1Prestarnir og Levítarnir og allur Leví kynþáttur skulu öngva hlutdeild eður eigindóm hafa með Ísraelítum, því þeir skulu lifa á fórnum Drottins og hans eigindómi,2þeir skulu því enga hlutdeild hafa meðal bræðra sinna, því að Drottinn er þeirra arfleifð, eins og hann hefir þeim heitið.3En prestarnir skulu hafa þenna rétt af fólkinu: að hvör maður sem offrar, hvört heldur uxa eður sauð, þá skal gefa prestinum bóginn, báða kjammana og lakann;4sömuleiðis fyrsta gróðann af þínu korni, víni og viðsmjöri, og þá fyrstu ullina sem þú tekur af þínu sauðfé,5því að Drottinn þinn Guð hefir útvalið hann af öllum þínum kynkvíslum til þess að hann og synir hans alla tíma standi og þjóni í nafni Drottins.6Ef Levítinn kemur út af einhvörri þinni borg í Ísrael, hvar hann ekki hafði fast heimili, og kemur af eigin fýsn til þess staðar sem Drottinn hefir útvalið, þá skal hann þjóna í nafni Drottins síns Guðs,7eins og allir Levítar, hans bræður gjöra, sem þá standa þar fyrir Drottni.8Hann skal hafa jafna hlutdeild matarins, að því fráteknu sem hann á af seldri föðurleifð sinni.
9Þegar þú ert kominn inn í það landið, sem Drottinn þinn Guð mun gefa, þér þá skaltu ekki taka upp svívirðingar þess fólks,10svo að enginn finnist hjá þér sem láti son sinn eða dóttur vaða bál *), enginn sem fer með spádóma eður er dagveljari, ellegar tekur mark á fuglakvaki,11eður galdramaður eða særingamaður, eður spásagnarmaður, eða teiknaútleggjari, eður nokkur sem leitar frétta af framliðnum,12því hvör sem þvílíkt aðhefst er Drottni andstyggilegur, og fyrir slíkar svívirðingar rak Drottinn þinn Guð þessar þjóðir í burtu fyrir þér,13en þú skalt vera algjör fyrir Drottni þínum Guði.14Þessar þjóðir, sem þú munt leggja undir þig, hlýða dagveljurum og spásagnarmönnum, en þetta líður Drottinn þinn Guð þér ekki;15Drottinn þinn Guð mun uppvekja þér spámann, kominn af þínu fólki, líkan mér, honum skuluð þér gegna, eins og þú baðst Drottin þinn Guð á Hóreb,16á þeim degi sem vér vorum þar samankomnir og þú sagðir: eigi vildi eg lengur þurfa að heyra raustina Drottins míns Guðs, eða oftar að sjá þann mikla eldinn, svo eg deyi ekki,17þá sagði Drottinn við mig: vel farast þeim orð.18Eg vil uppvekja þeim spámann af löndum þeirra, líkan þér, og eg vil leggja honum orð í munn, hann skal segja þeim allt sem eg býð honum,19og hvör sem ekki gegnir orðum mínum, þeim er hann mun flytja í mínu nafni, sá skal sjálfan sig fyrirhitta.
20Ef einhvör spámaður dirfist að tala í mínu nafni það eitthvað sem eg ekki lagði fyrir hann, eða sem spáir í annarlegra guða nafni, sá spámaður skal deyja.
21En skyldir þú hugsa með sjálfum þér, hvörnig get eg þekkt úr þau orðin sem Drottinn hafi ekki talað?22(Þá vit) að þegar spámaðurinn talar í nafni Drottins, og það rætist ekki eða kemur ekki fram, þá hefir Drottinn ekki mælt þeim orðum heldur hefir spámaðurinn talað slíkt af óskammfeilni sinni; þú þarft ekki að hræðast hann.
Fimmta Mósebók 18. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:56+00:00
Fimmta Mósebók 18. kafli
Um presta, Levíta og spámenn.
*) Eins og heiðingjar, sem Mólok til æru létu börn sín ganga gegnum eld þar til þau dóu.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.