Og það skeði á dögum Amrafel kóngs af Sínear og Aríót kóngs í Elasa og Kedorlaómor kóngs í Elam og Tídeal sem var heiðingjanna kóngur, að þeir börðust í mót Bera, kónginum af Sódóma, og mót Birsa, kónginum af Gómorra, og í mót Sínear, kónginum af Adama, og Semeber, kónginum af Sebóím, og í mót kónginum af Bela sem kallast Sóar.

Þessir mættust í dalnum Siddím sem nú er sá salti sjórinn. Því þeir höfðu verið lýðskyldir í tólf ár undir kónginum Kedorlaómor en féllu frá honum á því þrettánda ári. Og þar fyrir kom Kedorlaómor og þeir kóngar sem voru með honum á því fjórtánda ári og slógu þá risa sem voru í Jaftarot, Karnaím og Súsím í Ham og Emín á því sléttlendi Kirjataím, þeir slógu og Hóreos á fjallinu Seír allt til þess sléttlendis Faran sem liggur við eyðimerkur. [

Eftir það sneru þeir sér aftur og komu til þeirrar uppsprettu Mispat, það er Kades, og slógu allt land þeirra Amalekítarum, Amoreorum sem bjuggu í Haseson Tamar.

Þá reisti kóngurinn af Sódóma út, kóngurinn af Gómorra, kóngurinn af Adama, kóngurinn af Sebóím og kóngurinn af Bela sem kallast Sóar, og bjuggust til bardaga í dalnum Siddím á móti Kedorlaómor, kónginum af Elam, og í mót Tídeal, heiðingja kóngi, og í mót Amrafel, kónginum af Sínear, og í mót Aríót, kónginum af Elasar, fjórir kóngar í móti fimm. Og þar voru margar leirgrafir í þessum dal Siddím.

En kóngurinn af Sódóma og Gómorra urðu þar slegnir á flótta og við velli lagðir, en þeir sem eftir voru flúðu til fjalla. So tóku þeir alla þá fjárhluti sem voru í Sódóma og Gómorra og allt það sem ætt var og drógu þar frá. Þeir tóku og so líka Lot Abrams bróðurson og hans allan fjárhlut, því að hann bjó í Sódóma, og so drógu þeir þar frá. [ Þá kom einn sem í burt hafði komist og sagði Abram það útlenska, þeim sem þá bjó í [ dalnum Mamre Amorrei sem var bróðir þeirra Eskol og Aner, þessir voru samlagsmenn Abrams. [ Og sem Abram heyrði það hans bróðir var hertekinn vopnaði hann þrjúhundruð og átján sína húskarla sem óðalbornir voru í hans húsi og hann fór eftir þeim allt til Dan. Þar skipti hann sínum liðsmönnum og féll á náttarþeli yfir sína óvini og felldi þá og rak flóttann allt til Hóba, hver eð liggur vestur frá Damaskó. [ Hann hafði aftur með sér alla fjárhluti og so Lot sinn bróðir og allan hans fjárhlut, so og kvinnur og kalla.

En sem hann kom aftur frá þessu slagi sem hann hafði veitt kónginum Kedorlaómor og þeim öðrum kóngum sem með honum voru þá gekk kóngurinn af Sódóma út í mót honum á þann völl sem kallast Kóngadalur.

En Melkísedek kóngurinn af Salím bar fram brauð og vín. [ Og hann var kennimaður hins hæsta Guðs og blessaði hann og sagði: „Blessaður vertu Abram fyrir þeim allra hæsta Guði sem að stýrir himni og jörðu. Og blessaður sé sá allra hæsti Guð sem gaf þína óvini í þínar hendur.“ Og Abram gaf honum tíundir af öllum hlutum.

Þá sagði kóngurinn af Sódóma til Abrams: „Gef mér mennina en haf þú fjárhluti alla.“ Abram svaraði Sódóma kóngi: „Eg [ upphef mínar hendur til Drottins, þess allra hæsta Guðs sem stjórnar bæði himni og jörðu, að eg vil ekki taka so mikið sem einn þráð eða skóþveng af öllu því góssi sem þér tilheyrir, so þú skalt ekki segja að þú hafir gjört Abram ríkan utan það sem þeir ungu menn hafa neytt og þeir menn Aner, Eskol og Mamre, þeir sem reistu meður mér, þá láttu taka sitt hlutskipti.“