1Þegar Drottinn þinn Guð, hefir leitt þig inn í það landið, sem þú nú stefnir að, til að ná því undir þig og hann rekur þaðan burtu fyrir þér margar þjóðir, sem eru Hetítar, Girgosítar, Amorítar, Kananítar, Ferisítar, Hevítar og Jebúsítar, sjö þjóðir sem eru bæði meiri og voldugri en þú,2og sem hann hefir gefið þær á þitt vald svo þú sláir þær, þá skaltu leggja á þær bann *), gjöra öngvan (friðarsamning) við þær, né sýna þeim nokkra vægð.3Þú skalt ekki mægjast við þær, þú skalt ei gefa þeirra sonum þínar dætur, og þeirra dætur skuluð þér ekki taka til handa sonum yðar,4því þær munu koma sonum yðar til að falla frá mér, og til að dýrka annarlega guði, og mundi þá Drottinn reiðast yður og afmá yður skyndilega;5heldur skuluð þér fara með þá sem nú segir: þér skuluð rífa niður þeirra ölturu, brjóta myndarstólpa þeirra, uppræta lunda þeirra, og goð þeirra skuluð þér brenna í eldi;6því að þú ert Drottni þínum Guði helgaður lýður, og hann kaus þig af öllum þjóðum á jarðríki, til að vera sína eigin þjóð;7ekki var það af því, að þú værir fjölmennari, en aðrar þjóðir, að Drottinn þannig tók þig að sér, og kaus þig—því þú ert einhvör hin minnsta þjóð.8Heldur af því hann hefir elskað yður, og til að halda eiðinn sem hann hafði svarið yðar forfeðrum, þá útleiddi hann yður með voldugri hendi, og frelsaði þig af þrældómsfangelsinu, af hendi faraós Egyptalandskonungs;9því þér skuluð vita að Drottinn yðar Guð er sá rétti Guð, er trúfastur Guð sem heldur sáttmála og miskunnsemi í þúsund liðu við þá sem hann elska og varðveita hans boðorð;10en hann geldur líka þeim sem hann hata með minnistæðum óförum, og hann dregur ekki að endurgjalda þeim eftirminnilega sem hann hata.11Varðveitið þess vegna þau boðorð og setninga, sem eg í dag legg fyrir yður til eftirbreytni;12þér munuð og hljóta laun fyrir, ef þér heyrið þessi lög, haldið þau og breytið eftir þeim; en Drottinn þinn Guð mun halda við þig þann sáttmála og miskunnsemi sem hann sór þínum forfeðrum,13hann mun elska, blessa og margfalda þig, og hann mun blessa þinn lífsávöxt, og ávöxt lands þíns, þitt korn, þitt vín, þitt viðsmjör, ávöxtinn af þínum kúm og búsmala, í því landinu sem hann með eiði lofaði forfeðrum þínum að gefa þér;14þú munt verða öllum þjóðum farsælli, enginn maður skal vera ófrjóvsamur meðal þín, ekki heldur skal fénaður þinn vera ófrjóvsamur,15þá mun Drottinn líka bægja frá þér öllum sjúkdómum, og þann vonda egypska krankleika, sem þú þekkir, mun hann ekki leggja á þig, heldur á þína hatursmenn;16þú munt eyða öllum þeim þjóðum sem Drottinn þinn Guð gefur á þitt vald, þú skalt ekki vægja þeim, og ekki dýrka þeirra guði, því það mundi verða þér að snöru.17En þú hugsar kannske með sjálfum þér, þetta fólk er fjölmennara en eg, hvörnig get eg rekið það burt?18Þú skalt ekki vera hræddur við það; láttu þig reka minni til þess sem Drottinn þinn Guð gjörði við faraó, og alla Egyptalandsmenn,19til þeirra miklu rauna, sem þér sáuð með eigin augum, tákna og stórmerkja, hvörnig Drottinn þinn útleiddi þig með voldugri hendi og útréttum armlegg, eins mun Drottinn þinn gjöra öllu því fólki sem þú ert hræddur við;20Drottinn þinn Guð mun senda geitunga *) á meðal þeirra þangað til þeir allir verða eyðilagðir sem eftir hafa orðið, og hafa falið sig fyrir þér;21verið þess vegna ekki hræddir við þá, því Drottinn þinn Guð er með yður, sá hinn mikli og ógurlegi Guð.22Samt mun Drottinn þinn Guð eyða þessum þjóðum fyrir þig smátt og smátt, þú mátt ekki allt í einu uppræta þær, svo að skógardýrin verði ekki of mörg á móti þér í landinu;23Drottinn þinn Guð mun gefa þær á þitt vald, og gjöra mikið mannfall meðal þeirra, þangað til þú hefir upprætt þá,24og hann mun gefa þeirra kónga í þínar hendur, hvörra nöfn þú skalt uppræta undir himninum; enginn skal geta staðist fyrir þér, alla muntu þá yfirstíga;25þú skalt í eldi brenna líkneski þeirra skurðgoða, þú skalt ei girnast það gull eða silfur sem þar er á, eða taka til þín nokkuð af því, svo þér verði ekki á í því, því slíkt er svívirðing fyrir Drottni þínum Guði;26þú skalt því ekki bera þá svívirðing inn í þitt hús, svo að þú ekki ratir í sama bannið sem það er í, heldur skal þér standa viðbjóður og stuggur af því, þar eð það er í banni.
Fimmta Mósebók 7. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:51+00:00
Fimmta Mósebók 7. kafli
Ísraelsbörn mega ei fremja frið við Kananíta, né rengjast við þá.
*) Sjá kap. 3,6. *) Sbr. Exod. 23,28.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.