1Og Jósep kom og sagði faraó frá og mælti: faðir minn og bræður mínir eru komnir og þeirra sauðir og þeirra naut og allt hvað þeirra er úr Kanaanslandi, og sjá! þeir eru í landinu Gosen.2Og af bræðrum sínum tók hann fim, og leiddi þá fyrir faraó.3Þá mælti faraó við bræður hans: hver er yðar atvinna? Og þeir svöruðu faraó: fjárhirðarar eru þjónar þínir, svo vér, sem vorir feður.4Og þeir sögðu við faraó: vér erum komnir til að staðnæmast í landinu; því það er engin hagi fyrir sauðina sem þjónar þínir hafa; og hallærið er mikið í Kanaanslandi; svo leyf þá þjónum þínum að búa í landinu Gosen.5Og faraó sagði við Jósep: faðir þinn og bræður þínir eru komnir til þín.6Egyptaland er fyrir þinni augsýn, láttu föður þinn og bræður þína búa þar sem best er í landinu, þeir mega búa í landinu Gosen, og ef þú þekkir nokkra duglega meðal þeirra, þá láttu þá hafa umsjón yfir mínum hjörðum.
7Og Jósep leiddi Jakob föður sinn fyrir faraó. Og Jakob kvaddi (heilsaði) faraó.8Og faraó spurði Jakob: hversu margir eru dagar þíns lífs?9Og Jakob sagði við faraó: dagar minnar útlegðar eru hundrað og þrjátíu ár; fáir og illir voru dagar míns lífs, og ná ekki lífdögum minna feðra í þeirra útlegð.10Síðan kvaddi Jakob faraó, og gekk út frá faraó.
11Og Jósep fékk föður sínum og bræðrum bústaði og gaf þeim fasteign þar sem best var í landinu Ramses eins og faraó (kóngur) hafði boðið.12Og Jósep veitti forsorgun föður sínum og bræðrum sínum og öllu húsi föður síns eftir þeirra fjölskyldu.13Og þar var ekki brauð í öllu landinu, því hallærið var mikið og Egyptaland og Kanaansland örmagnaðist af hungri.14Og Jósep safnaði að sér (saman) öllu því silfri sem fannst í Egyptalandi og Kanaanslandi fyrir korn sem þeir keyptu; og Jósep lét allt silfrið í faraós (kóngsins) fjárhirslu.15Og þegar silfrið þverraði í Egyptalandi og í Kanaanslandi þá komu allir egypskir til Jóseps og sögðu: láttu oss hafa brauð! hví skyldum vér deyja fyrir augum þér? því nú skortir silfur.16Og Jósep mælti: komið hingað með yðar fénað, eg skal gefa yður nokkuð fyrir hann, ef silfur vantar.17Þá fóru þeir með fénað sinn til Jóseps, og hann gaf þeim brauð fyrir hesta, fyrir sauðfé, og fyrir nautpening og fyrir asna, og hann lét þá hafa brauð það árið fyrir allan þeirra fénað.
18Og sem það ár var liðið, komu þeir til hans á næsta ári og sögðu við hann: vér getum ekki dulið það fyrir vorum herra, að þar eð silfrið er þrotið, og fénaður vor er kominn til vors herra, þá er nú ekki annað eftir handa herra vorum en líkamir vorir og jarðir vorar;19hví skyldum vér deyja í þinni augsýn bæði vér og vorar jarðir? Kaup þú af oss jarðirnar fyrir brauð, vér viljum með vorum jörðum vera faraós þrælar; og gef þú oss sáð, að vér lifum og deyjum ekki, og jarðirnar leggist ekki í eyði.20Þá keypti Jósep, fyrir faraó, allar jarðir egypskra; því egypskir seldu, hver og einn sinn akur, því hungrið þrengdi að.21Og svona eignaðist faraó landið. Og hann lét fólkið skipta um bústaði frá einum enda Egyptalands til annars.22(Einar prestanna jarðir keypti hann ekki; því prestarnir höfðu sína vissa hlutdeild af faraó (kóngi) og höfðu til atvinnu þá hlutdeild sem faraó gaf þeim, og seldu ekki sínar jarðir).23Þá sagði Jósep við fólkið: sjá! nú hefi eg keypt yður og yðar jarðir faraó til handa, hér hafið þér sáð, og sáið akrana;24en það skal vera svo: fimmtung af korninu skuluð þér gefa faraó, og fjórir partarnir skulu vera yður sáð akranna, og yður til fæðis og þeim sem eru í yðar húsum, og handa yðar börnum.25Og þeir svöruðu: þú viðheldur voru lífi! ef vér megum aðeins finna náð í augum vors herra, svo viljum vér vera faraós þrælar!26Þannig lagði Jósep á jarðir egypskra þennan skatt, handa faraó, fimmtung korns, sem haldist hefur allt til þessa dags. Jarðir prestanna einar urðu ekki faraós eign.
27Og Ísrael bjó í Egyptalandi í Gosenlandi, og þeir eignuðust þar fasteign, juku ættir sínar og margfölduðust mjög.28En Jakob lifði 17 ár í Egyptalandi; og Jakobs ævi ár voru hundrað fjörutíu og sjö ár.29Og sem dagar Ísraels nálægðust dauðann, kallaði hann Jósep son sinn og sagði við hann: Ef að þú elskar mig, þá legg þína hönd undir mína lend, og auðsýndu mér þá elsku og trúfesti, að þú jarðir mig ekki í Egyptalandi;30því eg vil liggja hjá mínum feðrum, og þú skalt flytja mig burt úr Egyptalandi, og jarða mig í þeirra greftrunarreit. Og hann mælti: eg vil gjöra eftir þínum orðum.31Og hinn mælti: vinn þú mér eið! og hann vann honum eið. Og Ísrael tilbað og laut að rúmbrúðinni.
Fyrsta Mósebók 47. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:25+00:00
Fyrsta Mósebók 47. kafli
Jakob kemur til Egyptalands, sest að í Gosen.
V. 11. Í þessu héraði segir Jósepus B. 2. c. 7. að kóngshjarðirnar hafi verið. V. 21. skipta um bústaði. þ. e. bæði til að sýna eignarréttinn, og til að láta ei eigandann sjá þá jörð er hann hafði orðið að selja sér til bjargar í annars hendi, því það hefði verið hugraun.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.