1Eitt sinn komu nokkurir til mín af forstjórum Ísraelsmanna, og settu sig niður frammi fyrir mér.2Þá talaði Drottinn til mín þessum orðum:3þú mannsins son, þessir menn haf allan hugann á sínum skurðgoðum, og alltaf augun á því fótakeflinu, sem verður þeim til hrösunar; skyldi eg þá láta þá aðspyrja mig?4Þar fyrir tala þú til þeirra, og seg þeim: Svo segir Drottinn alvaldur: hvör sá af Ísraelsmönnum, sem hefir allan hugann á sínum skurðgoðum, og augun allt af á því fótakeflinu, sem verður honum til hrösunar, og gengur ei að síður til fréttar við einhvörn spámannanna, honum skal eg Drottinn eftir því svör gefa, sem hans margfalda afguðadýrkun vinnur til,5til þess að færa Ísraelsmönnum heim sanninn um það, að þeir hafa gjörst mér fráhverfir sökum sinnar margföldu skurðgoðadýrkunar.6Þú skalt því segja Ísraelsmönnum: Svo segir Drottinn alvaldur: umvendið yður, snúið yður frá yðar skurðgoðum, snúið augum yðar frá yðar margvíslegu svívirðingum!7því að hvör sá af Ísraelsmönnum, eða þeim útlendingum, er búa í Ísrael, sem gjörist mér fráhverfur, snýr huga sínum til skurðgoða, og hefir augun á því fótakeflinu sem verður honum til hrösunar, en gengur þó til spámannsins, til að aðspyrja mig fyrir hans meðalgöngu—honum skal eg Drottinn gefa maklegt svar:8Eg skal líta til þess manns með reiðisvip, eg skal eyðileggja hann, svo hann verði öðrum til viðvörunar og spotts; eg skal afmá hann af mínu fólki, svo að þér skuluð viðurkenna, að eg em Drottinn.9Og láti nokkur spámaður hafa sig fyrir dára, og segi þesskonar manni nokkurn spádóm, þá skal eg Drottinn gjöra slíkan spámann að dára, eg skal útrétta mína hönd móti honum, og afmá hann af mínu fólki Ísrael;10þeir skulu vera jafnsekir hvör um sig, hinn sem til fréttar gengur, og spámaðurinn:11til þess að Ísraelsmenn ekki framar villist frá mér, og flekki sig ekki framar með alls kyns yfirtroðslum, heldur séu mitt fólk, og eg þeirra Guð, segir Drottinn alvaldur.
12Drottinn talaði til mín þessum orðum:13þú mannsins son, ef eitt land syndgaði móti mér með stórkostlegum misgjörðum, og eg útrétti mína hönd móti því, léti þar verða matarskort, sendi því hungur, og eyddi þar mönnum og fénaði,14og væri þar þeir þrír menn, Nói, Daníel og Job, þá skyldu þeir sökum ráðvendni sinnar frelsa líf sjálfra þeirra, segir Drottinn alvaldur.15Ef eg lét skæð dýr fara yfir landið, sem eyddi það af mönnum, svo það yrði að auðn, sem enginn þyrði um að fara fyrir dýrunum,16þá skyldu þó þessir þrír menn, sem þar væru—svo sannarlega sem eg lifi, segir Drottinn alvaldur—hvörki fá bjargað sonum né dætrum, heldur skyldu þeir aðeins sjálfir af komast, en þess landið skyldi verða að auðn.17Eða ef eg léti sverð geysa yfir það sama land, og segði: far þú, sverð, yfir landið, eg vil eyða það að mönnum og fénaði;18og væri þar hinir sömu þrír menn—svo sannarlega sem eg lifi, segir Drottinn alvaldur—þá skyldu þeir hvörki fá frelsað syni né dætur, heldur aðeins sjálfa sig.19Eða ef eg léti drepsótt ganga yfir þetta land, og útjysi yfir það minni reiði með faraldri, svo að það eyddist að mönnum og fénaði,20og væru þeir Nói, Daníel og Job þar innan lands, þá skyldu þeir þó—svo sannarlega sem eg lifi, segir Drottinn alvaldur—hvörki fá frelsað syni né dætur, heldur skyldu þeir aðeins fá sjálfum sér bjargað fyrir sakir ráðvendni sinnar.21Nú þar á móti—svo segir Drottinn alvaldur—jafnvel þó eg sendi mína fjóra refsidóma, sverð, hungur, skæð dýr og drepsótt, yfir Jerúsalem, til að eyða þar mönnum og fénaði:22þá skulu þó nokkurir verða í borginni, sem af skulu komast og þaðan útleiddir verða, bæði synir og dætur; þessir skulu hingað til yðar a) koma, svo að þér skuluð sjá þeirra afdrif og breytni, og huggast við þá ógæfu, sem eg lét koma yfir Jerúsalem, og við allt það, sem eg lét við hana framkoma;23já, þeir skulu hugga yður, þegar þér sjáið þeirra afdrif og breytni, og hljótið að viðurkenna, að eg ekkert hefi gjört án orsaka af því, sem eg lét fram við borgina koma, segir Drottinn alvaldur.
Esekíel 14. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:03:15+00:00
Esekíel 14. kafli
Esekíel kennir, að Guð vilji þunglega refsa þeim hræsnurum, sem blótuðu á laun, en komu þó fram fyrir Drottinn til að aðspyrja hann 1–11; að Guð vilji vægja nokkurum af Ísraelsmönnum, til þess að opinbert verði, að hans dómur hafi verið réttvís, 12–23.
V. 22. a. Til útlaganna í Kaldealandi.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.