1Spádómur um Týrusborg. Kveinið, þér Tarsisborgar knerir! því allt er í eyði, og ekkert hús eftir, sem inn í verður farið. Þeir fá að frétta það frá Kittalandi.2Verið hljóðir, þér innbyggjendur þeirrar strandar, sem full var af sjófarandi kaupmönnum frá Sídonsborg,3sem flutti að sér Síkors sáð a) og Nílar korn yfir stór höf, og var kauptún þjóðanna!4Fyrirverð þig, Sídonsborg! því sjórinn segir, og sæborgin tekur til orða: eg skal aldrei verða þunguð framar, né börn ala, og ekki uppfóstra yngismenn eða uppala yngismeyjar.5Eins og menn skelfdust, þá þeir fréttu ófarir Egyptalands, eins munu þeir skelfast, þá þeir fá fregn af Týrusborg.6Farið yfir til Tarsisborgar! kveinið, þér strandbyggjar!7Er þetta sú hin glaðværðarfulla borg yðar, sem áður var hin elsta borg í fornöld, en sem nú verður að fara, sem fætur toga, langt burt til annarra landa?8Hvör hefir látið þetta koma fram við Týrusborg, hana, sem úthlutaði kórónum, og hafði landshöfðingjana fyrir kaupmenn, og hina álitlegustu menn á jörðunni fyrir sína verslunarmenn?9Drottinn allsherjar hefir þessu svo ráðstafað, til þess að steypa drambi allra oflætismanna, og til að gjöra hina tignustu menn jarðarinnar fyrirlitna.10Renn þú, Tarsisborg, eins og vatnsflaumur innan um land þitt! Þú ber nú ekki belti framar!11Drottinn, sem útréttir hönd sína yfir hafið, og skelfir konungaríkin, hann hefir boðið að brjóta niður varnarvirki Kanverjalands;12hann hefir sagt: þú skalt ekki lengur leika af kæti, þú spjallaða mey, Sídonsdóttir b)! Statt upp, og far yfir til Kittalands! Þú skalt ekki heldur finna þar hvíld (varanlegan samastað).13Líttu á Kaldealand! þessari þjóð mun ekki fara, sem Assýríumönnum; hún mun gjöra borgina að bústað villudýra, þeir (Kaldear) munu reisa vígturna á henni, herja á hallir hennar, og leggja hana við velli.14Kveinið, þér Tarsisborgar knerir, því yðar varnarvirki er lagt í eyði.15Þá mun það verða, að Týrusborgar skal ekki getið verða um sjötygi ár, ekki heldur en á dögum hins fyrsta konungs (hennar). En að liðnum sjötygi árum mun fara fyrir Týrusborg, eins og segir í skækjukvæði nokkuru:16„Tak hörpuna og gakk um kring í borginni, þú gleymda skækja! hreyf þú hörpustrengina fagurlega, og kveð mörg kvæði, svo þín verði minnst aftur“!17Að liðnum þeim sjötygi árum mun Drottinn vitja Týrusborgar; mun hún þá komast aftur að kaupgjaldi sínu, og hafa mök við öll konungaríki, þau sem á jörðunni eru.18En aflafé og kaupgjald hennar skal þá vera helgað Drottni; það skal ekki verða lagt í sjóð eða geymt, heldur skulu þeir, sem búa frammi fyrir augliti Drottins, hafa aflafé hennar sér til fæðslu og saðnings og sæmilegs klæðnaðar.
Jesaja 23. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:02:41+00:00
Jesaja 23. kafli
Spádómur um eyðileggingu Týrusborgar, og um viðreisn hennar aftur.
V. 3. a. Síkors sáð, sá jarðargróði, sem vex á Síkors (Egyptalækjar) bökkum. V. 12. b. Sídons dóttir, Týrusborg, sem var nýlenda frá Sídonsborg.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.