XXXII.

Eftir þessa atburði og þvílíkan sannleika kom Sennakeríb kóngur af Assyria með her inn í land Júda og settist um þær sterku borgir og vildi vinna þær. [ Og sem Esekías kóngur sá það að Sennakeríb kom og að hann ætlaði að stríða á Jerúsalem þá kom honum það ásamt með sínum höfðingjum og magtarmönnum að þeir skyldu uppfylla alla vatsbrunna sem voru utan borgar. Og þeir styrktu hann til. Kom þá saman mikill mannfjöldi og byrgðu alla þá vatsbrunna og rennandi vötn sem í landinu voru og sögðu að kóngurinn af Assyria skyldi ekki finna mikið vatn nær hann kæmi. Og kóngurinn styrktist, lét bæta alla múrveggi allt um kring hvar þeir voru brotnir og reisti turna þar yfir og hann byggði enn einn annan steinvegg þar utan fyrir og styrkti Milló hjá borg Davíðs og tilbjó alls kyns vopn og verjur. Og han setti hershöfðingja yfir fólkið og kallaði þá til sín á það breiða stræti hjá staðarins porti og talaði hjartnæmilega við þá og sagði: „Hafið gott traust og verið óskelfdir. Óttist ekki né hræðist kónginn af Assyria, ei heldur þann mikla mannfjölda sem með þeim eru. Með honum er holdlegur armleggur en Drottinn vor Guð er með oss til að hjálpa oss og berjast fyrir oss.“ Og fólkið styrktist við þessi orð Esekie kóngs af Júda.

Þar eftir sendi Sennakeríb kóngur af Assyria sína þénara til Jerúsalem (en hann sjálfur lá fyrir Lakís með sinn her) til Esekiam kóngs og til alls fólksins sem var í Jerúsalem og lét svo segja þeim: „So segir Sennakeríb kóngur af Assyria: Á hverjum hafi þér traust, þér sem búið í þeim umkringda stað Jerúsalem? Esekías tælir yður með orðum að hann selji yður í dauðann, hungur og þosta þar hann segir: Drottinn vor Guð skal frelsa oss af hendi kóngsins af Assyria. Er ekki Esekías sá inn sami sem í burt hefur tekið hans hæðir og altari og sagt til Júda og Jerúsalem: Fyrir einu altari skulu þér tilbiðja og þar yfir reykelsi brenna?

Viti þér ekki hvað eg og mínir forfeður hafa gjört öllum þjóðum allra landa? Hafa nokkuð heiðingjanna guðir í nokkrum löndum getað frelsað þeirra lönd af minni hendi? Hver er sá á meðal allra heiðingjaguða sem að mínir feður hafa foreytt að þeir hafi frelsað sitt fólk frá minni hendi svo að yðar Guð skyldi geta frelsað yður undan mínu valdi? Látið ekki Esekiam svíkja yður né ráðleggja yður þetta og trúið honum ekki. Því ef að enginn af öllum heiðinna kónga guðum gat sitt fólk frelsað frá mér og minna feðra hendi, hvað miklu síður mun yðar Guð geta frelsað yður undan mínu valdi!“

Og margt annað meira töluðu hans sendiboðar í móti Drottni Guði og í móti hans þjón Esekia. Hann skrifaði og bréf til háðungar Drottni Israelis Guði og talaði um hann og sagði: „Svo sem heiðingjanna guðir í löndunum hafa ekki frelsað sitt fólk undan mínu valdi, svo skal eigi heldur sá Guð Esekie frelsa hans fólk undan minni hendi.“ Og þeir kölluðu með háreysti á Gyðingamál til fólksins í Jerúsalem sem var upp á múrnum að gjöra fólkið hrætt og skelft svo þeir gætu unnið borgina. Og þeir töluðu á móti Guði Jerúsalem líka sem á móti heiðingjanna skúrgoðum á jörðu sem að eru handaverk mannanna.

En Esekías kóngur og Esajas spámaður son Amos þeir báðu í mót þessari guðlastan og kölluðu upp í himininn. Og Drottinn sendi sinn engil hver eð sló alla magtarmenn hersins og höfðingjana og höfuðsmenn í Assyriakóngs herbúðum so hann fór heim aftur í sitt land með sneypu. En sem hann gekk inn í síns guðs hús slógu hann í hel þeir (hans synir) með sverði sem komnir voru af hans eigin lífi. [ Svo hjálpaði Drottinn Esekia kóngi og þeim í Jerúsalem af hendi Sennakeríb kóngs af Assyria og af allra hendi og hann varðveitti þá alla umhverfis svo að margir báru Drottni gáfur til Jerúsalem og so Esekia Júdakóngi gersemar. Og eftir þetta varð hann miklaður hjá öllum heiðingjum.

Á þeim dögum krenktist Esekía kóngur og varð dauðsjúkur. [ Og hann bað Drottin og hann bænheyrði hann og gaf honum eitt teikn. En Esekías bitalaði ekki eftir því svo sem honum var gefið því að hans hjarta metnaðist. Sökum þess féll reiði yfir hann og yfir Júda og Jerúsalem. En Esekías auðmýkti sig og lagði af metnað síns hjarta, svo og líka þeir í Jerúsalem. Þar fyrir kom reiði Drottins ekki yfir þá so lengi sem Esekías lifði.

Esekía kóngur var mjög stórauðigur og dýrlegur og safnaði sér fésjóðu af gulli, silfri, gimsteinum, dýrlegum kryddum, skjöldum og allra handa kostulegum gersemum, so og kornhlöðum til kóngsins inntekta, víns og viðsmjörs, húsum og stöllum fyrir allsháttaðan fénað, svo og sauðahúsum fyrir sauðfé. [ Hann byggði borgir og hafði óteljanlegar hjarðir bæði nauta og sauða. Því Guð gaf honum mjög mikil auðæfi. Hann er sá Esekías sem byrgði aftur uppsprettubrunninn í Gíhón en veitti vatninu niður undir vestur að borg Davíðs. Því að Esekías lukkaðist allt það sem hann gjörði.

En þá sendimenn af Babýlon voru sendir til hans að spyrja hann að þeim undrum sem skeð höfðu í landinu þá yfirgaf Guð hann so að hann freistaði hans upp á það að allt það sem var í hans hjarta yrði opinbert.

Hvað meira er að segja um Esekíam og hans miskunnsemdir, sjá, það er skrifað í Sýn Esaje spámanns sonar Amos og í Júda- og Ísraelskónga bókum. Og Esekías sofnaði með sínum feðrum og þeir jörðuðu hann upp yfir öðrum leiðum Davíðssona. En allur Júda og þeir í Jerúsalem gjörðu hans útför vegsamlega. Og hans son Manasses varð kóngur eftir hann.