XVII.
Og hlutfallið féll Manasse ætttkvísl því hann var Jósef fyrsti son og hlotnaðist Makír fyrsta syni Manasses föður Gíleað. Því hann var mikill bardagamaður, þar fyrir fékk hann Gíleað og Basan. [ Þetta hlotnaðist og þeim öðrum Manassesonum á meðal þeirra kynkvísla sem voru synir Abíeser, synir Helek, synir Asríel, synir Sekem, synir Hefer og synir Semída. Þessir eru synir Manasse sonar Jósef, kallkyns í þeirra ættkvíslum. En Selafehað son Hefer sonar Gíleað sonar Makír, sonar Manasses hafði öngva syni heldur dætur. [ Og þessi eru þeirra nöfn: Mahala, Nóa, Hagla, Milka, Tirsa. Og þær gengu til Eleasar kennimanns og til Jósúa sonar Nún og til höfðingjanna og sögðu: „Drottinn bauð Móse að hann skyldi gefa oss arfleifð á meðal vorra bræðra.“ Og þeim var gefin arftekja á meðal sinna föðurbræðra eftir Drottins bífalningu.
Og þar hlotnuðust tíu mælivaðir Manasse fyri utan Gíleaðland og Basan sem liggur á hina síðu Jórdanar. Því að Manassedætgur fengu erfð á millum hans sona og þeir aðrir Manassesynir fengu það land Gíleað.
En Manasse landeign var frá Asser til Mikmetat sem liggur fyrir Setem og gengur út upp á hægri síðu til þeirra sem búa í Entapúa. Því að Manasse fékk Tapúaland og er landamerki á milli Manasses og Efraím. Síðan ganga þau í suður til Nahal Kana að vatsstöðunum sem heyra Efraím til á millum Manasses staða. En í norður eru Manasses landamerki til lækjarins og endast við sjóinn. Svo að Efraím er í suður en Manasse í norður og sjórinn er þeirra landamerki og liggur að þeirri nyrðri síðu inn til Asser en á þá eystri síðu til Ísaskar.
So hafði nú Manasse á meðal Ísaskar og Asser Betseam borg með hennar dætrum, Jeblaam með hennar dætrum og þeir sem bjuggu í Dór með hennar þorpum og Endór með hennar þorpum og þeir í Tahana með hennar þorpum og þeir í Megíddó með hennar þorpum og þriðji partur af Nafet. Og Manassesynir gátu ekki inntekið þessar borgir en þeir Cananiter tóku til að búa í því landi. [ En þá Ísraelssynir urðu megtugri þá gjörðu þeir þá Cananiter skattgilda undir sig og útrýmdu þá ekki.
Þá töluðu synir Jósef til Jósúa og sögðu: „Hvar fyrir hefur þú ekki gefið mér utan einn hlut og einn erfðarþátt? En eg er so mjög fjölmennur so sem Drottinn hefur blessað mig.“ Þá sagði Jósúa til þeirra: „Fyrst þú ert fjölmennur þá far út í skógana að ryðja þá í landi þeirra Pheresiter og risanna fyrst að Efraímfjall er þér of þröngt.“
Þá sögðu synir Jósef: „Vér fáum ekki það fjall því að allir Cananiter sem búa í láglendi landsins hafa járnbúna vagna í hverjum Betsean og hennar dætur liggja og Jesrehel í dölunum.“ [ Jósúa sagði til Jósefs húss, til Efraím og Manasse: „Þú ert eitt mikið og megtugt fólk og fyrst þú ert so stór þá skalt þú ekki hafa einn hlut heldur skal fjallið heyra þér til þar skógurinn er. Högg þú hann upp og það skal vera endir á þínu landi þá þú hefur útrýmt þá Cananiter, þeir sem járnbúna vagna hafa og eru megtugir.“