1Í upphafi ríkisstjórnar Sedekía, sonar Jósia, Júdakóngs, kom þetta orð frá Drottni til Jeremías og sagði:2Svo segir Drottinn til mín: gjör þér bönd og ok, og láttu um þinn háls,3og send þetta til kóngsins í Edoms(landi) og til Móabs kóngs, og til konungs Ammonssona, og til kóngsins í Týrus, og til kóngsins í Sídon, með sendimönnum sem komnir eru til Jerúsalem, til Sedekía Júdakóngs.4Og bjóð þeim viðvíkjandi þeirra herrum, og seg: svo segir Drottinn herskaranna, Ísraels Guð: (svo skuluð þér segja við yðar herra):5Eg hefi gjört jörðina, menn og skepnur, sem á henni (eru) með mínum mikla krafti og útrétta harmi, og eg gef þetta hvörjum sem eg vil.6Og nú gef eg öll þessi lönd Nebúkadnesar Babelskóngi í hönd, mínum þjón, og líka gef eg honum villudýr merkurinnar, að þau þjóni honum.7Og allar þjóðir skulu honum þjóna, og hans syni og hans sonarsyni, þangað til og svo kemur tími hans lands, og þá skulu voldugar þjóðir og miklir kóngar leggja það undir sig (25,12).8Og þá þjóð, og það land, sem ei vill honum þjóna, Nebúkadnesar, Babelskóngi, og sem ekki beygir sinn háls undir ok Babelskóngs: því fólki mun eg refsa með sverði og hungri og drepsótt, segir Drottinn, þangað til eg hefi afmáð það, með hans hendi.9Og gegnið ekki yðar spámönnum, og yðar spásagnarmönnum, og yðar draumum og yðar töframönnum og yðar særingarmönnum, sem við yður segja: þér munuð ei þjóna kónginum af Babel.10Því lygi prédika þeir yður, til að flæma yður úr yðar landi, og að eg reki yður burt, og að þér fyrirfarist.11En það fólk sem leggur sinn háls undir ok kóngsins af Babel og þjónar honum, það vil eg láta vera í sínu landi, segir Drottinn, að það yrki það, og búi þar.
12Og við Sedekías, Júdakóng, talaði eg einmitt þessi orð, og sagði: leggið yðar háls undir ok kóngsins af Babel, og þjónið honum og hans fólki: þá munuð þér lifa.13Hvar fyrir viljið þér deyja, þú og þitt fólk, sem ei vill þjóna kónginum af Babel?14Og gegnið ekki orðum spámannanna, sem til yðar segja: þér munuð ei þjóna kónginum af Babel, því lygi prédika þeir yður;15því ekki hefi eg sent þá, segir Drottinn, og þeir prédika lygi í mínu nafni, svo að eg hreki yður burt, og þér fyrirfarist, þér og yðar spámenn, sem yður spá.
16Og við prestana og allt þetta fólk talaði eg, og sagði: svo segir Drottinn: gefið engan gaum tali yðar spámanna, sem yður spá og segja: sjá! áhöld Drottins húss munu til baka flutt verða frá Babel nú skjótt; því lygi prédika þeir yður.17Gegnið þeim ekki, þjónið kónginum af Babel, þá munuð þér lifa. Hví skyldi staður þessi verða að rústum?18En ef þeir eru spámenn, og ef Drottins orð er hjá þeim, þá beri þeir fyrir Drottin herskaranna þá bæn, að þau áhöld sem eftir eru orðin í húsi Drottins, og í húsi Júdakóngs og í Jerúsalem, komi ekki líka til Babel.19Því svo segir Drottinn herskaranna um stólpana og um hafið, og um borðstólpana, og um hin önnur áhöld, sem eftir eru orðin í þessum stað,20sem Nebúkadnesar, Babelskóngur, ekki tók, þegar hann flutti burt Jekonía, Jójakimsson, frá Jerúsalem til Babel, með öllum þeim ættgöfugu af Júda og Jerúsalem.21Því svo segir Drottinn herskaranna, Ísraels Guð, um áhöldin sem eftir eru orðin í húsi Drottins, og í húsi Júdakóngs og í Jerúsalem:22til Babel skulu þau flutt verða, og þar skulu þau vera þangað til eg vitja þeirra, segir Drottinn, og sæki þau, og flyt þau aftur á þennan stað.
Jeremía 27. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:03:01+00:00
Jeremía 27. kafli
Umleitun að gefast upp við óvinina.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.