1Sálmur Asafs. Já góður er Guð við Ísrael, við þá hreinhjörtuðu.2En—það vantaði lítið á að mínir fætur beygðu af leið, lítið á, að mér skrikaði fótur.3Því eg öfundaði þá dramblátu þegar eg sá velgengni hinna óguðlegu.4Því allt til dauðans hittir þá ekkert mótlæti, og líkami þeirra er vel mettaður;5í mæðu rata þeir ekki eins og aðrir menn, og plágast ekki eins og aðrir dauðlegir.6Þeirra hálskeðja er því drambsemi, og ofbeldi bera þeir á sér eins og skart.7Þeirra andlit er uppbólgið af fitu, þeirra hjartans hugsanir komu djarflega fram.8Þeir hæða, og kunngjöra undirþrykking í sinni vonsku, frá hæðinni tala þeir niður fyrir sig.9Þeir hefja sinn munn mót himninum, og þeirra tunga fer yfir jörðina.10Því snýr fólk sér þar að, og bikarar fullir af vatni tæmast af þeim.11Og þeir segja: hvörninn skyldi Guð vita það? er þekking hjá þeim æðsta, ɔ: (um það sem skeður á jörðu).12Sjá þessa óguðlegu! þó auka þeir í eilífri ró sitt góss.
13Forgefins hreinsaði eg sannarlega mitt hjarta, og þvoði mínar hendur í sakleysinu,14þar eð eg plágast daglega, og mitt straff er til reiðu á hvörjum morgni.15Segði eg: eg skal tala sem hinir, sjá! þá steypta eg í ógæfu kyni þinna barna,16og eg ígrundaði til að skilja þetta, en það var mér erfitt,17þangað til eg gekk inn í Guðs helgidóm, og gaumgæfði þeirra afdrif.18Sannarlega setur þú þá á hálku, þú lætur þá falla niður í grunn.19Hvörsu sviplega eyðileggjast þeir! þeir fyrirfarast, þeir taka enda með skelfingu.20Eins og draumur þá maður er vaknaður, svoleiðis munt þú, Drottinn! þegar þú vaknar, fyrirlíta þeirra mynd.
21Þegar mitt hjarta angraðist, og eg fann sting í mínum nýrum,22þá var eg heimskingi og skynjaði ekkert, eg var sem skynlaus skepna fyrir þér.23Þó var eg þér sífellt trúr, þú hélst mér við þína hægri hönd.24Með þínu ráði muntu leiða mig, og þar eftir upptaka mig til dýrðar.25Hvörn hef eg í himninum? og jafnt við þig, gleðst eg við ekkert á jörðunni.26Þó að minn líkami og hjarta vanmegnist, ertu samt, Guð! alla tíma mitt hjartans traust og hlutskipti.27Því sjá þú! þeir sem víkja frá þér munu fyrirfarast. Þú afmáir alla þá sem þér eru ótrúir.28Mér er það fögnuður að vera nálægt Guði. Á Drottin set eg mitt traust, svo að eg segi frá öllum hans verkum.
Sálmarnir 73. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:01:48+00:00
Sálmarnir 73. kafli
- 1
- 2
- 3
- 4
- 5
- 6
- 7
- 8
- 9
- 10
- 11
- 12
- 13
- 14
- 15
- 16
- 17
- 18
- 19
- 20
- 21
- 22
- 23
- 24
- 25
- 26
- 27
- 28
- 29
- 30
- 31
- 32
- 33
- 34
- 35
- 36
- 37
- 38
- 39
- 40
- 41
- 42
- 43
- 44
- 45
- 46
- 47
- 48
- 49
- 50
- 51
- 52
- 53
- 54
- 55
- 56
- 57
- 58
- 59
- 60
- 61
- 62
- 63
- 64
- 65
- 66
- 67
- 68
- 69
- 70
- 71
- 72
- 73
- 74
- 75
- 76
- 77
- 78
- 79
- 80
- 81
- 82
- 83
- 84
- 85
- 86
- 87
- 88
- 89
- 90
- 91
- 92
- 93
- 94
- 95
- 96
- 97
- 98
- 99
- 100
- 101
- 102
- 103
- 104
- 105
- 106
- 107
- 108
- 109
- 110
- 111
- 112
- 113
- 114
- 115
- 116
- 117
- 118
- 119
- 120
- 121
- 122
- 123
- 124
- 125
- 126
- 127
- 128
- 129
- 130
- 131
- 132
- 133
- 134
- 135
- 136
- 137
- 138
- 139
- 140
- 141
- 142
- 143
- 144
- 145
- 146
- 147
- 148
- 149
- 150
Kjör guðhræddra og guðlausra.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.