Þá kom Jósef og talaði við faraó og sagði: „Minn faðir og mínir bræður, þeirra kvikfé og hjörð, smá og stór, og allt það þeir eiga er komið af Kanaanslandi og sjá, þeir eru í landi Gósen.“ Og hann tók fimm af sínum yngstum bræðrum og skikkaði þá inn fyrir pharaonem. Þá talaði faraó til hans bræðra: „Hvert er yðart verklag?“ Þeir svöruðu: „Þínir þénarar eru fjárhirðarar, vér og vorir forfeður.“
Og enn sögðu þeir til faraó: „Vér erum komnir til að búa hjá yður hér í landi. Því þínir þénarar hafa öngva fæðu til sinnar hjarðar, so stórlega þrengir hallæri Kanaansland. Þar fyrir, leyf þú þínum þénurum að búa í landi Gósen.“ Faraó sagði til Jósef: „Þinn faðir og þínir bræður eru komnir til þín. Egyptaland stendur opið fyrir þér. Lát þá búa í því besta takmarki landsins, búi þeir í landi Gósen. Og ef þú veist nokkra dugnaðarmenn vera á meðal þeirra, þá set þá yfir mínar hjarðir.“
Jósef leiddi sinn föður Jakob til fundar við pharaonem og skikkaði hann fram fyrir hann. [ Og Jakob blessaði pharaonem. En faraó spurði Jakob: „Hversu gamall ert þú?“ Jakob sagði til pharaonem: „Minn vegferðartími er hundrað og þrjátígi ár; fáir og illir eru mínir dagar og ná ekki áratölu minna forfeðra á dögum þeirrar vegferðar.“ Og Jakob blessaði pharaonem og gekk út frá honum.
En Jósef skikkaði sínum föður og sínum bræðrum bústaði og gaf þeim eignir í Egyptalandi þar bestir voru landskostir, sem var í landi Raemses, so sem faraó hafði boðið. Og Jósef fæddi sinn föður og sína bræður og allt sitt föðurs hús, sérhvern eftir því sem hann hafði börn til. En þar var ekkert brauð í öllum löndum, því að hallærið þrengdi mjög fast að, so að Egyptaland og Kanaan þrengdist af því hallæri. Og Jósef safnaði öllum peningum til samans sem fundust í Egyptalandi og Kanaan fyrir það korn sem þeir keyptu. Og hann lagði þá alla peninga í pharaonis hús.
Nú sem þá þraut peninga í Egyptalandi og Kanaan þá komu allir egypskir til Jósefs og sögðu: „Gef oss brauð. Því lætur þú oss deyja fyrir þér þó að vér höfum ei peninga?“ Jósef svaraði: „Hafið hingað yðar kvikfé, so vil eg gefa yður fæðslur fyrir kvikféð fyrst að þér hafið ekki til peninga.“ So færðu þeir það til Jósefs. Og hann gaf þeim korn fyrir þeirra hesta, sauði, uxa og asna. So hjálpaði hann þeim með brauð það ár í gegnum fyrir allt þeirra kvikfé.
En sem það árið var úti komu þeir það annað ár til hans og sögðu honum: „Vér viljum ekki dylja þess fyrir herra vorum að ei alleinasta peningar heldur og so kvikféð er í burt og vér höfum ekki meira eftir handa herranum, utan vora líkami og vorar jarðir. Því lætur þú oss deyja og vora akra verða í eyði? Kaup þú oss og vorar jarðir fyrir brauð, að vér og jarðir vorar séum pharaonis þrælar. Gef oss sæði so að vér megum lifa og ekki deyja og að akrarnir ekki eyðist.“
So keypti Jósef allt Egyptaland til handa pharaone því þeir egypsku seldu hver sínar jarðir fyrir sultar sakir. Og með þessu varð landið pharaonis eign. Og hann útskipaði fólkinu um borgirnar frá þeim einum Egyptalands enda til annars, að undanteknum prestanna jörðum, þær keypti hann ekki. [ Því að faraó hafði skikkað prestunum hvar af þeir skyldu næra sig, af hans eign sem hann hafði gefið þeim. Þar fyrir þurftu þeir ekki að selja sínar jarðir.
Þá sagði Jósef til fólksins: „Sjá, eg hefi í dag keypt yður og yðar akra pharaone til handa, taki þér nú korn til sáðs. En af ávextinum skulu þér gefa pharaone þann fimmta hlut. Þeir fjórir hlutir skulu vera yðar til sáðs og fæðslu fyrir yðar hús og heimkynni.“ Þeir sögðu: „Lát oss aðeins lifa og finna náð fyrir þér, vorum herra. Vér viljum gjarnan vera pharaonis þrælar.“ So skikkaði Jósef þeim ein lög, inn til þessa dags yfir allt Egyptaland, að hver maður skyldi gefa pharaone þann fimmta hlut. [ Undanteknum prestanna jörðum, þær komu ekki undir pharaonem.
So var Ísrael búandi í Egyptalandi í landi Gósen og eignaðist það. Og þeir uxu og margfjölguðust mjög. Og Jakob lifði seytján ár í Egyptalandi so að hans allur aldur varð hundrað sjö og fjörutíi ár. [
Nú sem nálgaðist andlátstíð Ísrael þá kallaði hann sinn son Jósef til sín og sagði til hans: „Hafi eg fundið náð fyrir þér þá legg þína hönd undir mínar lendar og sýn mér kærleika og trú, so að þú jarðir mig ekki í Egyptalandi, heldur vil eg liggja hjá mínum forfeðrum. [ Og þú skalt flytja mig af Egyptalandi og jarða mig hjá leiðum þeirra.“ Hann sagði: „Eg vil gjöra so sem þú hefur sagt.“ En hann sagði: „So sver mér þar eið uppá.“ Og hann sór honum. Þá hneigði Ísrael sig í sænginni að höfðalaginu.