XLIII.
Þá eð Jeremias hafði út talað öll orð Drottins Guðs þeirra til alls fólksins sem Drottinn Guð þeirra hafði sent hann til að boða þeim öll þessi orð, sagði Asarja Hósajason og Jóhanan Kareason og allir illskusamlegir menn til Jeremia: [ „Þú lýgur! Drottinn Guð vor hefur ei sent þig til vor, eigi heldur það sagt: Þér skuluð ekki fara í Egyptaland til að búa þar, heldur hefur Barúk Nerajason eggjað þig á þetta í móti oss so að vér skyldum gefast í hendur þeirra Chaldeis að þeir fengi so líflátið oss og í burt flutt til Babýlon.“
Svo hlýddi nú Jóhanan Kareason og allir höfðingjar hersins ásamt með öllu fólkinu ei raustinni Drottins að þeir væri í landinu Júda heldur þá tóku þeir Jóhanan Kareason og allir höfðingjarnir hersins að sér alla þá sem eftir voru af Júda og allt það fólkið sem aftur var komið til að búa í landinu Júda í frá allsháttuðum þjóðum og þangað höfðu flúið, [ bæði menn og konur og börn og jafnvel einnin konungsins dætur og allar þær sálir sem Nabúsaradan höfuðsmaðurinn hafði eftir látið hjá Gedalja syni Ahíkam sonar Safan og einnin líka Jeremiam propheta og Barúk Nerajason og fóru so í Egyptaland það þeir vildu ekki hlýða raustinni Drottins og komu til Takpanhes. [
Og orð Drottins það skeði til Jeremia í Takpanhes og sagði: [ Tak stóra steina og byrg þá í tígulofninum sem er fyrir portdyrunum á húsi pharaonis í Takpanhes svo að þeir menn af Júda sjái það. Og segðu til þeirra: So segir Drottinn Sebaót, Guð Ísraels: Sjá þú, eg vil senda héðan og láta sækja minn þjón Nabúgodonosor konunginn af Babýlon og eg vil setja hans stól ofan á þessum steinum hverja eg byrgði hér og hann skal setja sitt landtjald þar upp yfir. Og hann skal koma og slá Egyptaland og drepa hvern sem so hittist upp á og í burt flytja þann hertekinn sem so kann á að hittast og þann með sverði drepa sem það vill til. Og eg vil setja eld í þau húsin skúrgoðanna í Egyptalandi svo að hann skal uppbrenna þau og í burt flytja. Og hann skal íklæða sig Egyptalandi líka sem einn hirðir íklæðir sig sínu fati og draga í burt þaðan í friði. Hann skal í sundurbrjóta þau stallagoðin til Bet Semes í Egyptalandi og uppbrenna með eldi skúrgoðahofin Egyptalands.