1Og Tobías kallaði son sinn Tobías og mælti til hans: hugsaðu barn til launa fyrir manninn sem með þér fór, og það er tilhlýðilegt að bæta við hann.2Og hann svaraði: faðir! mér er skaðlaust að gefa honum helftina af öllu sem eg kom með;3því hann hefir fært þér mig heilbrigðan aftur og læknað konu mína og sótt mitt silfur og líka læknað þig.4Og sá gamli mælti: það á hann skilið.
5Og hann kallaði engilinn og sagði við hann: tak þú helfinginn af öllu sem eg kom með og far í friði!6þá kallaði hann þá báða afsíðis og mælti til þeirra: lofið og vegsamið Guð og gefið honum heiðurinn, og þakkið honum fyrir það sem hann hefir við yður gjört í áheyrn allra sem lifa. Það er gott að vegsama Guð og víðfrægja hans nafn, í því menn kunngjöra hans verk með heiðrun. Látið þá ei dragast að þakka honum!7Það er vel gjört að þegja um leyndarmál konungsins; en menn eiga með hrósi að opinbera Guðs verk. Gjör gott, þá mun þig ekkert illt hitta!8Það góða er: bæn með föstu, góðgjörðasemi og réttvísi. Betra er að eiga lítið með réttvísi, heldur en mikið með ranglæti. Betra er að veita velgjörðir, en leggja gull í sjóð.9Því góðgjörðasemi frelsar frá dauðanum, og hreinsar af allri synd. Hvör sem iðkar góðgjörðasemi og réttvísi verður blessaður með langlífi.10En syndarar eru óvinir síns eigin lífs.11Eg vil engu yður leyna; eg sagði: að það væri vel gjört að þegja um leyndarmál konungs, en Guðs verk ættu menn að opinbera með hrósi.12Og nú, þegar þú baðst, um sama bil sem Sara tengdadóttir þín, bar eg endurminning a) yðar bæna fyrir auglit þess heilaga; og þegar þú grófst þá dauðu, var eg sömuleiðis hjá þér.13Og þegar þú lést þér ekki þungt þykja að standa upp, og yfirgafst máltíðina til að fara og jarða þann dauða, þá varstu, með þínum góðverkum, mér ekki hulinn, heldur var eg með þér.14Og nú sendi Guð mig til að lækna þig, og þína tengdadóttir Söru.15Eg er Rafael, einn af þeim 7 heilögu englum sem flytja bænir heilagra, og framganga fyrir dýrð þess heilaga.16Þá urðu þeir báðir mjög hræddir og féllu niður á sín andlit, því þeir óttuðust.17En hann sagði til þeirra: óttist ekki, friður sé með yður! en vegsamið Guð eilíflega!18Því eg kom ekki af eigin gunst, heldur eftir boði vors Guðs. Vegsamið hann því eilíflega!19Alla dagana hefi eg yður birst, og hefi hvörki etið né drukkið, heldur hafið þér séð sýn.20Og þakkið nú Guði, því nú fer eg upp aftur til hans sem mig sendi; og skrifið allt, sem skeð er, í eina bók.21Og sem þeir stóðu upp, sáu þeir hann ekki meir.22Og þeir þökkuðu hans miklu og furðanlegu verk, að Drottins engill hafði birst þeim.
Tóbítsbók 12. kafliHið íslenska biblíufélag2018-01-02T01:05:23+00:00
Tóbítsbók 12. kafli
Rafael engill fer burt.
V. 12. a. Endurminning: aðr: reykoffur, máske eftir mismunandi orði í grískunni á þessum stað.
Hægt er að nálgast texta þessa kafla í öðrum íslenskum þýðingum með því að smella á nafn þýðingarinnar hér fyrir neðan. Þýðingin opnast í nýjum glugga.