1En er þeir höfðu endað máltíðina, leiddu þeir Tobías inn til hennar.2En hann mundi, þá hann gekk þangað, orð Rafaels, og tók glæður og lagði á hjartað og lifrina úr fiskinum, og lét verða reyk.3En þegar árinn fann lyktina, flúði hann í Egyptalands efrihluta (óbyggðir) og engillinn fjötraði hann.
4En sem þau voru bæði innilæst, stóð Tobías upp af sænginni og mælti: stattu upp systir, og látum okkur biðja, að Drottinn miskunni okkur!5Og Tobías hóf svo sína bæn: lofaður sért þú Guð vorra feðra, og vegsamað sé þitt heilaga og dýrðlega nafn að eilífu! vegsami þig himnarnir og allar þínar skepnur (öll þín sköpun)!6Þú skapaðir Adam, og gafst honum Evu konu hans trúa meðhjálp; af þeim er mannkynið komið. Þú sagðir: það er ekki gott að maðurinn sé einsamall; vér viljum gjöra honum meðhjálp, honum samboðna.7Og nú, Drottinn! tek eg þessa mína systur, ekki sakir munaðar, heldur með einlægni; lát mig því finna náð og með henni ná háum aldri!8og hún sagði með honum: Amen!9Og þau bæði sváfu af nóttina.
10En Ragúel stóð upp og fór og gróf gröf og mælti: ætli þessi deyi ekki líka?11Og sem Ragúel kom aftur í sitt hús,12mælti til hann Ednu konu sinnar: sendu eina af stúlkum þínum og látum oss sjá, hvört hann lifir; ef ei, þá skulum vér jarða hann, svo enginn fái að vita það.13Þá lauk stúlkan upp dyrunum og fann bæði sofandi.14Og hún gekk aftur út og sagði þeim að hann væri lifandi.
15Þá lofaði Ragúel Guð og mælti: vegsamaður sért þú, Guð, með hvörri sem helst hreinni og heilagri lofgjörð! þig vegsami þínir heilögu og allar þínar skepnur og allir þínir englar og þínir útvöldu. Þeir lofi þig eilíflega!16Lofaður sért þú, að þú gleður mig, og það hefir ei mætt mér sem eg óttaðist, heldur hefir þú gjört við oss eftir þinni mikilli miskunnsemi.17Lofaður sért þú, að þú hefir miskunnað þig yfir þessi tvö einu börn (foreldra sinna) auðsýn þeim, Drottinn, (framvegis) miskunn, lát þau í heilbrigði enda sitt líf með gleði og náð!
18En hann skipaði hjúum sínum að fylla aftur gröfina.19Og hann hélt þeim brúðkaup í 14 daga.20Og Ragúel mælti til hans áður en brúðkaupsdagarnir voru úti, og lagði eið við, að hann skyldi ei fara fyrr en þeir 14 brúðkaupsdagar væru á enda,21og þá skyldi hann fá helftina af sínum fjármunum og fara í friði til föður síns; og hið annað, þegar eg er dáin og kona mín.
Tóbítsbók 8. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:18+00:00
Tóbítsbók 8. kafli
Sama efni.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.