XXIII.
Þessi er sá þunginn yfir Tyro. [ Ýli, þér skipin sjávarins, því að hún er foreydd so að þar er ekkert hús uppi né sá nokkur sem þangað fari, út af landi [ Kitím munu þeir þess varir verða. Þeir innbyggjarar eyjanna eru nú spaklátir vorðnir, þeir kaupmenn í Sídon sem yfir hafið fóru þeir uppfylltu þig. Og hvað fyrir aldini eð við Síhor og það kornið sem við vatnið vóx það fluttist inn til hennar yfir um mikil vötn og þú vart vorðin kaupstaður heiðinna þjóða. Þú mátt vel skelfast, Sídon, það [ sjávarhafið, já, sú hin allrasterkasta við hafið hún segir: Eg em ei þunguð, eg fæði ekki, því el eg einnin engin ungmenni upp og fæði ei neinar meyjar upp. Líka sem menn hræddust þá þeir heyrðu um Egyptaland so munu þeir og hræðast þegar þeir heyra af Tyro. Farið út á hafið, ýli, þér innbyggjendur eyjanna.
Hvort er það yðvar fagnaðarborg sem sér hrósar síns aldurs vegna? Hennar fætur munu langt í burtu flytja hana til að ferðast. Hver hefði það þenkt að það skyldi Tyro hinni kórónuðu so ganga hverrar kaupmenn að þó voru höfðingjar og hennar varningsmenn hér tíguglegustu í landinu! Drottinn Sebaót hefir það so fyrirhugsað upp á það að hann minnkaði so allt dramb þeirrar veglegrar borgar og fyrirlítanlega gjöri alla tignarmenn í landinu. Renn þú í gegnum þitt land líka sem árstraumur, þú dóttir sjávarhafsins, þar er enginn [ beltislindi lengur. Hann útréttir sína hönd yfir sjávarhafið og skelfir kóngaríkin. Drottinn hann býður yfir Kanaan til að afmá þeirra hina voldugu og segir: Þú skalt ekki lengur glöð vera, þú hin skammaða jungfrú, þú dóttir Sídon.
Heyr, [ Kitím, vert til reiðu og far áleiðis því að þú mátt þar ei blífa heldur í Kaldealandi þar eð ekkert fólk var, heldur hefur Assúr þar skipaferðir byrjað og turn þar inni uppbyggt og hefur þar herbergi uppsmíðað en hún er sett til þess að hún að veldi niðurbrjótist. Ýli, þér skipin sjávarins, því að yðvar veldismagt er niðurbrotin.
Og á þeim tíma mun Tyrus forgleymd verða um sjötígi ár so lengi sem einn kóngur getur lifað. En eftir sjötígi ár liðin mun kveðið vera eitt hórukvæði um Tyro. Tak þú hörpuna og gakk í kring í borginni, þú hin forgleymda hóra, haf þú gott lag á hljóðstrengjunum og kveð vel hátt so að þín verði minnst aftur! Því að eftir sjötígi ár liðin mun Drottinn vitja Tyro so að hún komi aftur til sinna portlífis verðlauna og drýgi hóranir við öll kóngaríkin á jörðu. En hennar kaupskapur og portlífislaun mun Drottni helgað vera, það mun ei samandregið vera í fésjóðu og ekki niðurbyrgt heldur munu þeir sem fyrir Drottni byggja hennar kaupeyri hafa so að þeir neyti og verði saddir og sé vel klæddir.