1Og þar var maður nokkur af Ramataim Sofim, frá Efraimsfjöllum, hann hét Elkana a), sonur Jerohams, sonar Elíhu, sonar Tohú, sonar Sufs, Efraimíti.2Og hann átti tvær konur, önnur hét Anna en hin Peninna, og Peninna átti börn, en Anna átti engin börn.3Þessi sami maður fór á hvörju ári úr sinni borg, til að biðjast fyrir og færa Drottni allsherjar b) fórnir í Síló; en þar voru báðir Elísynir, Hofni og Píneas, Drottins prestar.4Og það skeði, daginn sem c) Elkana offraði, að hann gaf Peninnu konu sinni, og öllum hennar sonum og öllum hennar dætrum sína hlutdeild hvörri,5en Önnu gaf hann tvöfalda hlutdeild, því Önnu elskaði hann; en Drottinn hafði afturbyrgt hennar kvið d).6Og hennar elja móðgaði hana með meiðandi orðum, til þess að skaprauna henni, af því Drottinn hafði afturbyrgt hennar kvið.7Svo gjörði hann ár eftir ár; svo oft sem þau fóru til Drottins húss, móðgaði hún hana, og hún (Anna) grét og át ekki.8Þá sagði Elkana hennar maður við hana: Anna! því grætur þú, því etur þú ekki, og af hvörju er þitt hjarta svo sorgfullt? er eg þér ekki betri en tíu synir?9Og Anna stóð upp eftir máltíð og eftir drykkju í Síló. En presturinn Elí sat á stól við dyrustaf Drottins bústaðar e),10og hún var angurvær í sinni, bað til Drottins og grét ákaflega,11og hún gjörði heit og mælti: Drottinn allsherjar, ef þú lítur á eymd þinnar ambáttar, og minnist mín og gleymir ekki þinni ambátt, og gefur þinni ambátt son; svo vil eg gefa hann Drottni alla hans lífdaga og enginn rakhnífur skal koma á hans höfuð f).12Og það skeði þá hún lengi hafði beðið frammi fyrir Drottni, að Elí tók eftir hennar munni.13En Anna talaði í sínu hjarta, hennar varir hreyfðust aðeins; en hennar róm heyrðu menn ekki; þá hugsaði Elí að hún væri drukkin.14Og Elí sagði við hana: ætlar þú lengi að vera drukkin? láttu ölið renna af þér!15Og Anna svaraði og mælti: nei, herra minn! eg em kona með þungbúnu hjarta, vín hefi eg ekki drukkið né áfengan drykk, en eg úthellti mínu hjarta fyrir Drottni a),16jafna þú ekki þinni ambátt við aflægi b), því af stórri mæðu og sorg hefi eg hingað til talað.17Og Elí svaraði og mælti: far þú í friði, og Ísraels Guð mun veita þér þína bæn, sem þú baðst hann um.18Og hún sagði: ó að þín ambátt mætti finna náð í þínum augum! og svo gekk konan burt sína leið og mataðist og var ei framar með (sorgar)svip.
19Og daginn eftir fóru þau snemma á fætur, og tilbáðu fyrir Drottni, og fóru heimleiðis, og komu til Rama í sitt hús. Og Elkana kenndi sinnar konu Önnu, og Drottinn minntist hennar c).20Og það skeði á þessu ári að Anna varð þunguð, og fæddi son og nefndi hans nafn Samúel (Guð heyrir) „því af Drottni hefi eg fengið hann með bæn“.21Og Elkana lagði á stað með öllu sínu húsi, til þess að færa Drottni þá árlegu fórn og sitt áheit;22en Anna fór ekki; því hún sagði við mann sinn: þegar sveinninn er vaninn af brjósti, svo fer eg með hann, að hann birtist fyrir Drottni og verði þar ávallt úr því.23Og Elkana maður hennar mælti við hana: gjör þú sem þér sýnist, bíð þú þangað til þú hefir vanið hann af brjósti, Drottinn efni aðeins sitt orð! svo var konan heim, og hafði son sinn á brjósti, þangað til hún vandi hann af.24Og hún lagði á stað með hann, eftir að hún hafði vanið hann af brjósti, og fór með þrjú naut og 1 efa mjöls, og brúsa af víni, og fór með hann í hús Drottins í Síló, en sveinninn var enn þá lítill;25og þau slátruðu einu nautinu, og fóru með sveininn til Elí,26og hún mælti: heyr minn herra! svo sannarlega sem þú, minn herra lifir! eg er sú kona sem stóð hér hjá þér til að ákalla Drottin,27um þennan svein bað eg, og Drottinn veitti mér mína bæn, sem eg bað hann um; svo lengi sem hann lifir sé hann Drottni léður. Og hann tilbað þar frammi fyrir Drottni.
Fyrri Samúelsbók 1. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:14+00:00
Fyrri Samúelsbók 1. kafli
Samúels fæðing.
V. 1. a. 1 Kron. 6,27.34. V. 3. b. Eða herskaranna. V. 4. c. Aðr. á þeirri tíð (þegar). V. 5. d. Gen. 20,18. V. 9. c. Þ. e. samkundutjaldbúðarinnar. Kap. 3,3. Sálm. 5,8. V. 11. f. Dóm. 13,5. V. 15. a. Sálm. 62,9. V. 16. b. Hebr. Belíalsdóttur þ. e. óráðvanda eða skarnkvinnu. V. 19. c. Gen. 30,22. V. 28. d. Eða gefa hann Drottni (til þjónustu) sbr. v. 11.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.