1Eitt sinn gengu þeir Pétur og Jóhannes ásamt upp í musterið á venjulegri bænatíð um níundu stund a);2þá var verið að bera þangað mann, er haltur var frá móðurlífi og daglega var settur við þær dyr musterisins, er nefndust Fögrudyr, svo hann bæði sér ölmusu af þeim, er inngengu í musterið.3Þegar hann nú sá Pétur og Jóhannes ætla að ganga þar inn, bað hann þá að gefa sér.4Pétur starði á hann ásamt Jóhannesi, og sagði: líttu upp á okkur.5Hann leit til þeirra í von um að hann mundi fá eitthvað hjá þeim;6en Pétur sagði: silfur og gull á eg ekki, en hvað eg hefi, það gef eg þér. Statt upp og gakk í nafni Jesú Krists frá Nasaret!7tók í hans hægri hönd og reisti hann á fætur.8En jafnskjótt urðu iljar hans og ökklar styrkvir, svo hann spratt upp og gekk um kring, fylgdist með þeim inn í musterið, gekk, stökk upp og lofaði Guð.9Og allt fólk sá hann ganga og lofa Guð,10líka þekktu þeir hann, og vissu að hann var sá sami, sem hafði beiðst ölmusu við Fögrudyr musterisins; fylltust því felmtri og undrun yfir þessum atburði.11Nú sem hinn halti hélt sér til Péturs og Jóhannesar, flykktist til þeirra allur lýðurinn í gangrúm það, sem kennt er við Salómon, og var felmtsfullur.12Þegar Pétur sá þetta, mælti hann til fólksins: þér, Ísraelsmenn! hví furðar yður á þessu, og hví starið þér á okkur, eins og við hefðum af sjálfs krafti eður fyrir eigin guðhræðslu áorkað að þessi gengur?13Guð Abrahams, Ísaks og Jakobs, Guð feðra vorra, hefir vegsamað sinn Son Jesúm, hvörn þér ofurselduð og afsögðuð fyrir Pílatusi, er ályktaði að láta hann lausan.14Hinn heilaga og réttláta afsögðuð þér, báðuð um morðingjann,15en létuð aflífa þann lífsins foringja, sem Guð uppvakti frá dauðum, hvar að vér erum vottar.16En hann er það, sem hefir heilan gjört þenna, er þér horfið á og þekkið, fyrir trúna á hans nafn; trúin á hann er það, sem gaf hinum halta slíkan albata fyrir allra yðar augum.17Nú veit eg, bræður! að þér, eins og yðrir höfðingjar, gjörðuð það af vanþekkingu;18en Guð lét þannig rætast það, sem hann hafði fyrirsagt fyrir munn allra sinna spámanna, að Kristur skyldi pínast.19Takið því sinnaskipti og bætið dagfar yðar, svo að yðar syndir verði fyrirgefnar,20upp á það að endurlífgunartíðirnar komi frá augliti Drottins, og hann sendi þann yður ætlaða Jesúm Krist,21hvör eð á himninum að halda allt til þess tíma, að allt endurskapast, hvar um Guð hefir talað fyrir munn allra sinna heilögu spámanna frá öndverðu.22Þannin hefir Móses sagt til feðranna: „Spámann mun Drottinn Guð yðar uppvekja yður af bræðrum yðar, eins og mig; gegnið honum í öllu, er hann segir yður;23því það skal ske, að hvör sú sál, sem ekki gegnir þeim spámanni, skal afmást úr tölu þjóðarinnar.“24Eins hafa allir spámennirnir, frá Samúel, hvör eftir annan, svo margir, sem talað hafa, einnig kunngjört þessa daga.25Þér eruð börn spámannanna og sáttmálans, hvörn Guð gjörði við feður vora, þá hann sagði til Abrahams: „af afkvæmi þínu skulu allar jarðarinnar ættkvíslir blessun hljóta.“26Yður sendi Guð fyrstum Son sinn, þá hann uppvakti hann, til þess hann skyldi yður blessa með því að snúa sérhvörjum yðar frá sinni illsku.
Postulasagan 3. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:04:35+00:00
Postulasagan 3. kafli
Pétur læknar haltan mann; fólkið undrast ræðu Péturs um dauða og upprisu Jesú; hann ræður til afturhvarfs.
V. 1. a. Menn báðust fyrir þrisvar á dag, að dæmi Davíðs, morgun, um miðjan dag og kvöld, Mark. 15,33. Post. 10,3. V. 21. Matt. 19,28. Hebr. 1,6. V. 22. 5 Mós. 18,15–18. V. 25. 1 Mós. 12,3. 18,18. 22,18. Gal. 3,16. V. 26. Fyrstum, sjá 13,46.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.