1Gott mannorð er betra enn gott salve, og dauðadagurinn betri en fæðingardagurinn.2Það er betra að ganga í sorgarhúsið enn í veisluhúsið; því í hinu er allra manna endalykt; og sá sem lifir, leggur það upp á hjartað.3Hryggð er betri en hlátur, því dapurt andlit getur betrað hjartað.4Hugur hinna vísu er í sorgarhúsinu, en dáranna hjarta er í gleðihúsinu.5Það er betra að heyra átölur hinna hyggnu, heldur en lofsöng dáranna,6því hlátur hinna heimsku er eins og þá snarkar í þyrnum undir pottinum; þetta er líka hégómi.7Því undirþrykking getur sannarlega gjört hygginn mann galinn, og hjartað getur spillst af gáfum.
8Endir hvörs hlutar er betri en upphafið, og langlundargeð, er betra en metnaður.9Ver þú ekki fljótur í sinni til að reiðast, því reiðigirni hvílist í hjarta dáranna.10Seg þú ekki: hvar af kemur það, að þeir fyrri dagar voru betri en þessir? því þessháttar spurning er ekki skynsamleg.11Vitsmunirnir eru eins góðir og auður, ávinningur fyrir þá sem sjá sólina,12því eins og viskan er verja, svo eru og auðæfin, en þekkingin hefir þó yfirburði; og viskan gefur lífið þeim hana hefir.
13Skoða þú Guðs verk! hvör getur gjört það beint sem hann hefir gjört bogið.14Vertu glaður á þeim góðu dögum, og á þeim vonda degi, þá yfirvega þú þetta: Guð hefir gjört þennan sem hina, til þess maðurinn viti ekki hvað eftir á kemur.15Allt þetta hefi eg séð á mínum hégómadögum. Þar er einn réttlátur sem fyrirferst í sínu réttlæti, og þar er einn óguðlegur sem lifir lengi í sínu guðleysi.16Vertu ekki allt of réttlátur, og gjör þig ekki sjálfan ofvitran; hvarfyrir viltu eyðileggja sjálfan þig?17En vertu ekki heldur alltof óguðlegur og vertu enginn dári. Hvarfyrir viltu deyja áður en þinn tími er kominn?18Það er gott að þú sért fastheldinn á því eina; en þú skalt ei heldur sleppa hinu öðru þér úr hendi, því sá sem óttast Guð, hann kemst hjá því öllu.19Vísdómur styrkir þann vísa, meir en tíu voldugir í borginni.20Þó er ekki einn maður réttlátur á jörðunni, sem gjöri gott og syndgi ekki.21Legðu ekki upp á hjartað öll þau orð sem töluð eru, svo þú heyrir ekki þinn þénara formæla þér.22Því þitt hjarta man, að þú hefir og öðrum formælt.23Allt þetta hefi eg prófað með viskunni. Eg sagði: nú hefi eg vísdóminn, en hann vék langt frá mér.24Fjærlægt er það sem hefir verið og (það er) djúpt (falið), hvör getur fundið það?25Eg sneri mínu hjarta til að skilja, rannsaka, og grennslast eftir vísdómi og skynsemi, dáraskap, heimsku og vitleysu.26Þá fann eg einn hlut beiskari en dauðann, konu, hvörrar hjarta var sem veiðimannanet og snara, og hvörrar hendur voru sem fjötrar. Sá sem er góður fyrir Guðs augsýn, skal sleppa hjá henni, en syndarinn verður af henni hertekinn (fangaður).27Sjá! þetta hefi eg fundið, segir prédikarinn, eitt eftir annað, svo eg gæti fundið skynsemd.28Mín sál leitar enn, og eg hefi ekki fundið hana, einn mann hefi eg fundið meðal þúsund manna; en eina konu fann eg ekki meðal þeirra allra.29Sjá! einasta þetta, þetta hefi eg fundið, Guð gjörði manninn beinan, en þeir leita margra króka.
Prédikarinn 7. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:02:27+00:00
Prédikarinn 7. kafli
Ráð við hégóma þessum er gott mannorð. Sjálfsafneitun. Þolinmæði. Vísdómur, sem torvelt er að fá.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.