1Og það skeði í mánuðinum nisan e) tuttugasta árs Artaxerxis kóngs—að vín stóð fyrir framan hann og eg tók vínið og rétti að kónginum, og ekki var eg hryggur ásýndum f);2en kóngurinn segir við mig: því er andlit þitt svo sorgbitið? þú ert þó ekki sjúkur? ekki er þetta annað en hugsýki—og eg varð mjög hræddur,3og sagði til kóngsins: kóngurinn lifi lengi, því skyldi ekki andlit mitt vera syrgjandi, þar eð borgin hvar forfeður mínir eru grafnir er eyðilögð og hennar hlið af eldi fortærð?4Og kóngurinn sagði við mig: hvörs æskirðu þá, og eg féll fram fyrir himnanna Guði.5Og eg sagði við kónginn: ef að það er kónginum geðfellt og þér geðjast að þjóni þínum, (þá er það ósk mín) að eg verði sendur til Júdeu, til borgar þeirrar, hvar forfeður mínir eru greftraðir, svo að eg fái byggt hana upp.6Og kóngurinn sagði við mig og drottningin, sem sat hjá honum: hvað löng ætli að ferð þín verði og hvönær ætli þú komir aftur? og kónginum þóknaðist að senda mig, og tiltók tímann, vissan tíma.7Síðan sagði eg við kónginn: ef það er kónginum þóknanlegt, þá mætti fá mér bréf til landshöfðingja skattlandanna fyrir handan Evfrat, að þeir beini mér, þangað til eg kemst til Júdeu.8Og bréf til Asafs umsjónarmanns ens kónglega lystiskógar, að hann láti mig fá við, til að byggja borgarhlið höfuðstaðarins í hvörjum að musterið liggur og til borgarmúrsins og til þess musteris, hvört ferðinni er heitið. Þetta veitti kóngurinn mér vegna Guðs góðu handar sem var yfir mér.9Og eg kom til landshöfðingjanna hinumegin fljótsins, og fékk þeim bréf kóngsins; kóngurinn hafði líka sent með mér herforingja og riddara.10En þá Sanballat sem var ættaður frá Horon a), og Tobía þjón hans frá Ammoníu heyrði þetta, mislíkaði þeim þetta mjög svo mikið, að sá maður skyldi koma sem leitaði hagsmuna Ísraelssonum.
11Þá eg kom til Jerúsalem hafði og verið þar þrjá daga,12stóð eg upp um nóttina, eg og fáeinir menn með mér, og ekki auglýsti eg það fyrir neinum sem Guð hafði skotið mér í brjóst að framkvæma í Jerúsalem, og ekki var nokkur skepna með mér, nema skepna sú sem eg reið,13og eg fór út af dalshliðinu um nóttina og til Höggormabrunnsins og til Mykjuhliðsins, og eg skoðaði Jerúsalemsmúra, sem voru niðurrifnir og hvörra hlið voru af eldi fortærð.14Síðan fór eg til brunnhliðsins og til fiskivatns konungsins, þá var ekki lengur vegur fyrir skepnuna sem eg reið.15Síðan gekk eg upp í dalinn um nóttina og skoðaði múrinn og sneri svo aftur og kom til dalhliðsins og sneri svo heim.16Ekki vissu yfirmennirnir hvört eg hafði farið né hvað aðhafst, því að þá hafði eg enn ekkert opinberað Gyðingunum né prestunum, né þeim heldri, né forstöðumönnunum, né öðrum sem að verkinu unnu.17En þá sagði eg við þá: þér sjáið nú þau bágindi í hvör vér erum komnir; að Jerúsalem er eyðilögð og hlið hennar í eldi brennd—komið! og skulum vér nú byggja upp Jerúsalems múra, að ekki verðum vér framar til minnkunar.18Og eg sagði þeim frá Guðs góðu hönd, sem yfir mér hafði verið og líka frá orðum kóngsins, er hann mælti við mig: og þeir sögðu: vér viljum taka oss upp og byggja; og þeir tóku hug í sig til þess góðverks.
19En er Sanballat frá Horon, og Tobía sá ammonitiski þjón, heyrðu þetta, og sá arabiski Gesem, þá höfðu þeir oss að spotti og fyrirlitu oss og sögðu: hvað er þetta, er þér hafið fyrir stafni? ætlið þér að gjöra uppreisn á móti kónginum?20En eg svaraði þeim og sagði við þá: Drottinn himnanna, hann mun láta oss þetta takast, því vér hans þjónar búumst nú til og ætlum að byggja, en þér eigið ekkert hlutskipti, eður rétt eða minnismerki í Jerúsalem.
Nehemíabók 2. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:01:05+00:00
Nehemíabók 2. kafli
Artaxerxes skipar Nehemías að fara til Jerúsalem og byggja upp staðinn og hlaða upp aftur múrana.
V. 1. e. Þ. e. aprilis. f. Þ. e. lét ekki bera á hryggð minni. V. 10. a. Lítill staður í landi Móabítanna.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.