1Eftir þessi verk og einlægni kom Senakerib, Assýríukóngur, og kom í Júdaland, og settist um þær víggirtu borgir, og ætlaði sér að vinna þær.2Og þá Esekías sá, að Senakerib kom og hafði þá ætlun að herja á Jerúsalem,3tók hann það til bragðs með sínum herforingjum og köppum, að stífla vatnsrennurnar, fyrir utan borgina, og þeir styrktu hann.4Og margt fólk samansafnaðist og stíflaði lindirnar og lækinn, sem rennur mitt um landið og sagði: hvar fyrir skal kóngurinn af Assýríu koma og finna mikið vatn?5Og hann hressti upp hugann, og byggði upp aftur alla niðurrifna borgaveggi og turna á þeim, og utan yfir (byggði hann) aðra veggi, og víggirti Millo í Davíðsborg, og gjörði mörg vopn og skildi.6Og hann setti herforingja yfir fólkið, og safnaði því að sér á það breiða stræti við borgarhliðið, talaði vinsamlega við það og mælti:7verið fastir fyrir og öflugir, óttist ekki og hræðist ekki Assýríukóng og allan þann liðsgrúa, sem með honum er; því fleiri eru með oss en honum.8Með honum er holdlegur armur, en með oss Drottinn vor Guð, til að hjálpa oss og stríða vort stríð. Og fólkið reiddi sig á orð Esekía, Júdakóngs.
9Eftir þetta sendi Senakerib, Assýríukóngur, sína þénara, til Jerúsalem, (en hann sat um Lakis, og allur hans her með honum) til Esekía Júdakóngs, og til alls Júda, sem var í Jerúsalem, þessa orðsending:10svo segir Senakerib Assýríukóngur: á hvað reiðið þér yður, að þér eruð (kyrrir) í Jerúsalemskastala?11Tælir yður ekki Esekías, og kemur því til leiðar að þér deyið af hungri og þorsta, þá hann segir: Drottinn vor Guð mun frelsa oss af hendi Assýríukóngs?12Er það ekki Esekías sem hefir aflagt hans hæðir og ölturu, og boðið Júda og Jerúsalem, og mælt: frammi fyrir einu altari skuluð þér tilbiðja og á því reyk gjöra?13Vitið þér ekki hvað eg og mínir feður hafa gjört öllum landanna þjóðum? Hafa guðir þjóðanna landa, megnað að frelsa þeirra land af minni hendi?14Hvör er sá meðal guða þessara þjóða er mínir feður hafa afmáð, sem megnað hafi að frelsa sitt land af minni hendi, að yðar Guð skyldi megna að frelsa yður af minni hendi?15Og látið nú ekki Esekías tæla yður, og látið yður ei afvegaleiða á þann hátt, og trúið honum ekki! því enginn guð allra þjóða og kóngsríkja orkaði því, að frelsa af minni hendi, og af hendi minna feðra, hvörsu miklu síður mun yðar Guð frelsa yður af minni hendi!
16Og enn framar töluðu hans þénarar móti Guði, Drottni, og móti Esekías, hans þjón.17Og bréf skrifaði hann til háðungar Drottni, Ísraels Guði, og honum til mótþróa og kvað svo að orði: eins og guðir landanna þjóða gátu ei frelsað sitt fólk af minni hendi, svo mun ei Guð Esekía frelsa sitt fólk af minni hendi.18Og þeir kölluðu með hárri rödd á gyðingamáli, Jerúsalems fólk, sem stóð á múrnum, til þess að hræða það og gjöra forviða, að þeir gætu náð borginni.19Og þeir töluðu um Jerúsalems Guð, eins og um guði jarðarinnar þjóða, sem eru (gjörðir) af manna höndum.20Og Esekías kóngur og Esaías spámaður Amosson, gjörðu bæn sína þessa vegna, og hrópuðu til himins.21Þá sendi Drottinn engil, sem tortíndi köppunum, furstunum og fyrirliðunum í her Assýríukóngs, og hann fór með sneypu til baka í sitt land. En sem hann gekk í hús síns Guðs, felldu hann með sverði, þeir sem af honum (hans lendum) voru komnir.22Og Drottinn hjálpaði Esekías og Jerúsalems innbúum af hendi Senakeribs Assýríukóngs og af hendi allra, og verndaði þá á alla vegu.23Og margir færðu Drottni gáfur til Jerúsalem, og Esekías kóngi í Júda dýrgripi, og eftir það fór mikið orð af honum meðal allra þjóða.
24Um sama leyti varð Esekías dauðsjúkur og hann bað til Drottins og hann (Drottinn) sagði til hans, og gaf honum teikn.25En Esekías endurgalt ekki velgjörðina við hann, heldur metnaðist hans hjarta, og yfir hann kom reiði og yfir Júda og Jerúsalem.26Þá auðmýkti Esekías sig fyrir það, að hans hjarta hafði metnast, hann og Jerúsalems innbúar, og reiði Drottins kom ekki yfir þá meðan Esekías lifði.27Og Esekías átti mikinn auð og nægtir, og hann gjörði sér féhirslur fyrir silfur og fyrir gull og fyrir dýra steina og fyrir ilmjurtir og fyrir skildi og fyrir allsháttar dýr áhöld,28og hlöður fyrir korn og vín og viðsmjör, og heyhlöður fyrir alls lags fénað og fjárhús fyrir hjarðirnar.29Staði útvegaði hann sér, og sauðfénað og nautfénað mikinn; því Guð gaf honum mikil auðæfi.30Og hann, Esekías, stíflaði þá efri rás vatnsins Gíhon, og leiddi hana undir (jörð) vestur á við að Davíðsborg. Og Esekías var lánsamur í öllum sínum verkum.31Og samt yfirgaf Guð hann, svo að hann freistaði hans, svo að hann fengi að vita allt sem bjó í hans hjarta, þegar sendiboðarnir frá Babelsfurstum komu, er sendu til hans, til að forvitnast um þau undur sem skeð voru í landinu.
32En hin önnur Esekías saga og um hans guðlegu verk, sjá, það er skrifað í sögu Esaia spámanns Amossonar, í bók Júda- og Ísraelskónga.33Og Esekías lagðist hjá sínum feðrum, og menn grófu hann á hæðinni fyrir ofan grafir Davíðssona, og allur Júdalýður og Jerúsalems innbúar gjörðu honum sæmd þá hann dó. Og Manasse hans son varð kóngur í hans stað.
Síðari kroníkubók 32. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:59+00:00
Síðari kroníkubók 32. kafli
Senakeribs herför. Esekía ríkisstjórn og andlát. (2 Kgb. 18,13–20.)
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.