III.

En þeir Pétur og Jóhannes gengu til samans upp til musterisins um níundu stund sem vanalegt var að biðjast fyrir. [ Og þar var þess konar maður sem haltur hafði verið frá sinnar móður kviði. Sá lét bera sig og þeir settu hann daglega fyrir musterisins dyr, þær eð kölluðust Inar fögru, so að hann bæði ölmusu af þeim er inn í musterið gengu. Þá hann sá það Pétur og Jóhannes vildu inn ganga í musterið bað hann að honum gæfist ölmusa. En Pétur horfði á hann með Johanne og sagði: „Horf þú á okkur.“ En hann horfði á þá, vonandi að hann mundi fá nokkuð af þeim. En Pétur sagði: „Silfur og gull hefi eg eigi en það eg hefi það gef eg þér: Í nafni Jesú Christi af Naðsaret statt upp og gakk!“ og tók í hans hægri hönd og reisti hann upp. Og jafnsnart styrktust hans leggir og iljar, spratt upp, gat gengið og staðið og gekk inn með þeim í musterið, stökk upp og gekk, lofandi Guð.

Og allt fólk sá hann ganga og lofa Guð. Þeir þekktu hann og það hann væri sá sem fyrir ölmusu hafði setið fyrir Fögrudyrum musterisins. Og þeir fylltust af undran og hræðslu yfir því er honum hafði gjörst. En sem þessi hinn halti heilbrigður var orðinn hélt sig að Pétri og Johanne hljóp allt fólkið til þeirra í það forbyrgi sem heitir Salomonis, undrandi þetta.

En er Pétur sá það andsvaraði hann fólkinu: „Þér Ísraelsmenn, hvað undrar yður þetta eða hvar fyrir sproksetji þér okkur so sem hefðu við gjört þennan ganganda fyrir vorn eigin kraft og verðskuldan? Guð Abrahams, Guð Ísaaks, Guð Jakobs, Guð feðra vorra hefur vegsamað sinn son Jesúm hvern þér að sönnu ofurselduð og neituðuð fyrir augliti Pilati þá hann dæmdi þó að hann skyldi laus látast en þér afneituðuð Hinum heilaga og réttláta og beiddust að sá manndrápamaður skyldi yður gefast. Að vísu lífsins gjafara aflífuðu þér hverfn eð Guð uppvakti af dauða hvers vottar að vér erum. Og fyrir þá trú sem á hans nafn er hefur hann þennan sem þér sjáið og þekkið styrkt í sínu nafni og sú trúa sem er fyrir hann hefur þessum gefið heilbrigði í allra yðar augsýn.

Nú veit eg, góðir bræður, að þér hafið gjört það af óvisku so sem að yðrir höfðingjar. [ En sá Guð sem fyrir munn allra sinna spámanna hefur áður kunngjöra látið hvernin Kristur átti að líða, hann fullkomnaði það so. Fyrir því gjörið yfirbót og snúist so að afmáist syndir yðrar so an endurlífgunartími komi af herrans augsýn nær hann sendir þann sem yður verður nú fyrirfram boðaður, Jesúm Christum, hverjum að sönnu byrjar himinninn til sín að taka allt til þeirra stunda þá allir hlutir skulu endurskikkaðir verða, hverja hluti Guð hefur áður talað fyrir munn sinna heilagra spámanna í frá veraldar upphafi.

Því að Moyses hefir sagt til feðranna: Spámann mun Guð Drottinn yðar uppvekja yður út af bræðrum yðar mér líkan. [ Hann skulu þér heyra og öllu því er hann mun segja til yðar. Og það mun ske að hver sú önd sem eigi heyrir þeim sama spámanni skal útskúfuð verða frá fólkinu. Og allir spámenn í frá Samúel og þar eftir sem talað hafa þeir hafa af þessum dögum kunngjört.

Þér eruð spámannanna og sáttmálans börn hvern eð Guð gjörði við feður yðra þá er hann sagði so til Abrahams: [ Í þínu sæði skulu blessast allar þjóðir jarðar. Yður þá hefur Guð uppvaktan sinn son Jesúm og hefir hann til yðar sent yður að blessa svo að hver yðar einn snerist í frá sinni illsku.“