VIII.

Eliseus talaði við þá kvinnu hverrar son hann hafði lifanda gjört og sagði: [ „Tak þig upp og far héðan með þínu hyski og vert útlend hvar þú kannt því að Drottinn mun láta koma hallæri yfir þetta land í sjö ár.“ Kvinnan bjó sig og gjörði sem guðsmaður sagði og fór burt með sínu hyski og útlendist í landi Philistinorum í sjö ár.

En að þeim sjö árum liðnum þá kom kvinnan aftur af landi Philisteis. Og hún gekk út að kalla til húss síns og akurs fyrir kóngi. En kóngurinn var þá á tali við guðsmanns þénara Gíesí og sagði: „Framseg þú mér öll þau stórmerki sem Eliseus hefur gjört.“ Og í því bili sem hann sagði kóngi hvernin hann hafði reist mann af dauða, sjá, þá kom sú kvinna í þann sama punkt hverrar son að lifandi var orðinn og kallaði á kóng um sitt hús og akra. Þá sagði Gíesí: „Minn herra kóngur, þessi er sú kvinna og þessi er hennar son sem Eliseus lífgaði.“ Þá spurði kóngurinn kvinnuna og hún sagði honum það. Síðan fékk kóngurinn til einn gelding og sagði honum: „Lát hana fá aftur allt það henni tilheyrir, so og alla ávöxtu hennar akra frá því hún flýði landið og allt til þessa.“

Og Eliseus kom til Damascum. Þá lá Benhadad Sýrlandskóngur sjúkur og honum var undirvísað að guðsmaður væri kominn þangað. Þá sagði kóngurinn til Hasael: [ „Far og tak gjafir með þér og gakk í mót guðsmanni og spyr Drottin að fyrir hann og seg: Mun eg verða heill minnar sóttar?“ Hasael gekk í mót honum og tók gáfur með sér af allsháttuðum gersemum í Damasco og klyfjaði fjörutígi úlfalda þar með. En sem hann kom gekk hann inn til hans og sagði: „Þinn sonur Benhadad kóngur í Syria sendi mig til þín og lætur segja þér: Mun eg verða heill þessa sjúkdóms?“ Eliseus svaraði honum: „Far og seg honum: Þú skalt verða heill. En Drottinn hefur sýnt mér að hann muni vissulega deyja.“

Og guðsmaður hryggðist, bar sig illa og grét út af. [ Þá sagði Hasael til hans: „Því grætur minn herra?“ Hann svaraði: „Því eg veit hverja illa hluti þú munt gjöra Ísraelssonum. Þú munt uppbrenna þeirra styrkvar borgir með eldi og slá þeirra æskumenn í hel með sverði og deyða þeirra ungbörn og í sundurrífa þeirra þungaðar kvinnur.“ Hasael svaraði: „Hvað! Er þinn þénari einn hundur að hann skuli gjöra svo stóra hluti?“ Eliseus sagði: „Drottinn hefur opinberað mér það að þú skulir verða kóngur í Syria.“

Eftir þetta gekk hann frá Eliseo og kom til síns herra. Og hann spurði hann að: „Hvað sagði Eliseus þér?“ Hann svaraði: „Hann sagði mér að þér skyldi batna.“ En annars dags þar eftir tók hann eitt sængarklæði og dýfði því í vatn og breiddi það yfir sig. Síðan dó hann. En Asahel varð kóngur í hans stað. [

Á því fimmtá ári Jórams kóngs sonar Akab í Ísrael varð Jóram son Jósafat kóngur í Júda. [ Hann hafði tvo vetur um þrítugt þá hann varð kóngur og ríkti átta ár í Jerúsalem og leiddi sitt líf á Ísraelskónga vegum so sem Akabs hús gjörði. Því dóttir Akabs var hans kvinna og hann gjörði það sem Drottni illa líkaði. En Drottinn vildi ekki afmá Júda sökum síns þénara Davíðs svo sem hann hafði talað til hans og lofað að efa honum ætíð eitt ljós á meðal hans sona.

En á hans tíma féllu Edómítar frá Júda og settu einn kóng yfir sig. [ Því að Jóram fór um Seír og allir vagnarnir með honum og hann tók sig upp um nótt og sló þá Edomiter sem voru í kringum hann, svo og líka höfðingja yfir vögnunum so að fólkið flýði til sinna heimila. Þá féllu Edómítar frá Júda allt til þessa dags. Og Líbna féll og svo frá á þeim sama tíma.

Hvað meir er að segja um Jóram og allt það hann gjörði, sjá, það er skrifað í Júdakónga kroníku. Og Jóram andaðist með sínum feðrum og var jarðaður í borg Davíðs. En hans son Ahasía varð kóngur eftir hann.

Á því tólfta ári Jóram sonar Akab Ísraelskóngs varð Ahasía son Jóram kóngur í Júda. Ahasía hafði tvo um tvítugt þá hann varð kóngur og ríkti eitt ár í Jerúsalem. [ Hans móðir hét Atalja dóttir Amrí Ísraelskóngs. Og hann gekk á vegum Akabs hús og gjörði það sem Drottni illa líkaði eins og Akabs hús. Því hann var mægður Akabs húsi.

Og hann fór í stríð með Jóram syni Akab á móti Hasael kóngi af Sýrlandi til Ramót í Gíleað. En þeir sýrlensku slógu Jóram. Þá sneri Jóram kóngur aftur og lét lækna sig í Ísrael af þeim sárum sem þeir Syri höfðu veitt honum í Ramót þá hann barðist við kónginn af Syria. [ Og Ahasía sonur Jóram Júdakóngur fór ofan til fundar við Jóram son Akab til Jesreel því hann var krankur.