1Ennframar talaði Drottinn þannig til Móses:2Seg þú Ísraelsniðjum, að ef nokkur af vangæslu syndgar í gegn nokkru boðorði Drottins og gjörir eitthvað, sem hann ekki má gjöra.3Ef að sá smurði prestur syndgar fólkinu til syndasektar, þá skal hann vegna þeirrar syndar, sem hann hefir drýgt, framkoma fyrir Drottin með lýtalaust ungneyti;4með þetta ungneyti skal hann koma til dyra samkundutjaldbúðarinnar, fyrir auglit Drottins, og leggja hönd sína á höfuð ungneytisins og slátra því fyrir augliti Drottins,5og enn smurði prestur skal taka nokkuð af blóði ungneytisins og fara með það til samkundutjaldbúðarinnar6og dýfa vísifingur sínum í blóðið og stökkva því sjö sinnum frammi fyrir Drottni, andspænis fortjaldi helgidómsins;7og presturinn skal rjóða nokkru af blóði ungneytisins á húna þess sætt ilmandi reykelsisaltaris, sem er frammi fyrir Drottni í samkundutjaldbúðinni, en öllu hinu blóði ungneytisins skal hann hella niður hjá brennifórnaraltarinu, sem er fyrir framan samkundutjaldbúðardyrnar;8þar á eftir skal hann nema burt, og upplyfta öllum mör syndafórnaruxans, bæði netjunni og öllum garnmörnum,9hvörutveggju nýrunum og nýrmörnum öllum sem er í grennd við ristilinn, og stærra lifrarblaðinu sem afnsneiðist með nýrunum,10allt eins og gjört var við þakklætisfórnarnautið, að því búnu skal presturinn gjöra þar af upptendran á brennifórnaraltarinu.11En skinn ungneytisins og allt kjötið ásamt höfðinu og fótunum, innyflunum og saurindunum,12og allt annað af nautinu, skal hann bera út fyrir herbúðirnar, á hreinan stað, þar sem menn plaga að láta öskuna, og uppbrenna það á viði í eldi; ofan á öskuhaugnum á það að brennast.
13En ef allur Ísraelslýður skyldi missjá sig, og það er hulið fyrir söfnuðinum að menn hafa gjört eitthvað á móti Drottins boðum og orðið þar við sekur,14þá skal söfnuðurinn, þegar syndin er orðin uppvís framleiða ungneyti til syndafórnar og leiða það fram fyrir samkundutjaldbúðina;15og öldungar safnaðarins skulu leggja hendur sínar á höfuð ungneytisins frammi fyrir Drottni og slátra ungneytinu fyrir hans augsýn,16og hinn smurði prestur skal bera nokkuð af blóðinu inn í samkundutjaldbúðina,17og dýfa vísifingri sínum í þetta blóð og stökkva því sjö sinnum fram fyrir Drottni, andspænis fortjaldi helgidómsins;18sömuleiðis skal hann rjóða húna þess altaris, sem er fyrir augliti Drottins í því helga musterisins, en öllu því sem eftir er af blóðinu skal hann hella niður hjá brennifórnaraltarinu, sem er fyrir framan samkundutjaldbúðardyrnar;19en allri feitinni skal hann upplyfta og upptendra á altarinu,20og að öllu leyti fara eins með þetta naut, eins og fara átti með hitt syndafórnarnautið. Þannig skal presturinn forlíka fyrir fólkið, og það mun fá fyrirgefningu.21Þar á eftir skal hann bera uxann út fyrir herbúðirnar og uppbrenna hann, eins og hann uppbrenndi þann fyrrumgetna uxa. Þetta er rétt syndafórn fyrir söfnuðinn.
22En ef einhvör höfðingi syndgar og gjörir eitthvað, sem Guð Drottinn hefir í sínum lögum bannað, og ekki átti að gjörast og af vangæslu er orðinn sekur,23þá ef einhvör minnir hann á synd hans, sem hann hefir drýgt, skal hann framkoma með gáfu, kjarnhafur, sem er án lýta,24leggja sína hönd á höfuð hafursins og slátra honum á þeim stað, hvar slátrast eiga brennifórnir fyrir augliti Drottins. Þetta er rétt forlíkunarfórn.25Síðan skal presturinn taka nokkuð af blóði syndafórnarinnar og með vísifingri sínum rjóða með því húna brennifórnaaltarisins, en hella því sem eftir er af blóðinu við hlið þess;26en alla feitina skal hann upptendra á altarinu, eins og feiti þakklætisfórnarinnar. Þannig skal presturinn afplána synd hans og hún mun honum fyrirgefast.
27En ef einhvör almúgamaður landsins syndgar af vangæslu og gjörir eitthvað sem bannað er í Drottins boðorðum, og ekki átti að gjörast, og verður þar við sekur,28þá skal hann, þá hann fær þekkta þá synd, er hann hefir drýgt, framkoma með sína gáfu fyrir þá synd, sem hann hefir drýgt, nefnilega: með geit, sem er án lýta.29Hann skal leggja hönd sína á höfuð syndafórnarinnar og slátra henni þar sem brennifórnum er slátrað.30Síðan skal presturinn taka nokkuð af blóðinu á sínum vísifingri og rjóða því á húna brennifórnaaltarisins, en blóðinu, sem eftir er, skal hann hella við hlið þess;31en alla feiti skal hann burtnema, líka sem hún burtnumin var af þakklætisfórninni, og presturinn skal uppbrenna hana til sætleiksilms fyrir Drottni. Þannig skal presturinn afplána synd hans, og hún mun fyrirgefast honum.32Ef hann vill frambera sauðkind til syndafórnar, þá sé það lýtalaus gimbur, sem hann kemur með.33Hann leggi hönd sína á höfuð syndafórnarinnar og slátri henni sem syndafórn á þeim stað, hvar menn slátra brennifórnum.34Þar eftir skal presturinn taka nokkuð af blóðinu á vísifingri sínum og rjóða með því húna brennifórnaaltarisins, en öllu hinu blóðinu skal hann hella niður við hlið þess.35En alla feiti skal hann burtnema líka sem burtnumin var feiti gimbrar þeirrar er til þakklætisfórnar var höfð og skal presturinn upptendra hana á altarinu í Drottins eldi og þannig afplána synd þá sem hann hefir drýgt og mun hún fyrirgefast honum.
Þriðja Mósebók 4. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:35+00:00
Þriðja Mósebók 4. kafli
Um syndafórnir.
Á milli 2 og 3 vers undirskilst: Þá ber honum að afplána synd sína með fórn. V. 6. Fortjaldið aðgreindi það helgasta frá því allrahelgasta í samkundutjaldbúðinni. 2. Mós. 26,31. Fyrir innan þetta fortjald var sáttmálsörkin, yfir hvörs loki (náðarstólnum) Drottinn einkanlegast þenktist að búa, og líka sem horfa á allt það sem framfór í samkundutjaldbúðinni sjálfri og fyrir utan dyr hennar; það skeði því fyrir hans augliti. V. 14. Sbr. 1. Sam. 14, v. 23. ff. V. 18. Það altari sem hér er meint til, er reykelsisaltarið (2 Mós. 30,1–6. 40,5. 26,27) sem stóð í því helgasta musterisins. V. 22. Höfðingi nefnil: ættkvíslanna (öldungur); máske höfðingi innibindi hér í sér líka aðra embættismenn, að undanteknum prestum.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.