir eru huldar.8Sæll er sá maður, hvörjum Drottinn tilreiknar ekki synd!9Er nú sæla þessi yfir umskurnina eður og yfir yfirhúðina komin? Því að vér segjum, að Abraham hafi trúin til réttlætis reiknuð verið,10hvörnin er hún þá honum tilreiknuð? þegar hann var í umskurn eða með yfirhúð? ekki í umskurn, heldur með yfirhúð;11og hann meðtók teikn umskurnar, sem innsigli réttlætisins af trú þeirri, er hann hafði, í yfirhúðinni, svo að hann væri faðir þeirra sem trúa, og eru með yfirhúðinni, að einninn þessum yrði réttlætið tilreiknað,12og undir eins faðir umskurnar a) þeim, sem ekki alleina eru með umskurn, heldur og þeim, sem ganga í fótsporin trúar þeirrar, er faðir vor Abraham hafði með yfirhúðinni b);13því að ekki fyrir lögmálið var Abraham og hans sæði gefið það fyrirheit, að hann skyldi veraldarinnar erfingi verða, heldur fyrir réttlæti trúarinnar;14því að ef lögmálsmenn eru erfingjar, þá er trúin kraftlaus og fyrirheitið ónýtt;15því að lögmálið verkar reiði, og þar sem ekki er lögmál, þar er ekki heldur yfirtroðsla.16Þar fyrir vegna trúarinnar, svo það sé af náð, til að láta staðfast vera fyrirheitið handa öllu sæðinu, ekki einasta því, sem hefir lögmálið, heldur og svo því, er hefir trú Abrahams, hvör eð er faðir vor allra,17(svo sem skrifað er: þig hefi eg settan föður margra þjóða) fyrir það hann trúði Guði, hvör eð lifandi gjörir hina dauðu og kallar það, sem ekki er, að það skuli vera.18Hann trúði framar von með von, að hann mundi verða faðir margra þjóða eftir því sem sagt var: svo skal þitt sæði vera!19og án þess að veiklast í trúnni, virti hann ekki fyrir sér sinn eigin líkama, þá þegar úrdáinn, er hann var hartnær hundrað ára gamall, eða að S a r a var úr barneign,20hann efaðist ekki með vantrú um fyrirheitið Guðs, heldur styrktist hann í trúnni, gefandi Guði dýrðina,21fulltrúa um að hvað hann hafði lofað, það er hann máttugur að gjöra;22þar fyrir var honum það og til réttlætis reiknað.23En það er ekki skrifað hans vegna alleina, að það var honum tilreiknað,24heldur og vor vegna, hvörjum það mun tilreiknast, þegar vér trúum á þann, sem uppvakti Jesúm Drottin vorn frá dauðum,25hvör eð framseldur er fyrir vorar misgjörðir, og uppvakinn til vorrar réttlætingar.
Rómverjabréfið 4. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:40+00:00
Rómverjabréfið 4. kafli
Abrahams dæmi upplýsir réttlætingu af trúnni.
V. 1. 1 Mós. b. 17,5. Es. 51,2. umskurninni, aðrir: Mósis lögmáli. V. 2. Kap. 3,27. Ef. 2,9. V. 3. 1 Mós. b. 15,16. Gal. 3,6. V. 4. Kap. 11,6. V. 5. Kap. 3,28. 2 Kor. 5,19.21. Fil. 3,3. V. 7. Sálm. 32,1.2. V. 10. 1 Mós. b. 15,6. 17,9.10. V. 11. 1 Mós. b. 17,11. Gal. 3,6.7. V. 12. a. umskorinna, b. óumskorinn. V. 13. 1 Mós. b. 15,16. f. 17,2.8. V. 14. Gal. 3,18. V. 15. Reiði þ. e. straff. Kap. 3,20. 5,13. 7,8.10. 1 Kor. 15,56. Gal. 3,19. V. 16. vegna trúarinnar, undirskilst: fékk Abraham loforðið um arfleifðina. Gal. 3,18. V. 17. 1 Mós. 17,4.5. Hebr. 11,3. V. 18. 1 Mós. b. 15,5.6. V. 19. 1 Mós. b. 18,11. V. 20. Hebr. 11,8. f. V. 21. Sálm. 115,3. Lúk. 1,37. V. 22. 1 Mós. b. 15,6. V. 23. Kap. 15,4. 1 Kor. 10,6.11. V. 24. Post. g. b. 2,24. V. 25. Kap. 8,32. 1. Jóh. 2,2.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.