IIII.

Hvað segum vér þá af föður vorum Abraham það hann hafi fundið eftir holdinu? [ Það segum vér: Ef að Abraham er af verkunum réttlátur þá hefur hann lofstír en ei fyrir Guði. En hvað segir Ritningin? „Abraham trúði Guði og það er honum reiknað til réttlætis.“ [ En þeim sem með verkin fæst verða launin ekki út af náðinni tilreiknuð heldur eftir skyldu. En honum að sönnu sem eigi umgengur verkin en trúir á þann sem réttlætir rangláta þeim verður sín trúa reiknuð til réttlætis. Eftir því móti sem [ Davíð segir það sáluhjálpin sé alleina þess manns hverjum Guð tilreiknar réttlætið án tillögu verkanna, svo sem hann segir: „Að þeir sé sælir hverjum sínar ranglætingar eru fyrirgefnar og hverjum sínar syndir eru huldar. Sæll er sá maður hverjum Guð tilreiknar ekki syndina.“

Nú þessi farsæld, snertur hún einasta umskurnina eða einnin líka yfirhúðina? Því vér hljótum að segja það Abraham sé sín trúa til réttlætis reiknuð. En hvort er hún honum þá tilreiknuð í umskurninni eða í yfirhúðinni? Án [ efa eigi í umskurninni heldur í yfirhúðinni. En það teikn umskurnarinnar meðtók hann til merkis þess réttlætis sem kemur fyrir trúna hverja hann hafði í yfirhúðinni. So að hann yrði og faðir allra trúaðra í yfirhúðinni so að þeim yrði og slíkt reiknað til réttlætis og það að hann yrði faðir umskurnarinnar, eigi einasta þeirra sem af umskurðarkyni eru heldur jafnvel og þeirra sem ganga í fótsporum þeirrar trúar sem var í yfirhúð föður vors Abrahams.

Því fyrirheitið það hann skyldi veraldarinnar erfingi verða skeður ei til Abrahams eður hans sæðis fyrir lögmálið heldur fyrir trúarinnar réttlæti. Því ef þeir af lögmálinu eru erfingjar þá er trúan einskis verð og fyrirheitið ónýtt gjört. Af því að lögmálið afrekar ei annað en reiði. Því hvar lögmálið er ekki þar er og engin yfirtroðning. Fyrir þess sakir hlýtur réttlæti af trúnni að koma so að það sé út af náðinni og það fyrirheit blífi stöðugt öllu [ sæði, eigi einasta því sem undir lögmálinu er heldur því sem er Abrahams trúar, hver að er allra vor faðir, eftir því sem skrifað er: „Þig hefi eg settan til föður margra þjóða“ fyrir Guði hverjum þú trúðir, sá er dauða lífgar og kallar það sem ekki er líka sem það sé. [

Og hann trúði upp á von þar engin von var á so að hann yrði faðir margra heiðinna þjóða eftir því sem til hans er sagt: „So skal þitt sæði vera“ (sem stjörnur himins og sjávarsandur“). En hann varð eigi veikur í trúnni, gaf og eigi vakt að sínum eigin líkama þeim dáinn var af því að hann var að mestu hundrað vetra og eigi dáins kviðar Saaru. Því hann efaði ekki Guðs fyrirheit vegna vantrúar heldur varð hann styrkur í trúnni, gefandi Guði dýrðina, vitandi það fyrir fullan sann að hverju sem Guð lofaði það var hann máttugur að gjöra. Fyrir því var honum það reiknað til réttlætis.

En það er ei einasta skrifað fyrir hans sakir að það sé honum tilreiknað heldur fyrir vorar sakir, þeim það skal tilreiknað verða ef vér trúum á þann sem Drottin vorn Jesúm Krist uppvakti af dauða, sá er fyrir vorar syndir var ofurseldur og fyrir vors réttlætis sakir uppvaktur.