1Og Elísa talaði við konuna hvörrar son hann hafði gjört lifandi a) og mælti: tak þú þig upp og far burt, þú og þitt hyski, og vertu hvar sem þú getur verið; því Drottinn kallar á hallæri, og það mun koma í landið í 7 ár.2Þá tók konan sig upp og gjörði eftir orði guðsmannsins, og fór burt, hún og hennar hyski, og var í 7 ár í Filistealandi.3Og að liðnum 7 árum kom konan heim aftur úr landi Filisteanna, og gekk fyrir kóng til að heimta aftur hús sitt og akur.4Kóngur var þá einmitt að tala við þénara guðsmannsins, við Gihesi og mælti: segðu mér frá öllu því mikla sem Elísa hefir gjört.5Og það vildi einmitt svo til að hann var að segja kóngi frá, að hann hefði gjört dauðan mann lifandi, sjá! þá kallaði sú konan til kóngsins, hvörrar son hann hafði gjört lifandi, um sitt hús og sinn akur, og Gíhesi mælti: minn herra konungur! þetta er konan og þetta er hennar son sem Elísa hefir gjört lifandi.6Og konungur spurði konuna og hún sagði honum frá, og kóngur fékk henni einn af hirðmönnunum og sagði við hann: láttu hana fá það allt aftur sem hún átti, og allan afrakstur akursins frá þeim degi að hún fór úr landi og til þessa dags.
7Og Elísa kom til Damaskus, þá var Ben-Hadad kóngur í Sýrlandi sjúkur, og honum var sagt að guðsmaður nokkur væri þar kominn.8Þá mælti kóngur við Hasael: tak með þér gáfu, og far til fundar við guðsmanninn og láttu hann spyrja Drottin hvört mér muni batna þessi veiki.9Og Hasael fór til fundar við hann og tók með sér gáfu og alls lags gæði í Damaskus, klyfjar á 40 úlfalda, kom og gekk fyrir hann og mælti: þinn son, Ben-Hadad Sýrlandskonungur, sendir mig til þín, til að spyrja: mun mér batna þessi veiki?10Og Elísa sagði til hans: far þú og seg honum: batna mun þér b). En Drottinn hefir sýnt mér, að hann mun deyja.11Og guðsmaðurinn starði lengi á hann, og grét.
12Þá mælti Hasael til hans: því grætur minn herra? og hann mælti: af því eg veit hvað mikið illt þú munt gjöra Ísraelssonum; þú munt brenna þeirra borgir, og slá í hel þeirra æskumenn með sverði a), og sundurmerja þeirra börn, og skera á kviðinn á þeirra þunguðu konum b).13Og Hasael svaraði: hvað er þinn þræll, hundurinn sá c), að hann skyldi vinna slík stórvirki. Og Elísa mælti: Drottinn hefir sýnt mér þig svo sem kóng í Sýrlandi d).14Og hann gekk burt frá Elísa, og kom til síns herra, og sagði við hann: hvað hefir Elísa við þig talað? og hann svaraði: hann hefir sagt að þér mundi batna.15En á næsta degi, tók hann dúk og dýfði honum í vatn og lagði yfir hans andlit, svo hann dó. Og Hasael varð kóngur í hans stað.
16En á 5ta ári Jórams Akabssonar, Ísraelskóngs, varð Jóram Jósafatsson kóngur í Júda e).17Hann var 32 ára gamall þá hann varð kóngur, og átta ár ríkti hann í Jerúsalem.18Og hann gekk á vegum Ísraelskónga, eins og Akabs hús gjörði; því hann var giftur dóttur Akabs, og hann gjörði það sem illt var fyrir Drottins augum.19En Drottinn vildi ekki gjöra Júdaríki vesælt sökum síns þénara Davíðs; eins og hann hafði heitið honum, að láta ljós skína f) alla tíma meðal hans sona.
20Á hans dögum gengu Edomítar undan Júda, og þeir settu kóng yfir sig.21Því fór Jóram yfir til Saír og allt vagnaliðið með honum; og hann tók sig upp um nótt, og sigraði Edomíta sem höfðu umkringt hann, og fyrirliða vagnhersins; og fólkið flúði til sinna tjalda.22Og svo gekk Edom undan yfirdrottnun Júda, allt til þessa dags. Um sama leyti gekk og Libna undan.23Hvað meira er að segja um Jóram og allt hvað hann gjörði, það stendur skrifað í árbókum Júdakónga.24Og Jóram lagðist hjá sínum feðrum og var grafinn hjá sínum feðrum í Davíðsborg, og Ahasía, hans son, varð kóngur í hans stað.
25Á tólfta ári Jórams Akabssonar, Ísraelskóngs, varð Ahasía sonur Jórams, kóngur yfir Júda.26Ahasía var 22 ára gamall, þá hann varð konungur, og ríkti eitt ár í Jerúsalem. Móðir hans hét Atalía, dóttir Omri, Ísraelskóngs.27Og hann gekk á vegum Akabs húss, og gjörði það sem illt var fyrir Drottins augsýn, eins og Akabs hús; því hann var í mægðum við Akabs hús.28Og hann (Ahasía) fór með Jóram syni Akabs í stríð móti Hasael Sýrlandskóngi hjá Ramot í Gíleað. Og sýrlenskir særðu Jóram g).29Þá sneri Jóram kóngur frá, til að láta græða sín sár, til Jesreel, þau sár sem hann hafði fengið í orrustunni við sýrlenska, hjá Rama, þá hann barðist við Hasael Sýrlandskonung. Og Ahasia sonur Jórams, Júdakóngur, fór að vitja um Jóram Akabsson, í Jesreel, því hann var sjúkur.
Síðari konungabók 8. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:42+00:00
Síðari konungabók 8. kafli
Hallæri í 7 ár. Sú súnamítiska. Ben-Hadad sýkist. Jóram og Ahasia kóngar í Júda.
V. 1. a. 4,35. V. 10. b. Aðr: batna kann þér. V. 12. a. 10,32. b. 15,16. Esa. 13,16.18. Hós. 14,1. V. 13. c. 1 Sam. 24,15. d. 1 Kóng. 19,15. V. 16. e. 1 Kóng. 22,51. 2 Kron. 21,1. V. 19. f. 1 Kóng. 11,36. 15,4. V. 28. g. 9,14. 2 Kron. 22,5.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.