11.) Og það skeði á dögum Amrafels, kóngs í Sinear, Arioks kóngs í Elassar, Kedolaomers kóngs í Elam, og Tídeals, heiðingja (Galíleu) kóngs,2að þeir herjuðu á Bera kóng í Sódóma og á Birsa kóng í Gomorra, Sineab, kóng í Adama og Semeber kóng í Seboim, og kónginn í Bela, það er: Soar.3Allir þessir hittust í dalnum Siddim, sem nú heitir Saltisjór (Dauðahafið).4Í 12 ár höfðu þeir verið lýðskyldir kónginum, Kedorlaomer; en féllu frá honum á því þrettánda ári.5Og á 14da ári kom Kedolaomer, og þeir konungar sem með honum voru, og slógu Refeana í Astarot-Karnaim, og Susitana í Ham, og Emitana í Save-Kirjataim;6og Horea á þeirra fjalli Seir, til lundsins Faran, sem er í nánd við eyðimörkina.7Síðan sneru þeir þaðan og komu til uppsprettunnar Mispat, það er: Kades, og fóru herskildi yfir land Amalekita og Amorita, sem bjuggu í Haseson-Tamar.
8Þá lögðu á stað, kóngurinn í Sódóma og kóngurinn í Gomorra, og kóngurinn í Adama, og kóngurinn í Seboim og kóngurinn í Bela, sem nú kallast Soar; og þeir bjuggust til bardaga í dalnum Siddim,9móti Kedorlaomer, kónginum í Elam og Tideal heiðingja kóngi, og Amrafel, kóngi í Sinear, og Ariok kóngi í Elasar, fjórir kóngar móti fimm.10En í dalnum Siddim voru margar leirgrafir. En kóngurinn af Sódóma og Gomorra voru reknir á flótta, og þar féllu þeir, og hinir flýðu til fjalla.11Þá tóku hinir alla fjárhluti sem voru í Sódóma og Gomorra og öll matvæli og fóru svo.12Þeir tóku líka Lot og hans fjárhluti, bróðurson Abrams og lögðu á stað; en hann átti heima í Sódóma.
13Þá kom einn, sem undan hafði komist, og sagði Abram þeim Hebreska frá, sem þá bjó í lundinum Mamres, Amoritans, bróðir Eskols og Aners, sem voru sáttmála bundnir við Abram.14En sem Abram frétti, að bróðir hans var hertekinn, vopnaði hann 318 æfða menn, fædda í hans húsi, og fór eftir þeim allt til Dan.15Þar skipti hann (liði sínu) og yfirféll sína óvini, á náttarþeli, hann og hans liðsmenn, og ráku þá á flótta og eltu þá allt til Hoba, sem er vinstramegin við Damaskus.16Og sneru heimleiðis með alla fjárhlutina, og líka með bróðurson sinn Lot, og flutti til baka hans fjárhluti, einnig konurnar og fólkið.17En sem hann kom heim úr þessum bardaga við kónginn Kedorlaomer, og þá konunga sem með honum voru í dalnum Save, það er nú Kóngadalurinn, gekk kóngurinn af Sódóma út á móti honum.
182.) Og Melkisedek kóngur í Salem kom með brauð og vín (en hann var prestur Guðs ens æðsta),19og blessaði hann og sagði: blessaður sé Abram af Guði hinum æðsta sem skapaði himin og jörð!20Og lofaður veri Guð sá æðsti sem gaf þína óvini í þína hönd! Og hann gaf (Abram) honum tíund af öllu (Ebr. 7,1.)21Og kóngurinn í Sódóma sagði við Abram: gef mér fólkið, en tak þú fjárhlutina!22Þá mælti Abram við kónginn í Sódóma: eg upplyfti mínum höndum (sver) við Drottin þann æðsta, Guð, skapara himins og jarðar,23að eg tek hverki þráð né skóþveng af öllu sem þér tilheyrir, svo þú skalt ekki segja: eg hefi auðgað Abram,24nema það sem þeir ungu menn hafa neytt, og hlutdeild þeirra manna sem með mér fóru, Aners, Eskols og Mamres, þeir mega taka sinn part.
Fyrsta Mósebók 14. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T00:59:15+00:00
Fyrsta Mósebók 14. kafli
1.) Abram frelsar Lot. 2.) Melkisedek blessar Abram.
V. 7. dómauppspretta eiginlega. 4. Mósb. 20,12.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.