1Hlutur ættkvíslar Manassis, sem var frumgetinn sonur Jóseps tilféll Makír, sem var frumgetinn sonur Manassis og faðir Gileaðs; þessi var bardaga maður mikill, hlotnaðist honum landið Gileað og Basan.2Hinir aðrir niðjar Manassis fengu sinn hluta eftir þeirra kynþáttum: nefnilega synir Abiesers, Heleks, Asríels, Sekems, Hefers og Semida. Þessir vóru afkomendur Manassis Jósepssonar í karllegginn.3En Selofkað Hefersson Gileaðssonar, Makírssonar Manassissonar átti enga sonu, heldur dætur einar, hétu þær: Mahela, Noga, Hogla, Milka og Tirsa.4Þær gengu til prestsins Eleasar, Jósúa Núnssonar og höfðingjanna, og tjáðu þeim: Drottinn bauð Mósi að úthluta oss arfi meðal bræðra vorra; var þeim þá úthlutaður arfur á meðal föðurbræðra þeirra, eftir boði Drottins.5Manassis ættkvísl fékk tíu hluti auk Gileaðs og Basans, sem liggja hinumegin Jórdanar;6því dætur Manassis *) tóku arf með sonum hans; en að Gileað fengu hinir aðrir niðjar Manassis.7Landamerki Manassisniðja vóru frá Aser til Mikmeta, sem liggur gegnt Sikkem, og ganga til hægri handar til þeirra, sem búa í En-Tappúak;8Tappúaks land hafði tilfallið Manassis ættkvísl, en Tappúak sjálf, sem lá við takmörk Manassis ættkvíslar tilheyrði Efraimsniðjum;9Liggja svo landamerkin niður að Kana læk, fyrir sunnan lækinn. Þessir staðir tilheyrðu Efraimsniðjum en liggja þó millum staða þeirra, sem Manassisniðjar áttu; en landamerki Manasse ættkvíslar er fyrir norðan lækinn, og enda við hafið; það sem var að sunnanverðu tilheyrði Efraimsniðjum;10en það sem var að norðanverðu, Manassisniðjum; hafið var landamerki þeirra; að norðanverðu lá land þeirra að Asers ættkvísl, en að austanverðu að Ísaskars.11En í Ísaskars og Asers landi fengu Manassisniðjar Betsean með hennar hjábýlum, Jibleam, með sínum hjábýlum, innbúarnir í Dór, með þeirra hjábýlum, innbyggjendurnir í Endór og hennar hjábýli, Taakak og hennar hjábýli, og innbúarnir í Megiddo með sínum hjábýlum, sem eru þrjár hæðir.12Ekki gátu Manassisniðjar náð stöðum þessum, tóku því Kananítarnir sér bólfestu í landi þessu;13en þegar styrkur Ísraels manna óx, skattgiltu þeir Kananíta, en ráku þá ekki algjörlega burt.
14Þá töluðu Jósepsniðjar til Jósúa og sögðu: því gafstu oss ekki nema eitt hlutskipti og einn erfðahlut? vér erum þó fjölmennir orðnir, vegna þess að Guð hefir svo mjög blessað oss hingað til,15en Jósúa gaf þeim það svar: ef þér eruð svo fjölmennir, að Efraíms fjall er yður of landþröngt, farið þá í skóginn í Feresíta og Risa landi, og ryðjið yður þar til bólstaða.16Jósepsniðjar svöruðu: vér náum ekki fjallinu, því allir Kananítar, sem í dallendinu búa og í Betsean og þorpunum þar í kring, og í Jisreels dalnum, hafa járnvagna.17Jósúa sagði þá til Jóseps afkomenda, Efraíms og Manassis niðja: þér eruð fjölmenn þjóð og mjög öflugir, þér skuluð ekki hafa einn erfðahlut,18því fjallið skal vera yðar; en þar eð það er skógi vaxið, þá höggvið skóginn, og hann skal tilheyra yður til ystu ummerkja; því þér skuluð útreka Kananítana, þó þeir hafi járnvagna og séu voldugir.
Jósúabók 17. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:00:08+00:00
Jósúabók 17. kafli
Hlutur hálfrar Manassis ættkvíslar.
*) Þ. e. Dætur Selofkaðs, sem komnar voru af Mannasse, sjá v. 3.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.