1Og það skeði, þá Jeremías hafði úttalað við allt fólkið, öll orð Drottins, þeirra Guðs, sem Drottinn þeirra Guð hafði boðið, þeim viðvíkjandi, öll þessi orð:2þá mælti Asaría sonur Hóasaja, og Jóhanan sonur Kareas, og allir frekjufullir menn, þeir sögðu við Jeremía: þú talar lygi; Drottinn, vor Guð, hefir ei boðið þér og sagt: farið ekki til Egyptalands til að staðnæmast þar;3heldur æsir Barúk, Nerejason, þig móti oss, til þess að gefa oss í hönd Kaldeumanna, svo þeir deyði oss, og flyti oss til Babel.4Og ekki hlýddi Jóhanan, Kareasson, og allir herforingjarnir, og allt fólkið, Drottins raust, að vera í Júdalandi.5Og Jóhanan, sonur Kareas, og allir herforingjarnir tóku allar Júdaleifar, sem aftur voru komnar frá öllum þjóðum, hvört þeir höfðu hrakist, til að staðnæmast í Júdalandi:6menn og konur og börn, og kóngsdæturnar, og allar þær sálir, sem Nebúsaradan foringi hersins, hafði eftirskilið hjá Gedalía, syni Ahikams, sonar Safans, og líka Jeremía spámann, og Barúk, son Nería,7og komu í Egyptaland, því þeir hlýddu ekki raust Drottins, og komu til a) Takfanes.
8Og orð Drottins kom til Jeremía í Takfanes, og sagði:9tak þér í hönd stóra steina, og fel þá í leirnum í tígulofninum, sem er við dyr faraós húss í Takfanes, fyrir Júðanna augum,10og seg til þeirra: svo segir Drottinn herskaranna, Ísraels Guð: sjá! eg sendi og sæki Nebúkadnesar, kónginn af Babel, minn þjón, og set hans hásæti yfir þessa steina, sem eg hefi falið, og yfir þá mun hann útbreiða sinn (dýra) hásætisdúk:11og hann mun hingað koma og slá Egyptaland; deyða þá sem dauði er ætlaður; hertaka þá, sem hertakast eiga, fyrirfara með sverði, þeim sem það er ætlað.12Og eg mun kveikja eld í húsum Egyptalands guða, og hann mun brenna þá og burtflytja, og hann mun vefja um sig Egyptalandi, eins og hirðir vefur um sig sínum möttli, og fara þaðan með friði.13Og myndastólpana í Bet-Semes í Egyptalandi, mun hann sundurbrjóta, og brenna með eldi hús Egyptalands guða.
Jeremía 43. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:03:08+00:00
Jeremía 43. kafli
Júðar fara til Egyptalands. Spádómur um það, að Egyptaland muni verða unnið.
V. 7. a. Staður, annars nefndur Dafne, við Níl.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.