1Þá mælti Bíleam við Balak: tilbú mér hér 7 ölturu og fá mér hingað 7 uxa og 7 hrúta.2Og Balak gjörði eins og Bíleam sagði: fórnfærði þá Balak og Bíleam sínum uxa og hrút á hvörju altari,3og Bíleam sagði við Balak: stattú hjá brennifórn þinni, en eg vil ganga í burt, ef ske kann að Drottinn mæti mér; en hvað hann opinberar mér skal eg kunngjöra þér; fór hann þá upp á hæð nokkra.4Hér mætti Guð Bíleam, og hann sagði við hann: eg hefi tilbúið 7 ölturu og fórnfært uxa og hrút á hvörju altari fyrir sig.5Nú lagði Drottinn Bíleam orð í munn og sagði: far til Balaks aftur og mæl þannig:6Og hann sneri aftur til hans, og sjá! hann stóð hjá brennifórn sinni ásamt öllum höfðingjum Móabíta,7og hann hóf sína myrku ræðu og sagði: frá Mesópótamíu kallaði mig Balak, kóngur Móabíta, frá fjöllunum í austri! „kom þú, og lýs fyrir mig óbænum yfir Jakob, kom og formæl Ísrael!“8Hvörnig má eg óska ills þeim sem Guð ei óskar ills, formæla þeim sem Guð ei formælir?9Af fjallstindinum sé eg hann, af hæðunum skoða eg hann! sjá! þessi lýður býr sér, reiknast ekki meðal heiðingja!10Hvör má telja mergð Jakobs, sem er sem duft, nefna tölu jafnvel ekki fjórða parts af Ísrael! Mín sála deyi dauða hinna réttlátu, mitt hið síðasta verk verði sem þeirra!11Þá sagði Balak við Bíleam: hvað gjörir þú mér? Eg lét kalla þig til að óska ills óvinum mínum, og sjá! þú blessar þá!12En hann svaraði: skal eg ekki gæta þess að tala það sem Drottinn leggur mér í munn?13Þá mælti Balak: kom með mér á annan stað hvaðan þú mátt sjá þá, samt muntú ekki sjá nema ysta fylkingarbrodd þeirra, alla muntú ekki sjá þá, og óska þeim þar ills fyrir mig!14Þá tók hann hann með sér upp á njósnaravöllinn, á tind fjallsins Pisga, byggði þar 7 ölturu og fórnfærði uxa og hrút á hvörju altari fyrir sig,15sagði Bíleam þá við Balak: stattú hér hjá brennifórn þinni, en eg vil hitta hann þarna!16Og Drottinn hitti Bíleam, lagði honum orð í munn og sagði: far þú aftur til Balaks og mæl svo.17Hann fór þá aftur til hans, og sjá! hann stóð hjá brennifórn sinni og höfðingjar Móabíta hjá honum. Balak sagði við hann: hvað sagði Drottinn?18Þá hóf hann sína myrku ræðu og sagði: rís þú upp, Balak, og hlýð á! ljá mér eyru þín, Sipporssonur!19Guð er ekki eins og maðurinn að hann ljúgi, né eins og mannsins barn að hann sjái sig um hönd! skyldi hann segja nokkuð og gjöra það ekki, tala nokkuð og halda það ekki?20Sjá! köllun til að blessa hefi eg móti tekið! Hann hefur þá blessað og eg get ekki riftað því,21hann lítur ei á afbrot Jakobs, gætir ei misgjörða Ísraels! a) Drottinn þeirra Guð er með þeim, fagnaðaróp Kóngsins er meðal þeirra b).22Guð leiddi þá af Egyptalandi, flýtir (fljótfærni) hans er sem villiuxans,23fjölkynngi dugar ekkert mót Jakob, spádómar ekkert mót Ísrael! bráðum mun þess getið verða um Jakob og Ísrael hvað Guð hafi gjört.24Sjá! lýðurinn mun rísa upp sem ljónsinna, hreykja sér sem ljón, ekki mun hann leggjast fyrr fyrir en hann hefir uppetið herfangið, drukkið blóð inna föllnu.25Þá sagði Balak við Bíleam: þú skalt hvörki lýsa yfir þeim blessan né bölvan!26Bíleam svaraði: hefi eg ekki sagt þér: allt það, sem Drottinn segir mér, mun eg gjöra!27Þá mælti Balak: kom, eg vil leiða þig á annan stað, ef ske kann að Guði þóknist að þú þar lýsir óbænum yfir þeim fyrir mig.28Tók Balak þá Bíleam með sér efst upp á fjallið Peór, sem gnæfir yfir eyðimörkina,29og Bíleam sagði við Balak: tilbú mér hér 7 ölturu og útvega mér hér 7 uxa og 7 hrúta;30en Balak gjörði eins og Bíleam sagði, og fórnfærði einum uxa og einum hrút á hvörju altari.
Fjórða Mósebók 23. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:46+00:00
Fjórða Mósebók 23. kafli
Bíleam blessar móti Balaks vilja Ísrael.
V. 5. Þ. e. eins og eg hefi boðið þér. V. 7. Þessi voru boðin sem hann fékk. V. 10. Þ. e. Gyðinga. Meiningin er: eg vildi að dauðinn hitti mig í eins lukkulegu ástandi og Gyðingar munu verða þegar dauðinn vitjar þeirra. V. 21. a) Þ. e. leyfir ei að þeir til grunna gangi sökum þeirra afbrota. b) Þ. e. með fagnaðarópi taka þeir móti Guði kóngi sínum. V. 22. Aðr: hann er svo sterkur sem einhyrningur. V. 24. Hvílíkan mátt hann hafi veitt þeim.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.