Abíam og Asa Júdakóngar. Nadab kóngur í Ísrael.

1Á átjánda ári kóngs Jeróbóams sonar Nebats, varð Abíam kóngur yfir Júda.2Þrjú ár ríkti hann í Jerúsalem. En móðir hans hét Maeka, dóttir Abísalónis e).3Hann gekk í öllum syndum föður síns, sem hann hafði fyrir honum haft, og hans hjarta hneigðist ekki algjörlega að Drottni, hans Guði, eins og hjarta föður hans Davíðs.4Þó lét Drottinn hans Guð, honum ljós f) skína í Jerúsalem, því hann lét son hans koma til ríkis eftir hann, og Jerúsalem viðhaldast,5af því Davíð hafði gjört það sem rétt var í Drottins augsýn, og ekki vikið frá neinu sem Drottinn hafði honum boðið, meðan hann lifði, nema hvað Hetítann Úría áhrærir g).6Og ófriður var milli Róbóams og Jeróbóams alla hans lífdaga.7En hvað meira er að segja um Abíam, og allt hvað hann gjörði, það stendur skrifað í árbókum Júdakonunga h), og ófriður var milli Abíam og Jeróbóam i).8Og Abíam lagði sig hjá sínum feðrum, og menn grófu hann í Davíðsborg k), og Asa sonur hans varð kóngur í hans stað.
9Á 20ta ári Jeróbóams, Ísraelskóngs, varð Asa kóngur yfir Júda,10og 41 ár ríkti hann í Jerúsalem. En móðir l) hans hét Maeka dóttir Abísalónis.11Og Asa gjörði það sem rétt var í augum Drottins, eins og faðir hans Davíð.12Hann rak úr landi afguðadýrkendur m) og kom úr vegi afguðabílætum sem faðir hans hafði gjört.
13Maeka móður sína svipti hann drottningartigninni, fyrir það hún hafði sett óttalegt afguðsbílæti í offurlundinn. Og Asa tók burt það óttalega bílæti og brenndi það í Kedronsdal.14En hæðirnar voru ekki afteknar; þó hneig hjarta Asa algjörlega að Drottni, svo lengi sem hann lifði.15Og hann flutti í Drottins hús allt það sem faðir hans hafði helgað og hann sjálfur hafði helgað, silfur og gull og áhöld.
16En ófriður var milli Asa og Baesa, Ísraelskóngs, svo lengi sem þeir lifðu.17Og Baesa Ísraelskóngur fór leiðangur móti Júda, og byggði Rama, svo enginn maður gæti komist inn eða út, hjá Asa Júdakonungi.18Þá tók Asa allt það silfur og gull sem eftir var orðið í féhirslu Drottins húss, og fjársjóðu kóngsins húss, og fékk í hendur sínum þénurum; og kóngurinn Asa sendi þá til Benhadad, sonar Tabrimmons, sonar Hesions kóngs í Sýrlandi, sem bjó í Damaskus, og mælti:19sáttmáli er milli mín og þín, milli míns föðurs og þíns föðurs, sjá! eg sendi þér gáfu af gulli og silfri; legg af stað! bregð þú upp sáttmálanum við Baesa Ísraelskóng, að hann hverfi frá mér.20Benhadad fór að orðum Asa Júdakóngs, og sendi sína herforingja móti Ísraels stöðum og vann Ijon og Dan og Abel, Bet-Maeka, og allt Kinerot, og allt Naftaliland.21Og þá Baesa heyrði það, hætti hann að byggja Rama, og staðnæmdist í Tirsa.22En Asa konungur lét samankalla allan Júdalýð, enginn var frí, og þeir fluttu burt frá Rama steinana og viðinn, sem Baesa hafði byggt af, og konungurinn byggði þar af Geba í Benjamíns landi og Mispa.23En hvað meir er að segja um Asa og um öll hans afreksverk, og allt hvað hann gjörði, og um þá staði er hann byggði, það stendur skrifað í árbókum a) Júdakónga; einasta (er þess að geta), að á efri árum varð hann veikur í fótunum.24Og Asa lagðist hjá sínum feðrum, og var grafinn hjá sínum feðrum í borg Davíðs föður síns, og Jósafat sonur hans, varð kóngur í hans stað.
25En Nadab, sonur Jeróbóams varð kóngur yfir Ísrael 2 ár.26Og hann gjörði það sem illt var í augsýn Drottins, og gekk á vegum síns föðurs og í hans syndum, til hvörra hann ginnti Ísrael.27En Baesa sonur Ahías af Ísaskars húsi, gjörði samband móti honum b); og Baesa vann hann hjá Gibbeton í Filistealandi, meðan Nadab og allur Ísrael sat um Gibbeton.28Og síðan drap Baesa hann á 3ja ári Asa kóngs í Júda, og varð konungur í hans stað.29Og meðan hann sat að ríki, drap hann niður alla Jeróbóams ætt, hann lét engan sem anda dró af Jeróbóamsniðjum komast undan, að hann ei afmáði hann, eftir orði Drottins, sem hann hafði talað fyrir sinn þjón Ahía, Silónítann c),30vegna synda Jeróbóams, er hann drýgði, og ginnti Ísrael til að drýgja, vegna þeirrar tilegningar, með hvörri hann egndi til Drottin Guð Ísraels.
31En hvað meir er um Nadab að segja og allt sem hann gjörði, það stendur skrifað í árbókum Ísraelskónga d).32Og ófriður var milli Asa og Baesa Ísraelskóngs, meðan þeir lifðu.33Á þriðja ári Asa kóngs í Júda, varð Baesa sonur Ahía, kóngur yfir öllum Ísrael í Tirsa og hann ríkti 24 ár.34Og hann gjörði það sem illt var fyrir Drottins augliti, og gekk á vegum Jeróbóams og í hans syndum, hvar til hann hafði afvegaleitt Ísrael.

V. 2. e. 2 Kron. 13,2. V. 4. f. Kap. 11,36. 2 Kóng. 8,19. V. 5. g. 2 Sam. 11,27. 12,9. V. 6. Kap. 14,30. V. 7. h. Kap. 14,29. 2 Kóng. 14,18. i. 2 Kron. 13,2.17. V. 8. k. 2 Kron. 14,1. V. 10. l. þ. e. föður móðir. V. 12. m. Kap. 22,47. V. 17. 2 Kron. 16,1. V. 23. a. 1 Kóng. 14,19. V. 26. Kap. 16,19. 26,31. V. 27. b. Kap. 16,9. 2 Kóng. 12,20. V. 29. c. Kap. 14,10. V. 31. d. Kap. 16,5.14.20.27. 22,39.