1Og það skeði eftir þetta, að Móabssynir komu, og Ammonssynir, og nokkrir af Meunítum með þeim til stríðs á móti Jósafat.2Og menn komu og sögðu Jósafat (þessi tíðindi) og mæltu: móti þér kemur mikill fjöldi handan yfir hafið frá Sýrlandi; og sjá! þeir eru í Haseson-Tamar, það er Engedi.3Þá varð Jósafat óttasleginn, og hneigði sig til að leita Drottins, og kunngjörði föstu yfir allt Júda land.4Og Júda samansafnaðist til þess að leita liðs af Drottni, og úr öllum Júda stöðum komu menn til að leita Drottins.5Og Jósafat gekk fram, í samkomu Júda og Jerúsalems, í Drottins húsi, fyrir þeim nýja forgarði.6Og mælti: Drottinn, Guð vorra feðra, ert þú ekki Guð í himninum, og Drottnari yfir öllum kóngaríkjum þjóðanna? Í þinni hendi er kraftur og vald, og enginn getur staðið á móti þér.7Hefir þú ekki, vor Guð! rekið burt innbúa þessa lands frá þínu fólki, Ísrael, og gefið það ætt Abrahams, sem þig elskaði eilíflega?8Og þeir bjuggu þar, og byggðu þér þar helgidóm fyrir þitt nafn, og sögðu:9komi illt yfir oss, sverð, refsidómur og drepsótt, og hungur, svo viljum vér ganga fyrir þetta hús og fyrir þig, því þitt nafn er í þessu húsi, og viljum til þín kalla, í vorum kröggum, og þú munt og bjarga.10Og sjá nú Ammons og Móabssynir og þeir frá fjallinu Seir, meðal hvörra þú leyfðir ekki Ísrael að koma, þá þeir fóru úr Egyptalandi, heldur hvurfu þeir frá þeim og eyðilögðu þá ekki.11Sjá! þeir launa oss nú svo, að þeir koma, til að reka oss af vorri eign, á hvörja þú settir oss.12Vor Guð! munt þú ekki dæma þá? því vér höfum ekki megn á móti þessum mikla fjölda, er nú kemur á móti oss, og vér vitum ekki hvað vér skulum gjöra, heldur rennum vér vorum augum til þín.13En allur Júda(lýður) stóð frammi fyrir Drottni, líka þeirra börn, konur og synir þeirra.
14En yfir Jehasiel, son Sakaría, sonar Benaja, sonar Jegíels, sonar Matanías, Levítann, einn af sonum Asafs, kom andi Drottins, mitt á fundinum,15og hann mælti: athugið, allur Júda lýður og Jerúsalems innbúar og þú Jósafat kóngur! svo segir Drottinn til yðar: óttist ekki, og skelfist ekki fyrir þessum mikla fjölda! því þér berjist ekki, heldur Guð.16Farið á morgun móti þeim: sjá! þeir munu koma yfir hæðina Sis, og þér munuð hitta þá hjá enda dalsins, fyrir framan eyðimörkina Jeruel.17Þér skuluð ekki þurfa að berjast, farið aðeins þangað, staðnæmist þar, og sjáið liðsinni Drottins við yður. Júda og Jerúsalem! óttist ekki, verðið ekki huglausir, farið á morgun á móti þeim, og Drottinn er með yður.18Þá hneigði Jósafat sig með andlitinu til jarðar, og allur Júda(lýður) og Jerúsalems innbúar féllu niður fyrir Drottni, að tilbiðja Drottin.19Og Levítarnir, þeir af Kahatítasonum og Korahítasonum, stóðu upp, til að syngja lof Drottni, Ísraels Guði, með mjög hárri rödd.
20Og snemma morguns tóku þeir sig upp, og fóru út í eyðimörkina Tekoa, og sem þeir lögðu af stað gekk Jósafat fram og mælti: heyrið mig þér Júda(lýður) og Jerúsalems innbúar! verið öruggir í trausti til Drottins, yðar Guðs; trúið hans spámönnum, svo skal yður lukkast (bardaginn).21Og hann ráðgaðist um við fólkið, og tilsetti Drottni söngvara, sem sungu Drottni lof í helgum skrúða, og fóru undan þeim vopnuðu, og sögðu: þakkið Drottni því hans miskunn er eilíf!22Og þegar þeir byrjuðu á fagnaðarópinu og lofgjörðinni, setti Drottinn launsátur móti Ammonssonum, Móabs(sonum) og þeim af fjallinu Seir, er komnir voru til Júda, og þeir voru sigraðir.23Og synir Ammons og Móabs veittu mótstöðu þeim, sem bjuggu á fjallinu Seir, til að bannfæra þá og eyðileggja, og sem þeir höfðu drepið niður í strá þá sem bjuggu á Seir, hjálpaði hvör öðrum til manntjóns.
24En sem Júda(her) kom upp á hæðina, (hvaðan að sést) út á eyðimörkina, þá sneru þeir sér móti fjöldanum, og sjá! þeir lágu þá sem lík á jörðu, og enginn hafði undan komist.25Þá kom Jósafat og hans fólk til að taka þeirra herfang, og þeir fundu á þeim mikið fé, og lík og dýra gripi, og rændu svo miklu, að ekki varð borið, og þeir rændu herfanginu í þrjá dag, því það var mikið.26Og á fjórða degi samansöfnuðust þeir í Lofgjörðardalnum; því þar lofuðu þeir Drottin, þess vegna heitir dalurinn, Lofgjörðardalur, allt til þessa dags.27Og svo sneru heim allir Júda og Jerúsalems menn, og Jósafat fremstur í flokki, til Jerúsalem, með fögnuði; því fögnuð hafði Drottinn gefið þeim yfir þeirra óvinum.28Og þeir komu til Jerúsalem með hörpum, hljóðpípum og básúnum í Drottins hús.29Og Guðs ótti féll yfir öll ríki landanna, þá það fréttist að Drottinn hefði barist við Ísraels óvini.30Og Jósafats ríki hafði frið, og hans Guð lét hann hafa frið umhverfis.
31Og svo var Jósafat konungur yfir Júda. Fimm um þrítugt hafði hann, þá hann varð kóngur, og 25 ár ríkti hann í Jerúsalem. Móðir hans hét Asuba, dóttir Silhi.32Og hann gekk á vegum síns föður Assa, og vék ekki af, svo að hann gjörði það sem Drottni vel líkaði.33Þó voru hæðirnar ekki afteknar, og ekki sneri fólkið enn sínu hjarta til Guðs sinna feðra.
34En hin önnur saga Jósafats, fyrri og seinni, sjá! hún er skrifuð í sögu Jehús, sonar Hanani, sem er inntekin í bók Ísraelskónga.
35Og eftir þetta gjörði Jósafat Júdakóngur félagskap við Ahasia Ísraelskóng, sem var óguðlegur í sinni breytni.36Hann gjörði þann félagskap við hann, að byggja skip, til að fara til Tarsis; og þeir byggðu skipin í Eseongeber.37Þá spáði Elieser sonur Dodava, af Maresa, móti Jósafat og mælti: sakir þess þú gjörðir félagskap við Ahasia, hefir Drottinn ónýtt þitt fyrirtæki. Og skipin brotnuðu, og gátu ei farið til Tarsis.
Síðari kroníkubók 20. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:59+00:00
Síðari kroníkubók 20. kafli
Enn um Jósafat.
V. 2. Sýrlandi, aðrir lesa: Edom (sjá v. 10). V. 24. Hæðina, aðr: Mispe.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.