1Því, sjá þú! hinn alvaldi, Drottinn allsherjar, mun kippa hvörri stoð og styttu undan Jerúsalemsborg og Júdaríki, og svipta þau öllum byrgðum brauðs og vatns,2hetjum og hermönnum, dómendum og spámönnum, forspáum og gömlum mönnum,3höfuðsmönnum, virðingamönnum, ráðgjöfum, hugvitsmönnum og kunnáttumönnum.4Eg vil fá þeim ungmenni fyrir höfðingja, og smásveinar skulu drottna yfir þeim.5Á meðal fólksins skal maður manni þrengja, og einn öðrum bægja, unglingurinn skal ofsast við hinn aldraða, og ótiginn maður við tignarmanninn.6Þá mun hvör taka sinn ættmann (og segja við hann): þú átt klæðnað, þú skalt vera vor yfirmaður, þú skalt ráða bót á þessum vandræðum.7Þá mun hinn kalla hástöfum, og segja: eg get ekki læknað, eg á hvörki til föt né fæði í húsi mínu; gjörið mig ekki að yfirmanni fólksins!8Þannig mun Jerúsalemsborg hrapa, og Júdaríki falla, af því þeir í orði og verki standa í móti Drottni, og jafnbjóða hans tignarveldi.9Ósvifni þeirra vitnar í gegn þeim; þeir gjöra syndir sínar heyrumkunnar, eins og þeir í Sódómsborg, og leyna þeim ekki. Vei þeim! því þeir baka sér sjálfum ógæfu.10Segið til hinna guðhræddu, að þeim muni vel vegna, því þeir munu njóta ávaxtar verka sinna.11Vei hinum óguðlega! honum mun illa vegna, því honum mun goldið verða eftir tilgjörðum hans.
12Æ, minn lýð! það eru börn, sem þjá hann, og konur, sem drottna yfir honum. Þú minn lýður! leiðtogar þínir leiða þig afleiðis, og skemma þá brautina, sem þú áttir að ganga.13Drottinn er framgenginn til að sækja sökina, hann stendur frammi til að dæma þjóðirnar.14Drottinn vill fram ganga til dóms í gegn forstjórum og yfirmönnum síns lýðs: „þér eruð það, sem lagt hafið víngarðinn í eyði; í yðar húsum er það fé, sem rænt hefir verið frá hinum fátæka.15Hvað ætlist þér fyrir? Viljið þér undirkúga minn lýð? viljið þér gjöra út af við hina fátæku? segir hinn alvaldi, Drottinn allsherjar.
16Ennfremur segir Drottinn: sökum þess að dætur Síonsborgar eru dramblátar, ganga með reigða hálsa, depla (tildra) augunum, tifa í göngunni og hafa látgæðisfullan fótaburð:17þá mun hinn alvaldi hárlausan gjöra hvirfil Síonsborgardætra, og Drottinn mun gjöra blygðun þeirra opinbera.18Á sama degi mun hinn alvaldi í burt taka þær hinar fögru ökklaspennur, húfurnar, hálstinglin,19eyrnaperlurnar, armfestarnar, andlitsskýlurnar,20motrana, ökklafestarnar, lindana, ilmbaukana, töfraþingin,21fingurgullin, nasanistin,22glitklæðin, kápurnar, skikkjurnar og pyngjurnar,23blæjurnar, línserkina, ennidúkana og yfirhafnirnar.24Þær skulu hafa illan daun fyrir sætan ilm, fetil fyrir beltislinda, sköllótt höfuð fyrir sveipað hár, hæruband fyrir brjóstgjörð, dapran yfirlit í staðinn fyrir fegurð.25Menn þínir munu fyrir sverði falla, og kappar þínir í orrustu.26Hlið Jerúsalemsborgar munu sýta og harma, og hún sjálf mun sitja einmana á jörðunni.
Jesaja 3. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:02:34+00:00
Jesaja 3. kafli
Siðaspilling Gyðinga; ofríki hinna voldugu; oflæti og sællífi kvenna.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.